Samkynhneigðir verða reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti hér á landi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 20. desember 2015 19:00 Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakana 78, en í nótt veittust fjórir menn um tvítugt að samkyhneigðu pari í miðbænum. Jóhann Örn Bergmann Benediktsson greindi í dag frá því að í nótt hafi hann og kærasti hans orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar þegar fjórir menn um tvítugt veittust að þeim. Jóhann Örn lýsir atvikum þannig að hann og kærasti hans hafi verið á gangi í Lækjargötu í nótt þegar ókvæðisorðum á borð við faggaógeð og hommaviðbjóður var hrópað að þeim. Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakana 78, segir reynslu Jóhanns síður en svo einsdæmi. Atvik af þessum toga komi upp reglulega. „Þetta er eitthvað sem að við hjá Samtökunum 78 höfum mjög lengi vitað að er bara staðreynd á Íslandi því miður. Við eigum í raun engar tölur um þetta en við heyrum alltaf af þessu með reglulegum hætti, sem gefur vísbendingu um að þetta eigi sér stað frekar oft, myndi ég halda. Auðvitað er svo bara toppurinn á ísjakanum sem kemur í fréttir eða maður heyrir með beinum hætti af,“ segir Auður. Hún telur skýrt að um hatursglæp sé að ræða. „Samkvæmt löggjöfinni á Íslandi þá er árás á persónu, sem beinist gegn henni vegna kynhneigðar, mjög klárlega flokkað sem hatursglæpur. Þarna í þessu tilfelli er mjög skýrt að orðin sem eru látin fylgja árásinni eru vegna kynhneigðar,“ segir Auður. Þrátt fyrir það sé ekki mikið um að fólk tilkynni slíkt ofbeldi til lögreglu. Þó að mikið hafi unnist á síðustu árum séu fordómar víða í samfélaginu. Því sé nauðsynlegt að gefa hvergi eftir í fræðslu, sérstaklega hjá börnum. „Samtökin 78 kærðu í vor tíu manns fyrir hatursummæli sem birtist á opinberum vettvangi og réðist með mjög grófum hætti að samkynhneigðu fóki. Þeirri kæru var vísað frá af lögreglu sem kannski gefur ekki tilefni til bjarsýni en ríkissaksóknari hefur nú vísað málinu aftur til lögreglu og það er í meðferð. Og ég veit að lögreglan mun frá og með áramótum setja aukið fé og aukinn mannafla í þennan málaflokk svo við erum bjartsýn hvað það varðar. Að það fáist einhver betri úrlausn á þeim í framtíðinn,“ segir Auður. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Samkynhneigt fólk á Íslandi verður reglulega fyrir hatursglæpum og áreiti vegna kynhneigðar sinnar. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtakana 78, en í nótt veittust fjórir menn um tvítugt að samkyhneigðu pari í miðbænum. Jóhann Örn Bergmann Benediktsson greindi í dag frá því að í nótt hafi hann og kærasti hans orðið fyrir aðkasti vegna kynhneigðar sinnar þegar fjórir menn um tvítugt veittust að þeim. Jóhann Örn lýsir atvikum þannig að hann og kærasti hans hafi verið á gangi í Lækjargötu í nótt þegar ókvæðisorðum á borð við faggaógeð og hommaviðbjóður var hrópað að þeim. Auður Magndís Auðardóttir, framkvæmdastjóri Samtakana 78, segir reynslu Jóhanns síður en svo einsdæmi. Atvik af þessum toga komi upp reglulega. „Þetta er eitthvað sem að við hjá Samtökunum 78 höfum mjög lengi vitað að er bara staðreynd á Íslandi því miður. Við eigum í raun engar tölur um þetta en við heyrum alltaf af þessu með reglulegum hætti, sem gefur vísbendingu um að þetta eigi sér stað frekar oft, myndi ég halda. Auðvitað er svo bara toppurinn á ísjakanum sem kemur í fréttir eða maður heyrir með beinum hætti af,“ segir Auður. Hún telur skýrt að um hatursglæp sé að ræða. „Samkvæmt löggjöfinni á Íslandi þá er árás á persónu, sem beinist gegn henni vegna kynhneigðar, mjög klárlega flokkað sem hatursglæpur. Þarna í þessu tilfelli er mjög skýrt að orðin sem eru látin fylgja árásinni eru vegna kynhneigðar,“ segir Auður. Þrátt fyrir það sé ekki mikið um að fólk tilkynni slíkt ofbeldi til lögreglu. Þó að mikið hafi unnist á síðustu árum séu fordómar víða í samfélaginu. Því sé nauðsynlegt að gefa hvergi eftir í fræðslu, sérstaklega hjá börnum. „Samtökin 78 kærðu í vor tíu manns fyrir hatursummæli sem birtist á opinberum vettvangi og réðist með mjög grófum hætti að samkynhneigðu fóki. Þeirri kæru var vísað frá af lögreglu sem kannski gefur ekki tilefni til bjarsýni en ríkissaksóknari hefur nú vísað málinu aftur til lögreglu og það er í meðferð. Og ég veit að lögreglan mun frá og með áramótum setja aukið fé og aukinn mannafla í þennan málaflokk svo við erum bjartsýn hvað það varðar. Að það fáist einhver betri úrlausn á þeim í framtíðinn,“ segir Auður.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira