Færðu öllum börnum í Kulusuk jólagjöf Svavar Hávarðsson skrifar 24. desember 2015 08:00 Það voru alls 55 krakkar sem tóku á móti íslenska hópnum sem heimsótti Kulusuk í vikunni. Myndir/Hrókurinn Liðsmenn Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, komu færandi hendi til bæjarins Kulusuk á Grænlandi á þriðjudag og færðu öllum börnum bæjarins jólagjafir. Þetta er þriðja ferð félagsmanna til Kulusuk á þessu ári og sú sjötta til Grænlands þar sem skák, vinátta og gleði eru í forgrunni. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, skrifar að börnin í Kulusuk hafi tekið á móti jólasveinum félaganna með söng og gleði þegar efnt var til sérstakrar hátíðar í grunnskólanum í þessum næsta nágrannabæ Íslands. Öll börnin í leik- og grunnskóla bæjarins fengu sérmerktan jólapakka með margvíslegum glaðningi, sem fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklingar lögðu til. „Hrókurinn og Kalak færa öllum þeim fjölmörgu sem lögðu sitt af mörkum til jólapakkaferðarinnar til Kulusuk dýpstu þakkir,“ skrifar Hrafn.Allir fengu sérmerkta pakka og gleðin var fölskvalaus.Í grunnskólanum í Kulusuk eru nú 45 börn og 10 börn í leikskólanum. Jólapakkaferðin til Kulusuk markar lok á frábæru starfsári hjá Hróknum og Kalak, segir Hrafn. Félögin hafa staðið fyrir sex ferðum á þessu ári til Grænlands til að útbreiða fagnaðarerindi skáklistar, gleði og vináttu, og í september kom tíundi hópur 11 ára barna frá litlu þorpunum á Austur-Grænlandi til Íslands til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi.Hátíð var í bæ í skólanum í Kulusuk – enda góðir vinir í heimsókn í þriðja skiptið á árinu sem er að líða.Hrafn segir jafnframt að Justine Boassen skólastjóri og hennar fólk í Kulusuk hafi tekið jólasveinunum frá Íslandi tveim höndum og voru hinir íslensku gestir líka leystir út með gjöfum. Heimsókin var afar vel skipulögð af hálfu skólans. Kraftmikið starf er fram undan á Grænlandi. Í janúar verður Toyota-skákhátíð haldin í Nuuk, í febrúar verður Polar Pelagic-hátíð á Ammassalik-svæðinu, um páskana liggur leiðin til Ittoqqortoormiit og í maí verður Flugfélagshátíð í Nuuk. Þá eru einnig fyrirhugaðar skákhátíðir í Ilulissat og Kangerlussuaq. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Liðsmenn Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, komu færandi hendi til bæjarins Kulusuk á Grænlandi á þriðjudag og færðu öllum börnum bæjarins jólagjafir. Þetta er þriðja ferð félagsmanna til Kulusuk á þessu ári og sú sjötta til Grænlands þar sem skák, vinátta og gleði eru í forgrunni. Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, skrifar að börnin í Kulusuk hafi tekið á móti jólasveinum félaganna með söng og gleði þegar efnt var til sérstakrar hátíðar í grunnskólanum í þessum næsta nágrannabæ Íslands. Öll börnin í leik- og grunnskóla bæjarins fengu sérmerktan jólapakka með margvíslegum glaðningi, sem fjölmörg íslensk fyrirtæki og einstaklingar lögðu til. „Hrókurinn og Kalak færa öllum þeim fjölmörgu sem lögðu sitt af mörkum til jólapakkaferðarinnar til Kulusuk dýpstu þakkir,“ skrifar Hrafn.Allir fengu sérmerkta pakka og gleðin var fölskvalaus.Í grunnskólanum í Kulusuk eru nú 45 börn og 10 börn í leikskólanum. Jólapakkaferðin til Kulusuk markar lok á frábæru starfsári hjá Hróknum og Kalak, segir Hrafn. Félögin hafa staðið fyrir sex ferðum á þessu ári til Grænlands til að útbreiða fagnaðarerindi skáklistar, gleði og vináttu, og í september kom tíundi hópur 11 ára barna frá litlu þorpunum á Austur-Grænlandi til Íslands til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi.Hátíð var í bæ í skólanum í Kulusuk – enda góðir vinir í heimsókn í þriðja skiptið á árinu sem er að líða.Hrafn segir jafnframt að Justine Boassen skólastjóri og hennar fólk í Kulusuk hafi tekið jólasveinunum frá Íslandi tveim höndum og voru hinir íslensku gestir líka leystir út með gjöfum. Heimsókin var afar vel skipulögð af hálfu skólans. Kraftmikið starf er fram undan á Grænlandi. Í janúar verður Toyota-skákhátíð haldin í Nuuk, í febrúar verður Polar Pelagic-hátíð á Ammassalik-svæðinu, um páskana liggur leiðin til Ittoqqortoormiit og í maí verður Flugfélagshátíð í Nuuk. Þá eru einnig fyrirhugaðar skákhátíðir í Ilulissat og Kangerlussuaq.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira