Þegar Höskuldur varð óvart formaður Framsóknar og sagan endurtók sig ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2015 13:15 Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti fögnuðu, rétt eins og Höskuldur Þórhallsson, röngum úrslitum. Vísir Fáar fréttir hafa vakið meiri athygli á alþjóðavísu í dag en þegar kynnir á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur tilkynnti röng úrslit í Los Angeles í nótt. Kynnirinn, Steve Harvey, greindi frá því að Ungfrú Kolumbía hefði farið með sigur af hólmi þegar sigurvegarinn hafði í raun verið Ungfrú Filippseyjar.Sjá einnig: Röng kona krýnd Ungfrú Alheimur Íslendingar eru ekki allsendis ókunnugir sambærilegum uppákomum en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár.Þegar Höskuldur var formaður Framsóknarflokksins Á aðalfundi Framsóknarflokksins í upphafi árs 2009 snerist allt um formannskjörið. Mikil spenna ríkti fyrir kjörið og var talið að Páll Magnússon bæjarritari, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davið Gunnlaugsson væru líklegastir til að hreppa embættið. Kosið var í tveimur umferðum og mjótt var á munum. Það munaði einungis 26 atkvæðum á Höskuldi og Sigmundi í fyrri umferðinni og þurfti því að kjósa aftur. Þegar búið var að kjósa öðru sinni og atkvæði talin var Höskuldur Þórhallsson kynntur sem nýr formaður flokksins. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna. Í ljósi kom að mistök höfðu verið gerð og að réttkjörinn formaður væri í raun Sigmundur Davíð, núverandi formaður og forsætisráðherra. Sigmundur hlaut 449 atkvæði en Höskuldur 340. Í kjölfar þessara mistaka sagði formaður kjörstjórnarinnar af sér. Frétt Stöðvar 2 um málið, sem og fagnaðarlæti stuðningsmanna Höskuldar og Sigmundar, má sjá hér að neðan.Þegar sagan endurtók sig... ekki Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Jóhann Alfreð Kristinsson, nú meðlimur í Mið-Íslandi, steig á svið stóra salarins í Háskólabíó til að tilkynna um sigurvegara í úrslitum Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, á vormánuðum 2005. Þar höfðu att kappi ræðulið Verzlunarskóla Íslands og Fjölbrautarskólans í Breiðholti með menn á borð við Björn Braga Arnarsson og Braga Pál Sigurðarson innanborðs. Liðin höfðu tekist á um Þróunaraðstoð, FB mælt með en Verzlunarskólinn á móti. Níu árum áður höfðu sömu skólar mæst í úrslitum. Þá hafði FB borið sigur úr býtum og spurninginn sem brann á öllum í Háskólabíói vorið 2005 var því hvort sagan endurtæki sig. Það vissi Jóhann Alfreð sem steig í pontu og sagði. „Það munaði litlu áðan og það setti stemninguna fyrir kvöldið því að sagan endurtekur sig...“ og lengra komst hann ekki áður en stuðningsmenn FB trylltust af fögnuði. Svo hávær voru fagnaðarlætin að stuðningsmenn FB heyrðu ekki þegar Jóhann Alfreð bætti við lykilorðinu „ekki“ í lok setningarinnar og gaf þannig til kynna að það hafi í raun verið Verzló sem fór með sigur úr býtum. Stuðningsmenn Verzlunarskólans voru þó með á nótunum og hlaupu upp á sviðið til að fagna sigri ræðuliðsins síns. Var það því svo að allir stóri salurinn í Háskólabíó fagnaði sigri saman um stund. Það voru þung skref fyrir stjórn Morfís, sem og Jóhann Alfreð, þegar þau neyddust til að tilkynna ræðulið FB að það hafi fagnað of snemma. Myndband af augnablikinu má sjá hér að neðan.Manstu eftir fleiri slíkum, íslenskum, dæmum? Sendu okkur endilega línu á ritstjorn@visir.is. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira
Fáar fréttir hafa vakið meiri athygli á alþjóðavísu í dag en þegar kynnir á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur tilkynnti röng úrslit í Los Angeles í nótt. Kynnirinn, Steve Harvey, greindi frá því að Ungfrú Kolumbía hefði farið með sigur af hólmi þegar sigurvegarinn hafði í raun verið Ungfrú Filippseyjar.Sjá einnig: Röng kona krýnd Ungfrú Alheimur Íslendingar eru ekki allsendis ókunnugir sambærilegum uppákomum en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár.Þegar Höskuldur var formaður Framsóknarflokksins Á aðalfundi Framsóknarflokksins í upphafi árs 2009 snerist allt um formannskjörið. Mikil spenna ríkti fyrir kjörið og var talið að Páll Magnússon bæjarritari, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davið Gunnlaugsson væru líklegastir til að hreppa embættið. Kosið var í tveimur umferðum og mjótt var á munum. Það munaði einungis 26 atkvæðum á Höskuldi og Sigmundi í fyrri umferðinni og þurfti því að kjósa aftur. Þegar búið var að kjósa öðru sinni og atkvæði talin var Höskuldur Þórhallsson kynntur sem nýr formaður flokksins. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna. Í ljósi kom að mistök höfðu verið gerð og að réttkjörinn formaður væri í raun Sigmundur Davíð, núverandi formaður og forsætisráðherra. Sigmundur hlaut 449 atkvæði en Höskuldur 340. Í kjölfar þessara mistaka sagði formaður kjörstjórnarinnar af sér. Frétt Stöðvar 2 um málið, sem og fagnaðarlæti stuðningsmanna Höskuldar og Sigmundar, má sjá hér að neðan.Þegar sagan endurtók sig... ekki Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Jóhann Alfreð Kristinsson, nú meðlimur í Mið-Íslandi, steig á svið stóra salarins í Háskólabíó til að tilkynna um sigurvegara í úrslitum Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, á vormánuðum 2005. Þar höfðu att kappi ræðulið Verzlunarskóla Íslands og Fjölbrautarskólans í Breiðholti með menn á borð við Björn Braga Arnarsson og Braga Pál Sigurðarson innanborðs. Liðin höfðu tekist á um Þróunaraðstoð, FB mælt með en Verzlunarskólinn á móti. Níu árum áður höfðu sömu skólar mæst í úrslitum. Þá hafði FB borið sigur úr býtum og spurninginn sem brann á öllum í Háskólabíói vorið 2005 var því hvort sagan endurtæki sig. Það vissi Jóhann Alfreð sem steig í pontu og sagði. „Það munaði litlu áðan og það setti stemninguna fyrir kvöldið því að sagan endurtekur sig...“ og lengra komst hann ekki áður en stuðningsmenn FB trylltust af fögnuði. Svo hávær voru fagnaðarlætin að stuðningsmenn FB heyrðu ekki þegar Jóhann Alfreð bætti við lykilorðinu „ekki“ í lok setningarinnar og gaf þannig til kynna að það hafi í raun verið Verzló sem fór með sigur úr býtum. Stuðningsmenn Verzlunarskólans voru þó með á nótunum og hlaupu upp á sviðið til að fagna sigri ræðuliðsins síns. Var það því svo að allir stóri salurinn í Háskólabíó fagnaði sigri saman um stund. Það voru þung skref fyrir stjórn Morfís, sem og Jóhann Alfreð, þegar þau neyddust til að tilkynna ræðulið FB að það hafi fagnað of snemma. Myndband af augnablikinu má sjá hér að neðan.Manstu eftir fleiri slíkum, íslenskum, dæmum? Sendu okkur endilega línu á ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Sjá meira