Kaleo vinnur með þreföldum Grammy-verðlaunahafa Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. desember 2015 08:00 Þrír af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar Kaleo eru staddir á Íslandi yfir hátíðarnar en sveitin hefur verið meira og minna stödd í Bandaríkjunum síðastliðið ár. mynd/Alexandra Valenti Hljómsveitin Kaleo hefur að undanförnu unnið að nýrri plötu, sem er jafnframt fyrsta plata sveitarinnar eftir að hún skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. Það er sannkallaður þungavigtarmaður sem stýrir upptökum á plötunni en sá heitir Jacquire King og hefur hann unnið með nöfnum á borð við Kings of Leon, Tom Waits, James Bay, Modest Mouse, Buddy Guy, Norah Jones og Of Monsters and Men. „Við erum hæstánægðir með það samstarf, það eru toppmenn í öllum stöðum með okkur. Það eru algjör forréttindi að vinna með Jacquire King,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo, um samstarfið. Þrír af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar eru staddir á Íslandi yfir hátíðarnar en sveitin hefur meira og minna haldið sig í Bandaríkjunum síðastliðið ár. Um þessar mundir er slétt ár síðan sveitin skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. „Þetta er svo sannarlega langþráð frí, þetta er líka í fyrsta sinn sem við erum ekkert að spila þegar við komum heim,“ segir Jökull alsæll á Íslandi. Sveitin hefur gert út frá Austin í Texas undanfarið ár en hefur einnig mikið verið í Nashville. Þeir félagar halda aftur utan þann 3. janúar til að leggja lokahönd á plötuna. „Við erum að fara til Nashville þar sem við munum klára plötuna. Ég veit ekki alveg hvenær hún kemur út, það er eitthvað eftir en ef allt gengur eftir kemur hún vonandi út snemma á næsta ári eða í vor,“ segir Jökull spurður út í nýju plötuna. Á henni er að finna nýtt efni en þó er möguleiki á að nokkur lög af fyrri plötunni rati á nýju plötuna. „Þetta er náttúrulega fyrsta platan okkar úti þannig að ef til vill fara þrjú lög af gömlu plötunni á þá nýju en þetta verður samt mestmegnis nýtt efni.“ Platan er tekin upp í hinu víðfræga hljóðveri Blackbird Studio í Nashville en þar hafa ekki ómerkari nöfn heldur en Kings of Leon, Justin Bieber, Red Hot Chili Peppers, Taylor Swift og Bruce Springsteen unnið, svo nokkur séu nefnd. „Það er mikill heiður að fá að vinna í þessu frábæra stúdíói.“ Árið sem er að líða hefur verið ansi annasamt hjá Kaleo og hefur sveitin komið fram í yfir 40 fylkjum í Bandaríkjunum, spilað á yfir 150 tónleikum og farið ansi víða. Árið 2016 virðist ekki ætla að verða rólegra. „Það er nóg framundan, næsta ár verður vonandi viðburðaríkt eins og þetta ár var. Það er auðvitað ný plata og við erum að fara að fylgja henni eftir. Við förum á headline-túr í febrúar, förum til Ástralíu í mars og svo erum við bókaðir á nokkur festivöl. Við erum nokkurn veginn bókaðir langt fram á næsta ár,“ útskýrir Jökull. Hann segist þó vonast til þess að þeir félagar geti komið heim í sumar og haldið útgáfutónleika á Íslandi. „Það væri frábært að geta tekið útgáfutónleika heima í sumar.“Jökull Júlíusson söngvari og annar gítarleikara Kaleo.Mynd/Jónatan GrétarssonJacquire King hefur unnið með nöfnum á borð við:Kings of LeonNorah JonesBuddy GuyOf Monsters and MenDawesTom WaitsPunch BrothersModest MouseJames BayEditorsGrammy-verðlaun Jacquire King2010 - Lag ársins. Lagið Use Somebody í flutningi hljómsveitarinnar Kings Of Leon.2003 - Blúsplata ársins. Platan Blues Singer með blúsaranum Buddy Guy.1999 - Samtíma-folk plata ársins. Platan Mule Variations með tónlistarmanninum Tom Waits.