Eygló Ósk: Ætla að leyfa þessu að koma mér á óvart aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2015 23:13 Eygló (lengst til hægri) átti frábært ár í lauginni. vísir/afp Eins og fram hefur komið var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir valinn Íþróttamaður ársins 2015. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu en niðurstöður þess voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Eygló gat ekki verið viðstödd athöfnina þar sem hún er stödd við æfingar erlendis en Jóhanna Gerða, systir hennar, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd.Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Myndir Að verðlaunaafhendingunni lokinni var sýnt viðtal sem Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, tók við Eygló á heimili hennar fyrir skemmstu. „Ég á ekki orð og það er ekkert smá mikill heiður að vera Íþróttamaður ársins,“ sagði Eygló sem er fimmta konan sem hlýtur þetta sæmdarheiti. Eygló náði frábærum árangri á árinu sem nú er senn á enda en þar bar hæst tvenn bronsverðlaun sem hún vann til á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Hún segist ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri á mótinu. „Eiginlega ekki, hausinn á mér var í rugli fyrir þetta mót. Við mættum þarna og mér fannst ekki eins og við værum að fara að keppa. Við vorum í keppnisumhverfi en ég var ekki búin að koma því inn í hausinn á mér að ég væri að fara að keppa,“ sagði Eygló. „Mér gekk ekkert sérstaklega vel fyrsta daginn í 100 metra baksundinu. Ég bætti mig en þetta var ekki það sem ég ætlaði mér að gera. Svo náði ég að laga hausinn minn á öðrum degi. Ég ætlaði bara að hafa gaman að þessu og hætta að stressa mig.“Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eygló horfir björtum augum til framtíðar en framundan er Ólympíuár. Eygló, sem er aðeins tvítug, verður á meðal keppenda í Ríó en hún var einnig með á ÓL í London 2012. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að æfingum, æfa eins og brjálæðingur og bæta allt sem ég þarf að bæta. En ég ætla ekki að stressa mig of mikið og leyfa þessu að koma mér á óvart aftur,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015. Fréttir ársins 2015 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
Eins og fram hefur komið var sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir valinn Íþróttamaður ársins 2015. Það eru Samtök íþróttafréttamanna sem standa að kjörinu en niðurstöður þess voru kynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld. Eygló gat ekki verið viðstödd athöfnina þar sem hún er stödd við æfingar erlendis en Jóhanna Gerða, systir hennar, tók við verðlaununum fyrir hennar hönd.Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Myndir Að verðlaunaafhendingunni lokinni var sýnt viðtal sem Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður hjá RÚV, tók við Eygló á heimili hennar fyrir skemmstu. „Ég á ekki orð og það er ekkert smá mikill heiður að vera Íþróttamaður ársins,“ sagði Eygló sem er fimmta konan sem hlýtur þetta sæmdarheiti. Eygló náði frábærum árangri á árinu sem nú er senn á enda en þar bar hæst tvenn bronsverðlaun sem hún vann til á EM í 25 metra laug í Ísrael fyrr í þessum mánuði. Hún segist ekki hafa búist við að ná svona góðum árangri á mótinu. „Eiginlega ekki, hausinn á mér var í rugli fyrir þetta mót. Við mættum þarna og mér fannst ekki eins og við værum að fara að keppa. Við vorum í keppnisumhverfi en ég var ekki búin að koma því inn í hausinn á mér að ég væri að fara að keppa,“ sagði Eygló. „Mér gekk ekkert sérstaklega vel fyrsta daginn í 100 metra baksundinu. Ég bætti mig en þetta var ekki það sem ég ætlaði mér að gera. Svo náði ég að laga hausinn minn á öðrum degi. Ég ætlaði bara að hafa gaman að þessu og hætta að stressa mig.“Sjá einnig: Íþróttamaður ársins 2015 | Heildarniðurstöður kjörsins Eygló horfir björtum augum til framtíðar en framundan er Ólympíuár. Eygló, sem er aðeins tvítug, verður á meðal keppenda í Ríó en hún var einnig með á ÓL í London 2012. „Ég þarf fyrst og fremst að einbeita mér að æfingum, æfa eins og brjálæðingur og bæta allt sem ég þarf að bæta. En ég ætla ekki að stressa mig of mikið og leyfa þessu að koma mér á óvart aftur,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, Íþróttamaður ársins 2015.
Fréttir ársins 2015 Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Selfoss einum sigri frá Olís deildinni Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Sara, Ævarr og Galdur öll danskir meistarar í blaki Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira