Fótbolti

Pep Guardiola mun hætta með Bayern Munchen eftir tímabilið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Pep Guardiola.
Pep Guardiola. Vísir/Getty
Pep Guardiola mun hætta sem knattspyrnustjóri Bayern Munchen eftir tímabilið og mun Ítalinn Carlo Ancelotti taka við liðinu.

Guardiola hefur verið sterklega orðaður við Manchester City, Manchester United, Chelsea og Arsenal en eins og staðan er í dag þykir líklegast að hann taki við Man. City.

Pep tók við þýska liðinu árið 2013 og hafði þá áður verið stjóri Barcelona.

„Við erum mjög þakklát fyrir það sem Guardiola hefur gefið þessu félagi,“ segir Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður félagsins, í viðtali við Bild.

„Með Ancelotti kemur einnig frábær stjóri og verður gaman að fylgjast með honum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×