Erlent

Fjöldi hermanna felldur í Afganistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Öryggissveitir í Halmandhéraði.
Öryggissveitir í Halmandhéraði. Vísir/EPA
Vígamenn Talibana hafa lagt undir sig mikilvægan hluta Helmand héraðs eftir harða bardaga í Sangin í Afganistan. Fjöldi hermanna og lögreglumanna eru taldir liggja í valnum, eða minnst 90. Öryggissveitir hafa gert gagnárás, en Helmand hérað er mikilvægt Talibönum.

Þar fer fram mikil ópíumframleiðsla sem er mikilvæg tekjulind Talibana.

Aðstoðarríkisstjóri Helmand sagði AP fréttaveitunni að einungis herstöðvar stæðu nú gegn vígamönnunum. Mohammad Jan Rasulyar, sendi Ashraf Ghani, forseta Afganistan, opið bréf á Facebook í gær. Þar varaði Rasulyar við því að allt Helmandhérað væri í hættu, ef ríkisstjórnin kæmi ekki til aðstoðar.

Sangin hefur af og á verið í haldi Talibana síðustu ár og geisuðu þar harðir bardagar á árunum 2006 og 2007. Nú eru um 65 prósent Helmand í haldi Talibana og eru öryggissveitir Afganistan sagðar vera á hælunum víða í héraðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×