Þekkt nöfn sem unnið hafa í Black Bird Studios:Kings of LeonJustin BieberRed Hot Chili PeppersTaylor SwiftBruce SpringsteenMaroon 5Black Eyed PeasBon JoviMiley CyrusLionel Richie Grammy Justin Bieber á Íslandi Kaleo Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Lífið Fleiri fréttir Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur að undanförnu unnið að nýrri plötu, sem er jafnframt fyrsta plata sveitarinnar eftir að hún skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. Það er sannkallaður þungavigtarmaður sem stýrir upptökum á plötunni en sá heitir Jacquire King og hefur hann unnið með nöfnum á borð við Kings of Leon, Tom Waits, James Bay, Modest Mouse, Buddy Guy, Norah Jones og Of Monsters and Men. „Við erum hæstánægðir með það samstarf, það eru toppmenn í öllum stöðum með okkur. Það eru algjör forréttindi að vinna með Jacquire King,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og annar gítarleikara Kaleo, um samstarfið. Þrír af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar eru staddir á Íslandi yfir hátíðarnar en sveitin hefur meira og minna haldið sig í Bandaríkjunum síðastliðið ár. Um þessar mundir er slétt ár síðan sveitin skrifaði undir plötusamning við Atlantic Records. „Þetta er svo sannarlega langþráð frí, þetta er líka í fyrsta sinn sem við erum ekkert að spila þegar við komum heim,“ segir Jökull alsæll á Íslandi. Sveitin hefur gert út frá Austin í Texas undanfarið ár en hefur einnig mikið verið í Nashville. Þeir félagar halda aftur utan þann 3. janúar til að leggja lokahönd á plötuna. „Við erum að fara til Nashville þar sem við munum klára plötuna. Ég veit ekki alveg hvenær hún kemur út, það er eitthvað eftir en ef allt gengur eftir kemur hún vonandi út snemma á næsta ári eða í vor,“ segir Jökull spurður út í nýju plötuna. Á henni er að finna nýtt efni en þó er möguleiki á að nokkur lög af fyrri plötunni rati á nýju plötuna. „Þetta er náttúrulega fyrsta platan okkar úti þannig að ef til vill fara þrjú lög af gömlu plötunni á þá nýju en þetta verður samt mestmegnis nýtt efni.“ Platan er tekin upp í hinu víðfræga hljóðveri Blackbird Studio í Nashville en þar hafa ekki ómerkari nöfn heldur en Kings of Leon, Justin Bieber, Red Hot Chili Peppers, Taylor Swift og Bruce Springsteen unnið, svo nokkur séu nefnd. „Það er mikill heiður að fá að vinna í þessu frábæra stúdíói.“ Árið sem er að líða hefur verið ansi annasamt hjá Kaleo og hefur sveitin komið fram í yfir 40 fylkjum í Bandaríkjunum, spilað á yfir 150 tónleikum og farið ansi víða. Árið 2016 virðist ekki ætla að verða rólegra. „Það er nóg framundan, næsta ár verður vonandi viðburðaríkt eins og þetta ár var. Það er auðvitað ný plata og við erum að fara að fylgja henni eftir. Við förum á headline-túr í febrúar, förum til Ástralíu í mars og svo erum við bókaðir á nokkur festivöl. Við erum nokkurn veginn bókaðir langt fram á næsta ár,“ útskýrir Jökull. Hann segist þó vonast til þess að þeir félagar geti komið heim í sumar og haldið útgáfutónleika á Íslandi. „Það væri frábært að geta tekið útgáfutónleika heima í sumar.“Jökull Júlíusson söngvari og annar gítarleikara Kaleo.Mynd/Jónatan GrétarssonJacquire King hefur unnið með nöfnum á borð við:Kings of LeonNorah JonesBuddy GuyOf Monsters and MenDawesTom WaitsPunch BrothersModest MouseJames BayEditorsGrammy-verðlaun Jacquire King2010 - Lag ársins. Lagið Use Somebody í flutningi hljómsveitarinnar Kings Of Leon.2003 - Blúsplata ársins. Platan Blues Singer með blúsaranum Buddy Guy.1999 - Samtíma-folk plata ársins. Platan Mule Variations með tónlistarmanninum Tom Waits.Þekkt nöfn sem unnið hafa í Black Bird Studios:Kings of LeonJustin BieberRed Hot Chili PeppersTaylor SwiftBruce SpringsteenMaroon 5Black Eyed PeasBon JoviMiley CyrusLionel Richie
Grammy Justin Bieber á Íslandi Kaleo Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Lífið Fleiri fréttir Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Sjá meira