Kapítalíska klóin Sigríður Jónsdóttir skrifar 31. desember 2015 11:00 Þröstur Leó eyðir miklum tíma á leiksviðinu sem útigangsmaðurinn Pétur en sviðsframkoma hans er alltaf rafmögnuð, áferðarfalleg og áhugaverð. Mynd/Þjóðleikhúsið Leiklist ? [um það bil] eftir Jonas Hassen Khemiri Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir Leikarar: Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Oddur Júlíusson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Dýrfjörð Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson Dramatúrg: Símon Birgisson Dansatriði: Selma Björnsdóttir og Birna Björnsdóttir Þýðing: Eiríkur Örn Norðdahl Hagkerfið og hagfræðin er órjúfanlegur þáttur af mannlegri tilvist, hvort sem við viljum það eða ekki. Hver þekkir ekki þær aðstæður þegar þú átt um það bil nóg til að lifa af mánuðinn, átt um það bil nóg fyrir afborguninni af VISA-kortinu og ert um það bil búinn að safna fyrir utanlandsferðinni sem frestast stöðugt vegna fjárskorts. Um það bil en samt aldrei nóg. ? [um það bil] er einmitt titillinn á splunkunýju skandinavísku leikriti sem frumsýnt var í Kassa Þjóðleikhússins nú á dögunum. Jonas Hassen Khemiri er ungur að árum en hann er ein skærasta bókmenntastjarna Svíþjóðar. ? [um það bil] er spennandi fengur fyrir Þjóðleikhúsið en höfundurinn hikar ekki við að takast á við umfangsmikil og flókin málefni. Eiginlegur sögumaður sýningarinnar er stundakennari í hagsögu við háskólann sem stendur í stöðugri baráttu við að halda fjölskyldu sinni á fjárhagslegu floti. Stefán Hallur Stefánsson sýnir fínan leik sem hugsjónamaðurinn Máni. Hann nær sterkum tengslum við áhorfendur frá fyrstu senu og stýrir tilfinningaferðalagi Mána af styrk og einlægni. Stefán Hallur hefur sjaldan verið betri en í lokasenu sýningarinnar. Margrét, eiginkona Mána, leikin af Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur Dýrfjörð, er líka hugsjónamanneskja en á erfitt með að slíta sig frá væntingum fjáðrar fjölskyldu sinnar. Þorbjörg Helga sendur sig ágætlega en situr uppi með heldur óspennandi persónu og leikur hennar verður frekar tilbrigðalaus þegar á líður. Aftur á móti smjattar hin nýútskrifaða Katrín Halldóra Sigurðardóttir á sínu hlutverki sem hliðarsjálf Margrétar, sem og smærri hlutverkum. Kómísk tímasetning hennar er virkilega góð og vert er að fylgjast með henni í framtíðinni. Fleiri ungir leikarar koma sterkir til leiks en Oddur Júlíusson er frábær í sínum fjölmörgu hlutverkum og kemur sér rækilega á kortið. Hann leiðir áhorfendur af miklu öryggi, hefur lipra líkamsbeitingu og næman leikstíl. Ekki fer alveg eins vel fyrir Snorra Engilbertssyni í hlutverki Andrej. Þrátt fyrir fína spretti, sérstaklega þegar Andrej reynir að hemja skap sitt, verður persónan frekar einsleit. Að leika án orða er list en bæði Guðrún Gísladóttir og Þröstur Leó Gunnarsson eru sérfræðingar á því sviði. Þröstur Leó eyðir miklum tíma á leiksviðinu sem útigangsmaðurinn Pétur en sviðsframkoma hans er alltaf rafmögnuð, áferðarfalleg og áhugaverð. Mikið er gott að sjá hann aftur í leikhúsinu. Guðrún fer á flug eftir hlé í hlutverki hinnar beinskeyttu Freyju og nær alltaf að sýna nýjan vinkil á manneskju sem virðist vera