Ein af bestu og ástsælustu leikkonum landsins fer með hlutverk Malínar Brand í Skaupinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. desember 2015 11:07 Kristófer Dignus og Malín Brand vísir Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaupsins í ár, var salírólegur þegar Vísir heyrði í honum í morgun þrátt fyrir að nú séu aðeins rúmir tveir sólarhringar í að öll þjóðin setjist fyrir framan sjónvarpstækin, vongóð um að í vændum sé hláturskast ársins. „Þetta er allt svo pottþétt og vel skipulagt hjá mér að ég er alveg salírólegur. Við erum bara bókstaflega í dag að loka og læsa Skaupinu og senda það frá okkur upp á RÚV. Þannig að þetta er bara að klárast nema að það gerist eitthvað stórkostlegt í dag, en það þyrfti þá að vera virkilega stórkostlegt,“ segir Kristófer. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir Skaupinu en hann tók það að sér fyrst árið 2013. Hann segist ekki vera stressaður. „Ég er meira bara spenntur að leyfa fólki að sjá þetta og koma þessu frá mér. Þetta er búið að vera með manni eiginlega í allt ár þar sem ég byrjaði á þessu í febrúar. Þannig að þetta er búið að vera lengi í þróun og nú er maður bara fullur tilhlökkunar að sýna fólki afraksturinn.“„Við tökum öll þátt í ruglinu og það er svo gaman að gera grín að því“ Margir hafa haft orð á því að Skaupið hefði eiginlega bara skrifað sig sjálft í ár þar sem svo mikið var af skrýtnum og skondnum fréttum á árinu. „Þetta er búið að vera mjög gjöfult ár, ég er alveg sammála því,“ segir Kristófer. „Það er af mörgu að taka af skrýtnum og fyndnum uppátækjum, bæði hjá stjórnmálamönnum og bara þjóðinni allri. Við erum svo klikkuð öll saman, við tökum öll saman þátt í ruglinu og það er svo gaman að gera grín að því.“ Hann segir þó Skaupið ekki skrifa sig sjálft. „Við fólkið sem segir það þá segi ég bara „Prófið að skrifa Skaupið“ því það gerist svo sannarlega ekki af sjálfu sér. Það má líka eiginlega segja að það sé erfiðara að skrifa Skaupið þegar það er búið að vera svona mikið í gangi eins og á þessu ári. Þá þarf maður nefnilega svo mikið að velja og hafna og ákveða hvað fær að vera með og hvað ekki.“Fjárkúgunarmálinu gerð skemmtileg skil Eitt af því sem flestir gefa sér að verði í Skaupinu er fjárkúgun þeirra systra Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, sem er eitt af fréttamálum ársins. Kristófer segir að fjárkúgunarmálinu verði gerð góð og skemmtileg skil en að Malín muni þó ekki koma fram í eigin persónu eins og hún gerði í Hraðfréttum fyrr í vetur. „Við förum alveg í hina áttina með þetta og það verður ein af bestu og ástsælustu leikkonum landsins sem fer með hlutverk Malínar í Skaupinu þannig að hún ætti að verða ánægð með það,“ segir Kristófer léttur að lokum. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00 Dunkin-röðin endurgerð fyrir áramótaskaupið Fólk hljóp í sæluvímu inn á staðinn. 20. nóvember 2015 17:20 Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Kristófer Dignus, leikstjóri Áramótaskaupsins í ár, var salírólegur þegar Vísir heyrði í honum í morgun þrátt fyrir að nú séu aðeins rúmir tveir sólarhringar í að öll þjóðin setjist fyrir framan sjónvarpstækin, vongóð um að í vændum sé hláturskast ársins. „Þetta er allt svo pottþétt og vel skipulagt hjá mér að ég er alveg salírólegur. Við erum bara bókstaflega í dag að loka og læsa Skaupinu og senda það frá okkur upp á RÚV. Þannig að þetta er bara að klárast nema að það gerist eitthvað stórkostlegt í dag, en það þyrfti þá að vera virkilega stórkostlegt,“ segir Kristófer. Þetta er í annað sinn sem hann leikstýrir Skaupinu en hann tók það að sér fyrst árið 2013. Hann segist ekki vera stressaður. „Ég er meira bara spenntur að leyfa fólki að sjá þetta og koma þessu frá mér. Þetta er búið að vera með manni eiginlega í allt ár þar sem ég byrjaði á þessu í febrúar. Þannig að þetta er búið að vera lengi í þróun og nú er maður bara fullur tilhlökkunar að sýna fólki afraksturinn.“„Við tökum öll þátt í ruglinu og það er svo gaman að gera grín að því“ Margir hafa haft orð á því að Skaupið hefði eiginlega bara skrifað sig sjálft í ár þar sem svo mikið var af skrýtnum og skondnum fréttum á árinu. „Þetta er búið að vera mjög gjöfult ár, ég er alveg sammála því,“ segir Kristófer. „Það er af mörgu að taka af skrýtnum og fyndnum uppátækjum, bæði hjá stjórnmálamönnum og bara þjóðinni allri. Við erum svo klikkuð öll saman, við tökum öll saman þátt í ruglinu og það er svo gaman að gera grín að því.“ Hann segir þó Skaupið ekki skrifa sig sjálft. „Við fólkið sem segir það þá segi ég bara „Prófið að skrifa Skaupið“ því það gerist svo sannarlega ekki af sjálfu sér. Það má líka eiginlega segja að það sé erfiðara að skrifa Skaupið þegar það er búið að vera svona mikið í gangi eins og á þessu ári. Þá þarf maður nefnilega svo mikið að velja og hafna og ákveða hvað fær að vera með og hvað ekki.“Fjárkúgunarmálinu gerð skemmtileg skil Eitt af því sem flestir gefa sér að verði í Skaupinu er fjárkúgun þeirra systra Malínar Brand og Hlínar Einarsdóttur á hendur Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, sem er eitt af fréttamálum ársins. Kristófer segir að fjárkúgunarmálinu verði gerð góð og skemmtileg skil en að Malín muni þó ekki koma fram í eigin persónu eins og hún gerði í Hraðfréttum fyrr í vetur. „Við förum alveg í hina áttina með þetta og það verður ein af bestu og ástsælustu leikkonum landsins sem fer með hlutverk Malínar í Skaupinu þannig að hún ætti að verða ánægð með það,“ segir Kristófer léttur að lokum.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14 Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00 Dunkin-röðin endurgerð fyrir áramótaskaupið Fólk hljóp í sæluvímu inn á staðinn. 20. nóvember 2015 17:20 Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Systurnar Malín og Hlín handteknar vegna tilraunar til fjárkúgunar á hendur forsætisráðherra Samkvæmt upplýsingum fréttastofu sendu þær bréf til Sigmundar þar sem þess var krafist að hann myndi reiða fram nokkrar milljónir króna. 2. júní 2015 10:14
Innlendar fréttir ársins 2015: Hlín og Malín, verkföll, óveður, flóttamenn og kúkur á Þingvöllum Líkt og fyrri ár er af nógu að taka þegar litið er yfir það sem bar hæst í fréttum á árinu sem er að líða. 18. desember 2015 10:00
Dunkin-röðin endurgerð fyrir áramótaskaupið Fólk hljóp í sæluvímu inn á staðinn. 20. nóvember 2015 17:20
Systurnar setja Twitter á hliðina Twitter er sprunginn hér á landi og kemst fátt annað að en tilraun Malín Brand og Hlín Einarsdóttur til að kúga fé út úr Sigmundur Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. 2. júní 2015 11:47