Náttúruminjasafn Íslands – hvert stefnir? Hilmar J. Malmquist skrifar 23. desember 2015 07:00 Fyrir skömmu fjallaði Fréttablaðið um vilja áhugafólks og stofnun einkahlutafélagsins Perluvinir ehf. í þeim tilgangi að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Þar kom m.a. fram að viðræður milli Náttúruminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt sýningarhald í Perlunni hafi „siglt í strand“. Rétt er að benda á að viðræður safnsins og borgarinnar beindust að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og voru að frumkvæði safnsins. Jafnframt skal bent á að ákvörðun um að hætta viðræðunum var tekin af hálfu Reykjavíkurborgar.Dræmar undirtektir Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta viðræðunum er hörmuð en hún er skiljanleg í ljósi dræmra undirtekta ráðherra og ráðuneytisins. Náttúruminjasafnið hefur sl. tvö ár lagt sig fram um að sigla málinu í höfn enda um að tefla afar áhugaverðan kost fyrir höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, sem ekki hefur haft yfir neinu sýningarhúsnæði að ráða síðan safnið var sett á laggirnar árið 2007. Að mati margra hentar Perlan vel undir sýningarstarfsemi á sviði náttúrufræða. Staðsetningin er frábær m.t.t. allrar þjónustu, húsið er glæsilegt en hálftómt og skortir hlutverk, hátt er til lofts og vítt til veggja, víðsýnt er af veröndinni og skammt í náttúru umhverfis alla Öskjuhlíðina. Jafn álitlegur kostur undir grunnsýningu á náttúru Íslands í faglegu og fjárhagslegu tilliti hefur ekki staðið til boða um áratugaskeið. Það eru því mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að opna augu ráðherra og ráðuneytis fyrir ágæti verkefnisins. Þetta er í þriðja skipti sem viðsemjendur um náttúrusýningu í Perlunni segja sig frá verkefnum sem snúa að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins. Í vor sagði fjárfestingafélagið Landsbréf ITF I sig frá viðræðum og bar við m.a. seinagangi í ráðuneytinu. Þar áður, við fjárlagagerð ársins 2014, sagði núverandi ríkisstjórn sig frá samningi sem undirritaður var í mars 2013 af hálfu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, og Reykjavíkurborgar um náttúrusýningu í Perlunni á vegum Náttúruminjasafnsins. Samningurinn fól m.a. í sér fulla fjármögnun ríkisins á stofnkostnaði við sýninguna.Hvað svo? Núverandi stjórnvöld hafa nú hafnað tveimur meginleiðum við fjármögnun náttúrusýningar á vegum Náttúruminjasafnsins, þ.e. að kosta verkefnið alfarið á vegum hins opinbera eða í samstarfi við utankomandi fjárfesta. Er nema von að spurt sé á hvaða vegferð ráðherra mennta- og menningarmála er með þetta höfuðsafn þjóðarinnar? Hafa skal í huga að Náttúruminjasafnið er skilgreint sem ein af lykilstofnunum landsins á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum og lögum samkvæmt á stofnunin að hafa sömu stöðu og hin höfuðsöfnin tvö, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Stöðu sinnar vegna sem fræðslu- og menntastofnanir á vegum ríkisins hafa höfuðsöfnin sérstöðu og hlutverki þeirra verður ekki sinnt af einkaaðilum nema að takmörkuðu leyti. Íslenska þjóðin og gestir landsins eiga löngu skilið að Náttúruminjasafn Íslands þjóni þeim af engu minni metnaði og gæðum en best þekkist í náttúrufræðisöfnum nágrannaþjóðanna. Ríki og einkaaðilar geta vel unnið saman í þessu brýna verkefni – ég er fullviss um að þjóðin vill það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu fjallaði Fréttablaðið um vilja áhugafólks og stofnun einkahlutafélagsins Perluvinir ehf. í þeim tilgangi að setja upp náttúrusýningu í Perlunni. Þar kom m.a. fram að viðræður milli Náttúruminjasafns Íslands og Reykjavíkurborgar um slíkt sýningarhald í Perlunni hafi „siglt í strand“. Rétt er að benda á að viðræður safnsins og borgarinnar beindust að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, og voru að frumkvæði safnsins. Jafnframt skal bent á að ákvörðun um að hætta viðræðunum var tekin af hálfu Reykjavíkurborgar.Dræmar undirtektir Ákvörðun Reykjavíkurborgar um að hætta viðræðunum er hörmuð en hún er skiljanleg í ljósi dræmra undirtekta ráðherra og ráðuneytisins. Náttúruminjasafnið hefur sl. tvö ár lagt sig fram um að sigla málinu í höfn enda um að tefla afar áhugaverðan kost fyrir höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum, sem ekki hefur haft yfir neinu sýningarhúsnæði að ráða síðan safnið var sett á laggirnar árið 2007. Að mati margra hentar Perlan vel undir sýningarstarfsemi á sviði náttúrufræða. Staðsetningin er frábær m.t.t. allrar þjónustu, húsið er glæsilegt en hálftómt og skortir hlutverk, hátt er til lofts og vítt til veggja, víðsýnt er af veröndinni og skammt í náttúru umhverfis alla Öskjuhlíðina. Jafn álitlegur kostur undir grunnsýningu á náttúru Íslands í faglegu og fjárhagslegu tilliti hefur ekki staðið til boða um áratugaskeið. Það eru því mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að opna augu ráðherra og ráðuneytis fyrir ágæti verkefnisins. Þetta er í þriðja skipti sem viðsemjendur um náttúrusýningu í Perlunni segja sig frá verkefnum sem snúa að ráðuneyti Náttúruminjasafnsins. Í vor sagði fjárfestingafélagið Landsbréf ITF I sig frá viðræðum og bar við m.a. seinagangi í ráðuneytinu. Þar áður, við fjárlagagerð ársins 2014, sagði núverandi ríkisstjórn sig frá samningi sem undirritaður var í mars 2013 af hálfu þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, og Reykjavíkurborgar um náttúrusýningu í Perlunni á vegum Náttúruminjasafnsins. Samningurinn fól m.a. í sér fulla fjármögnun ríkisins á stofnkostnaði við sýninguna.Hvað svo? Núverandi stjórnvöld hafa nú hafnað tveimur meginleiðum við fjármögnun náttúrusýningar á vegum Náttúruminjasafnsins, þ.e. að kosta verkefnið alfarið á vegum hins opinbera eða í samstarfi við utankomandi fjárfesta. Er nema von að spurt sé á hvaða vegferð ráðherra mennta- og menningarmála er með þetta höfuðsafn þjóðarinnar? Hafa skal í huga að Náttúruminjasafnið er skilgreint sem ein af lykilstofnunum landsins á sviði miðlunar og fræðslu í náttúrufræðum og lögum samkvæmt á stofnunin að hafa sömu stöðu og hin höfuðsöfnin tvö, Þjóðminjasafn Íslands og Listasafn Íslands. Stöðu sinnar vegna sem fræðslu- og menntastofnanir á vegum ríkisins hafa höfuðsöfnin sérstöðu og hlutverki þeirra verður ekki sinnt af einkaaðilum nema að takmörkuðu leyti. Íslenska þjóðin og gestir landsins eiga löngu skilið að Náttúruminjasafn Íslands þjóni þeim af engu minni metnaði og gæðum en best þekkist í náttúrufræðisöfnum nágrannaþjóðanna. Ríki og einkaaðilar geta vel unnið saman í þessu brýna verkefni – ég er fullviss um að þjóðin vill það.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar