Handbolti

Synir þjálfaranna með 11 mörk af 22 í fyrsta leik í Þýskalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Arason er annar þjálfari U18 ára liðsins.
Kristján Arason er annar þjálfari U18 ára liðsins. vísir/skjáskot
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum átján ára og yngri vann fyrsta leik sinn í Sparcassen Cup sem fram fer í Merzig í Þýskaalndi milli jóla og nýárs. Ísland vann Saar 22-20.

Ísland var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 12-8, en í sípari hálfleik greip smá stress um mig ef marka má fésbókarsíðu liðsins.

Í síðari hálfleik hélt Ísland þá forystunni, en munurinn var þó orðinn einungis eitt mark undir blá lokin. Ísland skoraði þó síðasta markið og vann með tveggja marka mun, 22-20.

Teitur Örn Einarsson, Selfyssingur og sonur Einars Guðmundssonar annars þjálfara liðsins, var markahæstur hjá Íslandi með sjö mörk.

Sveinn Jóhannsson, úr Fjölni, og Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður FH og sonur Kristjáns Arasonar þjálfara, komu næstir með fjögur mörk hvor.

Ísland spilar tvo leiki á morgun; bæði gegn Hollandi og Póllandi. Á þriðjudag verður svo spilað um sæti.

Mörk Íslands: Teitur Örn Einarsson 7, Sveinn Jóhannsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Arnar Freyr Guðmundsson 3, Úlfur Gunnar Kjartansson 3, Jóann Kaldal Jóhannsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×