óttalega hversdagsleg. Hagfræðilega brúðkaupið og súrrealísku uppbrotin eru algjörir hápunktar en samleik hópsins er stundum hrein unun á að horfa. Skiptingarnar eru snöggar og húmorinn skarpur, sérstaklega fyrir hlé. Una Þorleifsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, hefur sterk tök á heildarmyndinni, er óhrædd við taktbreytingar og tilraunir. Aftur á móti eru einræðurnar of langar, þó þær séu bútaðar niður fellur orkustig sýningarinnar alltof oft. Tónn sýningarinnar breytist töluvert eftir hlé þar sem fókusinn er frekar á persónulegar sögur en fyrsta atriði eftir hlé er virkilega átakanlegt; sorglegt og nístandi í senn. Þar leika Þröstur Leó og Oddur erfiða senu af gríðarlegri hæfni. Bæði leikmyndin og búningarnir eru hugarsmíð Evu Signýjar Berger en leikmyndin stendur algjörlega upp úr. Kassinn er ákjósanlegur fyrir tilraunastarfsemi og flísalagða tómarúmið, lýst með neonskiltum, smellpassar verkinu, þar sem leikararnir skjótast inn og út um faldar hurðir. Gísli Galdur sér um tónlistina og hún er nokkuð góð en hljóðmyndin, sem Kristinn Gauti Einarsson aðstoðar við, var ekki nægilega vel útfærð, hvorki nægilega skýr né eftirminnileg. Kapítalisminn er grimmt og miskunnarlaust kerfi þar sem fáir vinna, draumar eru mölvaðir og einstaklingar réttlæta hegðun sína með hversdagslegum þörfum. ? [um það bil] talar beint til okkar samtíma á frumlegan, fyndinn og beinskeyttan hátt. Formið er óvænt en útkoman ein af bestu sýningum þessa leikárs.Niðurstaða: Bráðskemmtileg sýning í súrrealískari kantinum með hjartað á réttum stað. Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist ? [um það bil] eftir Jonas Hassen Khemiri Leikstjóri: Una Þorleifsdóttir Leikarar: Guðrún Snæfríður Gísladóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Oddur Júlíusson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Þröstur Leó Gunnarsson og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir Dýrfjörð Leikmynd og búningar: Eva Signý Berger Lýsing: Halldór Örn Óskarsson Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðmynd: Gísli Galdur Þorgeirsson og Kristinn Gauti Einarsson Dramatúrg: Símon Birgisson Dansatriði: Selma Björnsdóttir og Birna Björnsdóttir Þýðing: Eiríkur Örn Norðdahl Hagkerfið og hagfræðin er órjúfanlegur þáttur af mannlegri tilvist, hvort sem við viljum það eða ekki. Hver þekkir ekki þær aðstæður þegar þú átt um það bil nóg til að lifa af mánuðinn, átt um það bil nóg fyrir afborguninni af VISA-kortinu og ert um það bil búinn að safna fyrir utanlandsferðinni sem frestast stöðugt vegna fjárskorts. Um það bil en samt aldrei nóg. ? [um það bil] er einmitt titillinn á splunkunýju skandinavísku leikriti sem frumsýnt var í Kassa Þjóðleikhússins nú á dögunum. Jonas Hassen Khemiri er ungur að árum en hann er ein skærasta bókmenntastjarna Svíþjóðar. ? [um það bil] er spennandi fengur fyrir Þjóðleikhúsið en höfundurinn hikar ekki við að takast á við umfangsmikil og flókin málefni. Eiginlegur sögumaður sýningarinnar er stundakennari í hagsögu við háskólann sem stendur í stöðugri baráttu við að halda fjölskyldu sinni á fjárhagslegu floti. Stefán Hallur Stefánsson sýnir fínan leik sem hugsjónamaðurinn Máni. Hann