Vegabréfin tekin og laun ekki greidd Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 28. desember 2015 08:00 Ekkert fjármagn fylgdi aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali. Sigríður segir sérstakt mansalsteymi myndað eftir áramót. Þolendur eru hátt í tuttugu á árinu og flestir þeirra verkamenn. vísir/ernir Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir flesta þeirra hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint sem mansalsþolendur á árinu hafa verið lokkaða hingað til lands. Í sumum tilfellum hafi vegabréfin verið tekin af þeim og laun ekki greidd. Flest starfanna sem einstaklingarnir voru lokkaðir til voru verkamannastörf. „Um er að ræða hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan hefur skilgreint sem mansalsþolendur en mál þeirra, fyrir utan tvo, hefur ekki verið hægt að taka til rannsóknar vegna mismunandi ástæðna; sumir þolendur vildu fara af landi brott sem fyrst m.a með aðstoð sendiráðs eða óttuðust að greina frá aðstöðu sinni. Þessir einstaklingar bjuggu flestir við það að hafa verið lokkaðir hingað til lands og í sumum tilfellum voru vegabréf tekin af þeim og laun ekki greidd. Í flestum tilfellum er um að ræða einstaklinga sem starfa eða störfuðu við verkamannastörf hér á landi.“ Sigríður segir frá því að til þess að ná betur utan um málaflokkinn verði myndað mansalsteymi innan lögreglunnar. Þar sem fjármagn fylgdi ekki aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali þá muni rannsóknir á mansali draga mannafla frá öðrum málaflokkum nema að brugðist verði við með viðbótarfjármögnun. „Í byrjun nýs árs verður innleitt nýtt skipulag í rannsóknardeild embættisins. Að ná betur utan um þennan málaflokk er eitt af þeim markmiðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ná með þeim breytingum. Sérstakur lögreglufulltrúi verður ráðinn í byrjun árs, til eins árs, til að halda utan um málaflokkinn. Þeir rannsóknarlögreglumenn sem koma að mansalsrannsóknum hverju sinni mynda teymið með lögreglufulltrúanum. Fjöldi þeirra fer eftir verkefnum hverju sinni en æskilegt er að 2-3 rannsóknarlögreglumenn sinni þessum málaflokki að jafnaði. Eins og staðan er í dag mun aukin áhersla á þennan málaflokk draga mannafla frá öðrum málaflokkum ef ekki verður brugðist við með viðbótarfjárveitingu.“ Mansal í Vík Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir flesta þeirra hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur skilgreint sem mansalsþolendur á árinu hafa verið lokkaða hingað til lands. Í sumum tilfellum hafi vegabréfin verið tekin af þeim og laun ekki greidd. Flest starfanna sem einstaklingarnir voru lokkaðir til voru verkamannastörf. „Um er að ræða hátt í tuttugu einstaklinga sem lögreglan hefur skilgreint sem mansalsþolendur en mál þeirra, fyrir utan tvo, hefur ekki verið hægt að taka til rannsóknar vegna mismunandi ástæðna; sumir þolendur vildu fara af landi brott sem fyrst m.a með aðstoð sendiráðs eða óttuðust að greina frá aðstöðu sinni. Þessir einstaklingar bjuggu flestir við það að hafa verið lokkaðir hingað til lands og í sumum tilfellum voru vegabréf tekin af þeim og laun ekki greidd. Í flestum tilfellum er um að ræða einstaklinga sem starfa eða störfuðu við verkamannastörf hér á landi.“ Sigríður segir frá því að til þess að ná betur utan um málaflokkinn verði myndað mansalsteymi innan lögreglunnar. Þar sem fjármagn fylgdi ekki aðgerðaáætlun ríkisstjórnar gegn mansali þá muni rannsóknir á mansali draga mannafla frá öðrum málaflokkum nema að brugðist verði við með viðbótarfjármögnun. „Í byrjun nýs árs verður innleitt nýtt skipulag í rannsóknardeild embættisins. Að ná betur utan um þennan málaflokk er eitt af þeim markmiðum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst ná með þeim breytingum. Sérstakur lögreglufulltrúi verður ráðinn í byrjun árs, til eins árs, til að halda utan um málaflokkinn. Þeir rannsóknarlögreglumenn sem koma að mansalsrannsóknum hverju sinni mynda teymið með lögreglufulltrúanum. Fjöldi þeirra fer eftir verkefnum hverju sinni en æskilegt er að 2-3 rannsóknarlögreglumenn sinni þessum málaflokki að jafnaði. Eins og staðan er í dag mun aukin áhersla á þennan málaflokk draga mannafla frá öðrum málaflokkum ef ekki verður brugðist við með viðbótarfjárveitingu.“
Mansal í Vík Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira