Fram úr drungalegustu vonum Björn Teitsson skrifar 24. desember 2015 10:00 Platan Circus life með hljómsveitinni Fufanu. Plata Few More Days to Go Fufanu Útgefandi: Smekkleysa, 2015 Það er viss mótsögn að segja það einstaklega „hressandi“ að heyra drungalega og dimma tónlist á borð við þá sem heyrist á jómfrúarbreiðskífu Fufanu, Few More Days to Go. Hljómsveitin var reyndar áður efnilegt tvíeyki, Captain Fufanu, sem lék poppað teknó og hafði vakið athygli sem slíkt. En einhvers staðar á síðasta ári eða svo hafa hljómsveitarmeðlimir rekist á plötukassa mæðra sinna og feðra og dustað rykið af post-punk gersemum á borð við Bauhaus, Joy Division eða Siouxsie & the Banshees. Og það verður einfaldlega að viðurkennast, þetta er drullugott! Eins og áður segir fékkst Captain Fufanu við raftónlist. En þótt „Captain“ hafi verið fleygt þá fengu synþarnir sem betur fer að lifa af. Hráum gítarhljómi var hins vegar bætt við, þéttri bassalínu og trommuleik sem er látlaus og kröftugur á víxl. Kaktus Einarsson er söngvari sveitarinnar og var, hvorki meira né minna, líkt við Ian Curtis í gagnrýni enska dagblaðsins The Guardian. Það er svo sem óþarfi að draga úr slíku hrósi, þótt hér verði einnig hallast að áhrifum frá sérvitringnum Mark E. Smith (sérstaklega í laginu Blinking) – sem er ekkert nema gott og blessað. Skífan er heilt yfir jöfn og hefur enga hræðilega veikleika. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að hún átti upphaflega að innihalda átta lög en síðan hafi tveimur verið bætt við. Það væri gaman að vita hvaða lög það eru en það er helst að Plastic People og Your Collection séu ögn úr takti við annars mjög, rúmlega frambærilegt verk. Upphafslagið, Now, er rússíbanareið sem hækkar og lækkar og kemur á óvart, Wire Skulls býður upp á ískaldan gítarhljóm sem kallast nokkuð á við Singapore Sling, eða jafnvel lagið Aly Walk With Me með The Raveonetts. Geggjað! Blinking og Goodbye fá einnig feitan uppréttan þumal.Niðurstaða: Hver átti von á þessu? Eins og lungnafylli af fersku lofti kemur alvöru post-punk plata frá íslenskri sveit. Fer fram úr björtustu vonum. Menning Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Plata Few More Days to Go Fufanu Útgefandi: Smekkleysa, 2015 Það er viss mótsögn að segja það einstaklega „hressandi“ að heyra drungalega og dimma tónlist á borð við þá sem heyrist á jómfrúarbreiðskífu Fufanu, Few More Days to Go. Hljómsveitin var reyndar áður efnilegt tvíeyki, Captain Fufanu, sem lék poppað teknó og hafði vakið athygli sem slíkt. En einhvers staðar á síðasta ári eða svo hafa hljómsveitarmeðlimir rekist á plötukassa mæðra sinna og feðra og dustað rykið af post-punk gersemum á borð við Bauhaus, Joy Division eða Siouxsie & the Banshees. Og það verður einfaldlega að viðurkennast, þetta er drullugott! Eins og áður segir fékkst Captain Fufanu við raftónlist. En þótt „Captain“ hafi verið fleygt þá fengu synþarnir sem betur fer að lifa af. Hráum gítarhljómi var hins vegar bætt við, þéttri bassalínu og trommuleik sem er látlaus og kröftugur á víxl. Kaktus Einarsson er söngvari sveitarinnar og var, hvorki meira né minna, líkt við Ian Curtis í gagnrýni enska dagblaðsins The Guardian. Það er svo sem óþarfi að draga úr slíku hrósi, þótt hér verði einnig hallast að áhrifum frá sérvitringnum Mark E. Smith (sérstaklega í laginu Blinking) – sem er ekkert nema gott og blessað. Skífan er heilt yfir jöfn og hefur enga hræðilega veikleika. Á heimasíðu sveitarinnar kemur fram að hún átti upphaflega að innihalda átta lög en síðan hafi tveimur verið bætt við. Það væri gaman að vita hvaða lög það eru en það er helst að Plastic People og Your Collection séu ögn úr takti við annars mjög, rúmlega frambærilegt verk. Upphafslagið, Now, er rússíbanareið sem hækkar og lækkar og kemur á óvart, Wire Skulls býður upp á ískaldan gítarhljóm sem kallast nokkuð á við Singapore Sling, eða jafnvel lagið Aly Walk With Me með The Raveonetts. Geggjað! Blinking og Goodbye fá einnig feitan uppréttan þumal.Niðurstaða: Hver átti von á þessu? Eins og lungnafylli af fersku lofti kemur alvöru post-punk plata frá íslenskri sveit. Fer fram úr björtustu vonum.
Menning Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira