Stjórnarherinn í Sýrlandi nær borginni Homs aftur á sitt vald Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. desember 2015 07:00 Uppreisnarmenn komnir um borð í rútu sem flutti þá burt frá borginni Homs í gær. Nordicphotos/AFP Sýrlenskar uppreisnarsveitir yfirgáfu í gær al Wair-hverfi í norðvesturjaðri borgarinnar Homs, sem þeir hafa haft á valdi sínu í nokkur ár. Þeir sömdu við Sýrlandsstjórn um að fá að fara óhultir frá borginni og fylgdust bæði sýrlenskir hermenn og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna með brottför þeirra. Borgarstjórinn í Homs, Talal Barazzi , sagði að eftir samninginn yrði Homs örugg borg, laus við byssur og byssumenn. Alls voru það nokkur hundruð manns sem voru flutt frá borginni, sumir með sjúkrabifreiðum. Fjölskyldur uppreisnarmannanna fóru einnig burt frá borginni. Fólkið hélt sem leið liggur til yfirráðasvæða uppreisnarmanna í norðvesturhluta landsins. Gegn uppgjöf uppreisnarmanna lét stjórnin 35 fanga lausa. Þessi niðurstaða þykir mikill sigur fyrir stjórn Bashar al Assads Sýrlandsforseta. Stjórnarherinn hefur setið um borgarhlutann í nærri þrjú ár og ítrekað gert loftárásir á íbúana þar. Á síðasta ári gerðu uppreisnarmenn í gamla borgarhlutanum í Homs sambærilegt samkomulag við stjórnarherinn um vopnahlé gegn því að fá að yfirgefa borgina. Aðeins nokkrar vikur eru frá því rússneski herinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Rússar hafa ekki eingöngu beint árásum sínum að vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda, heldur einnig að uppreisnarhópum sem notið hafa stuðnings frá Vesturlöndum. Íbúar hverfisins voru orðnir langþreyttir á linnulausum hernaði í nærri þrjú ár, en undanfarið hefur stjórnarherinn haldið uppi mikilli sókn á hverfið úr norðri og notið þar stuðnings rússneska hersins. Í al Wair bjuggu um 300 þúsund manns við upphaf átakanna, en meira en 200 þúsund þeirra hafa fyrir löngu flúið átökin. Stjórnarherinn mun nú taka þetta hverfi á sitt vald. Borgin verður þar með öll komin undir stjórn Assads á ný. Homs var lengi vel miðpunktur uppreisnarinnar gegn Assad forseta og stjórn hans. Þessa dagana standa yfir í Sádi-Arabíu viðræður nokkurra helstu hópa sýrlenskra uppreisnarmanna, þar sem þeir ætla að reyna að ná samstöðu um kröfur sínar í hugsanlegum friðarviðræðum við stjórn Assads. Vopnabúr Íslamska ríkisins Amnesty International segir að Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamska ríkið, hafi í fórum sínum meira en hundrað tegundir af vopnum og skotfærum. Þessi vopn eru framleidd í meira en 25 löndum, en flest í Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum. Stór hluti vopnanna var í eigu íraska hersins og fenginn fá Bandaríkjunum eða Rússlandi og öðrum þáverandi austantjaldsríkjum. Mest munar þar um vopn sem bárust til Íraks meðan Saddam Hussein var þar við völd, ekki síst þegar Írakar áttu í stríði við Íran. Að minnsta kosti 34 ríki sendu Írökum vopn á þessum tíma, en 28 þessara sömu landa sendu Írönum einnig vopn. Megnið af vopnum Íslamska ríkisins er sem sagt fengið úr vopnageymslum íraska hersins, en einnig hafa vígasveitirnar komist yfir vopn í bardögum, með ólöglegum vopnaviðskiptum og frá liðhlaupum í bæði Írak og Sýrlandi. Þetta eru vopn af ýmsu tagi, allt frá léttum skotvopnum yfir í riffla, vélbyssur, sprengjuvörpur og þungavopn ásamt brynvörðum hervögnum og skriðdrekum. Þessi