„Spurning hvernig við komum í veg fyrir að sjóhúsin splundrist yfir allan bæinn“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2015 08:39 vísir/Auðbergur Gíslason Björgunarsveitarmenn á Eskifirði standa nú í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir í bænum. Þegar hafa þakplötur losnað og er drasl og rusl fjúkandi um bæinn. Áhyggjur þeirra nú snúast fyrst og fremst um gömlu sjóhúsin, sem þykja aðalsmerki bæjarins. Að minnsta kosti tvö þeirra eru ónýt. „Smábátahöfnin hérna að stórum hluta var í vandræðum áðan en það hefur tekist að koma böndum á það. Það losnuðu upp flotbryggjur þannig að bátar voru komnir í hættu. Núna höfum við mestar áhyggjur af gömlu sjóhúsunum hér í miðjum bænum og útbænum,“ segir Þórlindur Magnússon hjá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði. „Við erum að missa nokkur þeirra endanlega held ég. Það eru gamlar bryggjur þarna og tvö hús held ég sem við getum nú þegar afskrifað. Það er bara spurning hvernig við eigum að koma í veg fyrir að sjóhúsin splundrist hér yfir allan bæinn, og það eru fleiri hús illa farin.“ Veðrið er vitlaust á Austurlandi en einna verst á Eskifirði. Búist er við að það nái hámarki á milli klukkan átta og tíu í dag. „Þetta er búið að vera ansi slæmt síðustu tvo, þrjá klukkutímana. Við erum að vonast til að þetta sé að einhverju leyti að lagast. Það er að lækka sjávarhæð og vindinn hefur lægt aðeins í augnablikinu, en það er nú ekki endilega víst að það sé komið til að vera,“ segir Þórlindur. Þá segir hann engan hafa sakað í óveðrinu, enda haldi fólk sig heima við. „Fólk veit að mestu hvernig á að bregðast við svona löguðu, enda á enginn erindi út svosem.“Liðsauki sendur til Eskifjarðar Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að verið sé að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni. Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00 Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Eskifirði standa nú í ströngu við að koma í veg fyrir frekari skemmdir í bænum. Þegar hafa þakplötur losnað og er drasl og rusl fjúkandi um bæinn. Áhyggjur þeirra nú snúast fyrst og fremst um gömlu sjóhúsin, sem þykja aðalsmerki bæjarins. Að minnsta kosti tvö þeirra eru ónýt. „Smábátahöfnin hérna að stórum hluta var í vandræðum áðan en það hefur tekist að koma böndum á það. Það losnuðu upp flotbryggjur þannig að bátar voru komnir í hættu. Núna höfum við mestar áhyggjur af gömlu sjóhúsunum hér í miðjum bænum og útbænum,“ segir Þórlindur Magnússon hjá björgunarsveitinni Brimrún á Eskifirði. „Við erum að missa nokkur þeirra endanlega held ég. Það eru gamlar bryggjur þarna og tvö hús held ég sem við getum nú þegar afskrifað. Það er bara spurning hvernig við eigum að koma í veg fyrir að sjóhúsin splundrist hér yfir allan bæinn, og það eru fleiri hús illa farin.“ Veðrið er vitlaust á Austurlandi en einna verst á Eskifirði. Búist er við að það nái hámarki á milli klukkan átta og tíu í dag. „Þetta er búið að vera ansi slæmt síðustu tvo, þrjá klukkutímana. Við erum að vonast til að þetta sé að einhverju leyti að lagast. Það er að lækka sjávarhæð og vindinn hefur lægt aðeins í augnablikinu, en það er nú ekki endilega víst að það sé komið til að vera,“ segir Þórlindur. Þá segir hann engan hafa sakað í óveðrinu, enda haldi fólk sig heima við. „Fólk veit að mestu hvernig á að bregðast við svona löguðu, enda á enginn erindi út svosem.“Liðsauki sendur til Eskifjarðar Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að verið sé að senda liðsauka frá Reyðarfirði til Eskifjarðar. Annars staðar á Austfjörðum hefur ástandið ekki verið eins slæmt . Björgunarsveitin Ársól á Reyðarfirði er nú við störf í álveri Alcoa Fjarðaáls þar sem þakplötur losnuðu af skrifstofubyggingu á svæðinu. Dagmar Ýrr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi álversins segir að vel hafi gengið að hefta fokið. Fólk á vöktum í verinu mætir hvorki til vinnu né fer af vakt sinni sökum veðursins og verður athugað með vaktaskipti klukkan tíu að sögn Dagmarar. Á Fáskrúðsfirði fuku fiskkör og trampólín, þakkantur losnaði af bæ í Þistilfirði og á Vopnafirði voru niðurföll hreinsuð þar sem flæddi inn í kjallara húss. Á áttunda tug björgunarmanna hafa tekið þátt í aðgerðum næturinnar á Austurlandi eða staðið vaktina í húsi tilbúnir til að takast á við afleiðingar veðursins, að því er segir í tilkynningunni.
Tengdar fréttir Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24 Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00 Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22 Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28 Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Vitlaust veður á Austurlandi: Þök farin að fjúka og smábátahöfnin að liðast í sundur Ástandið verst á Eskifirði. 30. desember 2015 07:24
Fastur í skothúsi yfir nótt vegna krapaflóða í Jökuldal Krapaflóð féll á bæinn Aðalból í Hrafnkelsdal í gærkvöldi. Sex hús voru rýmd á Eskifirði í gær vegna hættu á krapaflóði. 29. desember 2015 07:00
Sex hús rýmd á Eskifirði Miklir vatnavextir hafa verið á Austurlandi í kvöld. Lögregla óttast flóð í Grjótá. 28. desember 2015 21:22
Lægðin að ná hámarki Lægðin sem gengur nú yfir landið er að ná hámarki og er búist við að veðrið verði verst austast á landinu á milli klukkan átta og tíu. 30. desember 2015 07:28
Unnið að því að koma farveginum í rétt horf áður en óveðrið skellur á Átján Eskfirðingar úr sex húsum sem rýmd voru í gærkvöldi vegna skriðuhættu, fengu að snúa aftur til síns heima í morgunsárið. 29. desember 2015 13:40