Hvað segir Ólafur Ragnar á nýársdag? Ingvar Haraldsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Ólafur Ragnar Grímsson og með Ségolène Royal umhverfisráðherra Frakklands. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur sína árlegu sjónvarpsræðu á nýársdag. Búist er við því að hann tilkynni þar hvort hann hyggist bjóða sig fram í forsetakosningum næsta sumar eða láti gott heita eftir tuttugu ára setu á forsetastóli. „Það væru stór tíðindi ef hann segði ekki af eða á í ávarpinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, fyrst hann hafi ekki gefið það út við setningu Alþingis í haust. Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum gefið út að forseti skuli tilkynna um framboð sitt við setningu Alþingis eða í nýársávarpi. Fyrir síðustu forsetakosningar 2012 sagði Ólafur Ragnar í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný, þegar kosið yrði til forseta um sumarið. Í kjölfarið hófst undirskriftasöfnun, sem Guðni Ágústsson fór fyrir, þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að halda áfram sem forseti. Þann 27. febrúar afhenti Guðni Ólafi rúmlega 30 þúsund undirskriftir. Ólafur lýsti því svo yfir í tilkynningu 4. mars 2012 að hann myndi bjóða sig fram á ný í ljósi áskorana sem hann hefði fengið og skoðanakannana. Þá væri vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umrót á vettvangi þjóðmála og í flokkakerfinu sem og átök um fullveldi Íslands. Ólafur Ragnar gaf þó í skyn að hann kynni að hætta áður en kjörtímabilinu lyki yrði hann endurkjörinn. Ólafur dró síðar í land með þessar yfirlýsingar. Guðni segir það hafa tengst gagnrýni hans á Ríkisútvarpið vegna þess að Svavar Halldórsson, þáverandi fréttamaður á RÚV og eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, mótframbjóðanda Ólafs, hafi flutt fréttir af því að Ólafur Ragnar kynni að hætta á miðju kjörtímabili á meðan verið væri að kanna áhuga á framboði Þóru. Guðni segir Ólaf Ragnar hafa tekið skýrt fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að hann hefði farið með sigur af hólmi að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann hafi svo ítrekað þessa yfirlýsingu síðan þá. „En hann hefur alltaf þann fyrirvara á að það sjái enginn framtíðina fyrir og hann hljóti að taka mark á þeim sem koma að máli við hann og hvetji hann til að endurskoða hug sinn.“ Ólafur hefur þó ekki gefið endanlega út hvort hann haldi áfram. Í nýlegu viðtali við DV sagði Ólafur að það skapaði honum ákveðinn vanda hve margir hefðu skorað á hann að halda áfram. Guðni vill lítið spá í hvað Ólafur segir í nýársávarpinu þó margir telji líklegra en ekki að hann gefi ekki kost á sér á ný. „Ég hugsa nú að flestum sem hafa fylgst með orðum hans og gerðum myndi þykja líklegra en hitt að hann myndi láta gott heita en það er eins og einhver sagði nógu erfitt að spá um fortíðina þó maður fari ekki að rýna í framtíðina líka,“ segir sagnfræðingurinn.Ummæli forsetans um framtíð sína í embætti Forsetakosningar 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur sína árlegu sjónvarpsræðu á nýársdag. Búist er við því að hann tilkynni þar hvort hann hyggist bjóða sig fram í forsetakosningum næsta sumar eða láti gott heita eftir tuttugu ára setu á forsetastóli. „Það væru stór tíðindi ef hann segði ekki af eða á í ávarpinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur, fyrst hann hafi ekki gefið það út við setningu Alþingis í haust. Ólafur Ragnar hefur nokkrum sinnum gefið út að forseti skuli tilkynna um framboð sitt við setningu Alþingis eða í nýársávarpi. Fyrir síðustu forsetakosningar 2012 sagði Ólafur Ragnar í nýársávarpi sínu að hann myndi ekki bjóða sig fram á ný, þegar kosið yrði til forseta um sumarið. Í kjölfarið hófst undirskriftasöfnun, sem Guðni Ágústsson fór fyrir, þar sem skorað var á Ólaf Ragnar að halda áfram sem forseti. Þann 27. febrúar afhenti Guðni Ólafi rúmlega 30 þúsund undirskriftir. Ólafur lýsti því svo yfir í tilkynningu 4. mars 2012 að hann myndi bjóða sig fram á ný í ljósi áskorana sem hann hefði fengið og skoðanakannana. Þá væri vaxandi óvissa um stjórnskipan landsins og stöðu forseta í stjórnarskrá, umrót á vettvangi þjóðmála og í flokkakerfinu sem og átök um fullveldi Íslands. Ólafur Ragnar gaf þó í skyn að hann kynni að hætta áður en kjörtímabilinu lyki yrði hann endurkjörinn. Ólafur dró síðar í land með þessar yfirlýsingar. Guðni segir það hafa tengst gagnrýni hans á Ríkisútvarpið vegna þess að Svavar Halldórsson, þáverandi fréttamaður á RÚV og eiginmaður Þóru Arnórsdóttur, mótframbjóðanda Ólafs, hafi flutt fréttir af því að Ólafur Ragnar kynni að hætta á miðju kjörtímabili á meðan verið væri að kanna áhuga á framboði Þóru. Guðni segir Ólaf Ragnar hafa tekið skýrt fram í kosningasjónvarpi Ríkisútvarpsins þegar ljóst var að hann hefði farið með sigur af hólmi að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann hafi svo ítrekað þessa yfirlýsingu síðan þá. „En hann hefur alltaf þann fyrirvara á að það sjái enginn framtíðina fyrir og hann hljóti að taka mark á þeim sem koma að máli við hann og hvetji hann til að endurskoða hug sinn.“ Ólafur hefur þó ekki gefið endanlega út hvort hann haldi áfram. Í nýlegu viðtali við DV sagði Ólafur að það skapaði honum ákveðinn vanda hve margir hefðu skorað á hann að halda áfram. Guðni vill lítið spá í hvað Ólafur segir í nýársávarpinu þó margir telji líklegra en ekki að hann gefi ekki kost á sér á ný. „Ég hugsa nú að flestum sem hafa fylgst með orðum hans og gerðum myndi þykja líklegra en hitt að hann myndi láta gott heita en það er eins og einhver sagði nógu erfitt að spá um fortíðina þó maður fari ekki að rýna í framtíðina líka,“ segir sagnfræðingurinn.Ummæli forsetans um framtíð sína í embætti
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira