Innlent

Vara við mikilli hálku í kirkjugörðum

Atli Ísleifsson skrifar
Starfsmenn Kirkjugarðanna verða til aðstoðar á Þorláksmessu og aðfangadag frá 9-15.
Starfsmenn Kirkjugarðanna verða til aðstoðar á Þorláksmessu og aðfangadag frá 9-15. Vísir/Getty
Mikil hálka er nú í kirkjugörðum á höfuðborgarsvæðinu og víðar og hafa starfsmenn kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma varað við að klaki og snjóhraukar geri vegfarendum erfitt fyrir.

„Þeir fjölmörgu sem ætla að heimsækja garðana eru hvattir til að vera vel búnir til fótanna.

Starfsmenn Kirkjugarðanna verða til aðstoðar á Þorláksmessu og aðfangadag frá 9-15.

Vakin er athygli á því að bílaumferð er bönnuð í Fossvogskirkjugarði á aðfangadag á þessum tíma. Undanþága er veitt hreyfihömluðum enda sýni þeir P-merkið til merkis um að þeir þurfi að aka,“ segir í tilkynningu frá Kirkjugörðunum Reykjavíkurprófastsdæma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×