vopn hafa vígasveitir Íslamska ríkisins notað til þess að fremja alls kyns mannréttindabrot Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Sýrlenskar uppreisnarsveitir yfirgáfu í gær al Wair-hverfi í norðvesturjaðri borgarinnar Homs, sem þeir hafa haft á valdi sínu í nokkur ár. Þeir sömdu við Sýrlandsstjórn um að fá að fara óhultir frá borginni og fylgdust bæði sýrlenskir hermenn og fulltrúar Sameinuðu þjóðanna með brottför þeirra. Borgarstjórinn í Homs, Talal Barazzi , sagði að eftir samninginn yrði Homs örugg borg, laus við byssur og byssumenn. Alls voru það nokkur hundruð manns sem voru flutt frá borginni, sumir með sjúkrabifreiðum. Fjölskyldur uppreisnarmannanna fóru einnig burt frá borginni. Fólkið hélt sem leið liggur til yfirráðasvæða uppreisnarmanna í norðvesturhluta landsins. Gegn uppgjöf uppreisnarmanna lét stjórnin 35 fanga lausa. Þessi niðurstaða þykir mikill sigur fyrir stjórn Bashar al Assads Sýrlandsforseta. Stjórnarherinn hefur setið um borgarhlutann í nærri þrjú ár og ítrekað gert loftárásir á íbúana þar. Á síðasta ári gerðu uppreisnarmenn í gamla borgarhlutanum í Homs sambærilegt samkomulag við stjórnarherinn um vopnahlé gegn því að fá að yfirgefa borgina. Aðeins nokkrar vikur eru frá því rússneski herinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi. Rússar hafa ekki eingöngu beint árásum sínum að vígasveitum Íslamska ríkisins svonefnda, heldur einnig að uppreisnarhópum sem notið hafa stuðnings frá Vesturlöndum. Íbúar hverfisins voru orðnir langþreyttir á linnulausum hernaði í nærri þrjú ár, en undanfarið hefur stjórnarherinn haldið uppi mikilli sókn á hverfið úr norðri og notið þar stuðnings rússneska hersins. Í al Wair bjuggu um 300 þúsund manns við upphaf átakanna, en meira en 200 þúsund þeirra hafa fyrir löngu flúið átökin. Stjórnarherinn mun nú taka þetta hverfi á sitt vald. Borgin verður þar með öll komin undir stjórn Assads á ný. Homs var lengi vel miðpunktur uppreisnarinnar gegn Assad forseta og stjórn hans. Þessa dagana standa yfir í Sádi-Arabíu viðræður nokkurra helstu hópa sýrlenskra uppreisnarmanna, þar sem þeir ætla að reyna að ná samstöðu um kröfur sínar í hugsanlegum friðarviðræðum við stjórn Assads. Vopnabúr Íslamska ríkisins Amnesty International segir að Daish-samtökin, sem kalla sig Íslamska ríkið, hafi í fórum sínum meira en hundrað tegundir af vopnum og skotfærum. Þessi vopn eru framleidd í meira en 25 löndum, en flest í Rússlandi, Kína, Bandaríkjunum og ýmsum Evrópulöndum. Stór hluti vopnanna var í eigu íraska hersins og fenginn fá Bandaríkjunum eða Rússlandi og öðrum þáverandi austantjaldsríkjum. Mest munar þar um vopn sem bárust til Íraks meðan Saddam Hussein var þar við völd, ekki síst þegar Írakar áttu í stríði við Íran. Að minnsta kosti 34 ríki sendu Írökum vopn á þessum tíma, en 28 þessara sömu landa sendu Írönum einnig vopn. Megnið af vopnum Íslamska ríkisins er sem sagt fengið úr vopnageymslum íraska hersins, en einnig hafa vígasveitirnar komist yfir vopn í bardögum, með ólöglegum vopnaviðskiptum og frá liðhlaupum í bæði Írak og Sýrlandi. Þetta eru vopn af ýmsu tagi, allt frá léttum skotvopnum yfir í riffla, vélbyssur, sprengjuvörpur og þungavopn ásamt brynvörðum hervögnum og skriðdrekum. Þessi vopn hafa vígasveitir Íslamska ríkisins notað til þess að fremja alls kyns mannréttindabrot
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira