Er góða veislu gjöra skal Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. desember 2015 09:30 Marta Rún Ársælsdóttir segist hafa verið hrifin af gyllta litnum í ár og hann hafi verið talsvert áberandi í eldhúsinu hjá henni. "Svo finnst mér gull alltaf svo hátíðlegt, það er svona smá gullþema hjá mér.“ Vísir/Ernir Flestir munu sjálfsagt draga fram sparistellið og góða dúkinn þegar sest verður til borðhalds í kvöld. Þegar lagt er á jólaborðið er oft öllu til tjaldað en það þarf þó ekki að vera flókið að ljá borðinu hátíðarbrag, smá kertaljós og jólagreinar setja hátíðarsvip á borðið. Marta Rún, bloggari á Femme.is og starfsmaður í NORR11, lagði á borð fyrir Fréttablaðið.Gylltu hnífapörin og gullslegnu greinarnar ljá borðinu hátíðlegan blæ. Það þarf ekki að fara offari í flóknum sérvíettubrotum korter í jól, það er líka hátíðlegt og fallegt að brjóta servíetturnar einfaldlega saman, skella smá snæri utan um, stinga nokkrum jólalegum greinum og einföldu nafnspjaldi á servíettuna. „Þó maður viti nú nöfn þeirra sem eru að borða hjá manni um jólin þá er ekkert persónulegra en nafnið manns og mér finnst gaman að vera með merkt sæti, það setur punktinn yfir i-ið hvort sem það er um jól eða áramót,“ segir Marta glöð í bragði.Gyllti liturinn er í forgrunni hjá Mörtu enda hátíðlegur með eindæmum.Þegar jólablöndunni er skolað niður eru margir sem draga fram sín fínustu glös enda gaman að drekka úr fallegum glösum á aðfangadag, þessi hér eru frá Frederik Bagger og fást í NORR11.HátíðarkokteillYfir jólahátíðina er gaman að gera vel við sig í mat og drykk. Marta Rún setti saman þennan hátíðarkokteil sem er í senn fallegur fyrir augað, einfaldur og góður. Það er einfaldlega blanda sem getur ekki klikkað.Gott freyðivín (ég mæli með Prosecco fyrir þennan drykk því það er ekki of sætt) Jarðarberja-Mickey Finn (notað í drykkinn eins og jarðarberjasíróp) Rósmarínstöngull Hrásykur Byrjaðu á því að dýfa glasinu í smá vatn, dýfðu því svo í hrásykurinn og láttu þorna í smá stund. Helltu prosecco í glasið. Varlega hellir þú síðan jarðarberja-Mickey Finn í glasið. Ég setti það í rör sem ég hélt fyrir neðst og sleppti svo innihaldinu í botninn á glasinu.Á endanum seturðu rósmarínstöngul út í glasið og þá er drykkurinn tilbúinn. Jólafréttir Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira
Flestir munu sjálfsagt draga fram sparistellið og góða dúkinn þegar sest verður til borðhalds í kvöld. Þegar lagt er á jólaborðið er oft öllu til tjaldað en það þarf þó ekki að vera flókið að ljá borðinu hátíðarbrag, smá kertaljós og jólagreinar setja hátíðarsvip á borðið. Marta Rún, bloggari á Femme.is og starfsmaður í NORR11, lagði á borð fyrir Fréttablaðið.Gylltu hnífapörin og gullslegnu greinarnar ljá borðinu hátíðlegan blæ. Það þarf ekki að fara offari í flóknum sérvíettubrotum korter í jól, það er líka hátíðlegt og fallegt að brjóta servíetturnar einfaldlega saman, skella smá snæri utan um, stinga nokkrum jólalegum greinum og einföldu nafnspjaldi á servíettuna. „Þó maður viti nú nöfn þeirra sem eru að borða hjá manni um jólin þá er ekkert persónulegra en nafnið manns og mér finnst gaman að vera með merkt sæti, það setur punktinn yfir i-ið hvort sem það er um jól eða áramót,“ segir Marta glöð í bragði.Gyllti liturinn er í forgrunni hjá Mörtu enda hátíðlegur með eindæmum.Þegar jólablöndunni er skolað niður eru margir sem draga fram sín fínustu glös enda gaman að drekka úr fallegum glösum á aðfangadag, þessi hér eru frá Frederik Bagger og fást í NORR11.HátíðarkokteillYfir jólahátíðina er gaman að gera vel við sig í mat og drykk. Marta Rún setti saman þennan hátíðarkokteil sem er í senn fallegur fyrir augað, einfaldur og góður. Það er einfaldlega blanda sem getur ekki klikkað.Gott freyðivín (ég mæli með Prosecco fyrir þennan drykk því það er ekki of sætt) Jarðarberja-Mickey Finn (notað í drykkinn eins og jarðarberjasíróp) Rósmarínstöngull Hrásykur Byrjaðu á því að dýfa glasinu í smá vatn, dýfðu því svo í hrásykurinn og láttu þorna í smá stund. Helltu prosecco í glasið. Varlega hellir þú síðan jarðarberja-Mickey Finn í glasið. Ég setti það í rör sem ég hélt fyrir neðst og sleppti svo innihaldinu í botninn á glasinu.Á endanum seturðu rósmarínstöngul út í glasið og þá er drykkurinn tilbúinn.
Jólafréttir Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Fleiri fréttir Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Sjá meira