nær sterkum tengslum við áhorfendur frá fyrstu senu og stýrir tilfinningaferðalagi Mána af styrk og einlægni. Stefán Hallur hefur sjaldan verið betri en í lokasenu sýningarinnar. Margrét, eiginkona Mána, leikin af Þorbjörgu Helgu Þorgilsdóttur Dýrfjörð, er líka hugsjónamanneskja en á erfitt með að slíta sig frá væntingum fjáðrar fjölskyldu sinnar. Þorbjörg Helga sendur sig ágætlega en situr uppi með heldur óspennandi persónu og leikur hennar verður frekar tilbrigðalaus þegar á líður. Aftur á móti smjattar hin nýútskrifaða Katrín Halldóra Sigurðardóttir á sínu hlutverki sem hliðarsjálf Margrétar, sem og smærri hlutverkum. Kómísk tímasetning hennar er virkilega góð og vert er að fylgjast með henni í framtíðinni. Fleiri ungir leikarar koma sterkir til leiks en Oddur Júlíusson er frábær í sínum fjölmörgu hlutverkum og kemur sér rækilega á kortið. Hann leiðir áhorfendur af miklu öryggi, hefur lipra líkamsbeitingu og næman leikstíl. Ekki fer alveg eins vel fyrir Snorra Engilbertssyni í hlutverki Andrej. Þrátt fyrir fína spretti, sérstaklega þegar Andrej reynir að hemja skap sitt, verður persónan frekar einsleit. Að leika án orða er list en bæði Guðrún Gísladóttir og Þröstur Leó Gunnarsson eru sérfræðingar á því sviði. Þröstur Leó eyðir miklum tíma á leiksviðinu sem útigangsmaðurinn Pétur en sviðsframkoma hans er alltaf rafmögnuð, áferðarfalleg og áhugaverð. Mikið er gott að sjá hann aftur í leikhúsinu. Guðrún fer á flug eftir hlé í hlutverki hinnar beinskeyttu Freyju og nær alltaf að sýna nýjan vinkil á manneskju sem virðist vera óttalega hversdagsleg. Hagfræðilega brúðkaupið og súrrealísku uppbrotin eru algjörir hápunktar en samleik hópsins er stundum hrein unun á að horfa. Skiptingarnar eru snöggar og húmorinn skarpur, sérstaklega fyrir hlé. Una Þorleifsdóttir, leikstjóri sýningarinnar, hefur sterk tök á heildarmyndinni, er óhrædd við taktbreytingar og tilraunir. Aftur á móti eru einræðurnar of langar, þó þær séu bútaðar niður fellur orkustig sýningarinnar alltof oft. Tónn sýningarinnar breytist töluvert eftir hlé þar sem fókusinn er frekar á persónulegar sögur en fyrsta atriði eftir hlé er virkilega átakanlegt; sorglegt og nístandi í senn. Þar leika Þröstur Leó og Oddur erfiða senu af gríðarlegri hæfni. Bæði leikmyndin og búningarnir eru hugarsmíð Evu Signýjar Berger en leikmyndin stendur algjörlega upp úr. Kassinn er ákjósanlegur fyrir tilraunastarfsemi og flísalagða tómarúmið, lýst með neonskiltum, smellpassar verkinu, þar sem leikararnir skjótast inn og út um faldar hurðir. Gísli Galdur sér um tónlistina og hún er nokkuð góð en hljóðmyndin, sem Kristinn Gauti Einarsson aðstoðar við, var ekki nægilega vel útfærð, hvorki nægilega skýr né eftirminnileg. Kapítalisminn er grimmt og miskunnarlaust kerfi þar sem fáir vinna, draumar eru mölvaðir og einstaklingar réttlæta hegðun sína með hversdagslegum þörfum. ? [um það bil] talar beint til okkar samtíma á frumlegan, fyndinn og beinskeyttan hátt. Formið er óvænt en útkoman ein af bestu sýningum þessa leikárs.Niðurstaða: Bráðskemmtileg sýning í súrrealískari kantinum með hjartað á réttum stað.
Menning Mest lesið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira