Innlent

Hálka víðast hvar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Hálka er á flestum vegum landsins. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og mjög víða á Reykjanesi. Á Sandskeiði og Þrengslum er hálka og skafrenningur en snjóþekja og skafrenningur á Hellisheiði. Ófært er á Siglufjarðarvegi en unnið er að hreinsun og á Hófaskarði er þungfært en þar stendur hreinsun yfir, að því er segir á vef Vegagerðarinnar.

Í dag er búist við suðaustan 5 til 13 metrum á sekúndu og skúrir eða él, hiti 0 til 5 stig. Þurrt á Norður- og Austurlandi og minnkandi frost .Gengur í suðaustan 15-23 eftir hádegi á morgun. Úrkomulítið norðanlands en rigning á láglendi í öðrum landshlutum, talsverð um landið suðaustanvert. Hlýnar heldur í veðri, hiti 2 til 7 stig seinnipartinn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×