Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2015 22:54 Bill Cosby leiddur fyrir dómara í dag. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Bill Cosby var í dag ákærður Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi fyrir tæpum tólf árum. Cosby var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi upp á eina milljón dollara, sem nemur um 129 milljónum íslenskra króna miða við gengi dagsins í dag. Saksóknara embætti Montgomery-sýslu sendi frá sér meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin af Cosby við handtökuna hans í dag. Búist er við að Cosby þurfi að mæta aftur í dómsal vegna málsins 14. janúar næstkomandi. Þegar hann yfirgaf dómshúsið í bænum Elkins Park í dag neitaði hann að tjá sig við fjölmiðla. Sakaður um að byrla konunni ólyfjan Konan sem um ræðir er Andrea Constand en ásamt ásökunum um kynferðisofbeldi sakar hún Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan á heimili hans í Philadelphia árið 2004. Um er að ræða fyrstu ákæruna gegn hinum 78 ára gamla Cosby. Hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað um fjörutíu konur. Hann hefur neitað ásökunum og stefnt nokkrum þeirra fyrir meiðyrði. Ljósmynd sem yfirvöld í Montgomery-sýslu tóku af Bill Cosby fyrr í dag.Vísir/Getty Verði Cosby sakfelldur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Bandaríski vefmiðillinn The Huffington Post ræddi við Kevin Steele, hjá embætti saksóknara í Montgomery-sýslu, sem sagði að málið gegn Cosby hefði verið tekið til rannsóknar að nýju eftir að ný sönnunargögn komu fram á sjónarsviðið og eftir að greint var frá ásökunum fjölda annarra kvenna í fjölmiðlum. „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess,“ var haft eftir Steele. Málið hefði fyrnst innan nokkurra daga Hefði saksóknara embættið í Montgomery-sýslu ekki gefið út ákæru í dag hefði málið gegn Cosby fyrnst innan nokkurra daga. Andrea Constand var ein þeirra fyrstu sem steig fram og ásakaði Cosby um kynferðislegt ofbeldi. Það gerði hún árið 2005. Á þeim tíma neitaði embætti saksóknara í Montgomery-sýslu að rannsaka ásakanir hennar. Hún höfðaði þess í stað einkamál gegn honum og lauk því með sátt þeirra á milli utan dómstóla árið 2006. Leit á hann sem læriföður og vin Cosby og Constand þekktust í gegnum Temple-háskólann. Hún stýrði kvennadeild háskólans í körfubolta en Cosby hafði keppt fyrir hönd skólans á sínum yngri árum. Hann hafði boðið henni inn á heimili sitt í Pennsylvaníu undir þeim formerkjum að ræða feril hennar. Þess í stað á umrædd árás að hafa átt sér stað. „Fórnarlambið leit á Cosby sem læriföður og vin,“ sagði Kevin Steele við fjölmiðla í dag. Hann nefndi aldrei Constand á nafn en sagði fórnarlambið í málinu hafa hafnað Cosby tvívegis áður en hann á að hafa byrlað því ólyfjan. Cosby hefur áður neitað ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi en verjendur hans sögðu það ekki eiga við mál Constands, þar sem samkomulagið sem þau tvö náðu utan dómstóla árið 2006 kveður á um að hann megi ekki tjá sig um málið. Bandaríkin Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Cosby stefnir fyrir meiðyrði Bill Cosby kallar konurnar tækifærissinna. 14. desember 2015 23:42 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Bandaríski grínistinn Bill Cosby var í dag ákærður Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi fyrir tæpum tólf árum. Cosby var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi upp á eina milljón dollara, sem nemur um 129 milljónum íslenskra króna miða við gengi dagsins í dag. Saksóknara embætti Montgomery-sýslu sendi frá sér meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin af Cosby við handtökuna hans í dag. Búist er við að Cosby þurfi að mæta aftur í dómsal vegna málsins 14. janúar næstkomandi. Þegar hann yfirgaf dómshúsið í bænum Elkins Park í dag neitaði hann að tjá sig við fjölmiðla. Sakaður um að byrla konunni ólyfjan Konan sem um ræðir er Andrea Constand en ásamt ásökunum um kynferðisofbeldi sakar hún Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan á heimili hans í Philadelphia árið 2004. Um er að ræða fyrstu ákæruna gegn hinum 78 ára gamla Cosby. Hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað um fjörutíu konur. Hann hefur neitað ásökunum og stefnt nokkrum þeirra fyrir meiðyrði. Ljósmynd sem yfirvöld í Montgomery-sýslu tóku af Bill Cosby fyrr í dag.Vísir/Getty Verði Cosby sakfelldur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Bandaríski vefmiðillinn The Huffington Post ræddi við Kevin Steele, hjá embætti saksóknara í Montgomery-sýslu, sem sagði að málið gegn Cosby hefði verið tekið til rannsóknar að nýju eftir að ný sönnunargögn komu fram á sjónarsviðið og eftir að greint var frá ásökunum fjölda annarra kvenna í fjölmiðlum. „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess,“ var haft eftir Steele. Málið hefði fyrnst innan nokkurra daga Hefði saksóknara embættið í Montgomery-sýslu ekki gefið út ákæru í dag hefði málið gegn Cosby fyrnst innan nokkurra daga. Andrea Constand var ein þeirra fyrstu sem steig fram og ásakaði Cosby um kynferðislegt ofbeldi. Það gerði hún árið 2005. Á þeim tíma neitaði embætti saksóknara í Montgomery-sýslu að rannsaka ásakanir hennar. Hún höfðaði þess í stað einkamál gegn honum og lauk því með sátt þeirra á milli utan dómstóla árið 2006. Leit á hann sem læriföður og vin Cosby og Constand þekktust í gegnum Temple-háskólann. Hún stýrði kvennadeild háskólans í körfubolta en Cosby hafði keppt fyrir hönd skólans á sínum yngri árum. Hann hafði boðið henni inn á heimili sitt í Pennsylvaníu undir þeim formerkjum að ræða feril hennar. Þess í stað á umrædd árás að hafa átt sér stað. „Fórnarlambið leit á Cosby sem læriföður og vin,“ sagði Kevin Steele við fjölmiðla í dag. Hann nefndi aldrei Constand á nafn en sagði fórnarlambið í málinu hafa hafnað Cosby tvívegis áður en hann á að hafa byrlað því ólyfjan. Cosby hefur áður neitað ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi en verjendur hans sögðu það ekki eiga við mál Constands, þar sem samkomulagið sem þau tvö náðu utan dómstóla árið 2006 kveður á um að hann megi ekki tjá sig um málið.
Bandaríkin Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Cosby stefnir fyrir meiðyrði Bill Cosby kallar konurnar tækifærissinna. 14. desember 2015 23:42 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Fleiri fréttir Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Sjá meira
Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15
Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28
Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent