Móðir greindarskerta fangans: „Þetta er algert hneyksli“ Telma Tómasson skrifar 9. nóvember 2015 19:34 Hollensk móðir segir meðferð á greindarskertum syni sínum í íslensku fangelsi hneyksli. Hann hafi lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. Telma Tómasson ræddi við hana fyrir kvöldfréttir Stöðvar tvö. Hollenski maðurinn, Angelo Uijleman, var handtekinn ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi í tengslum við rannsókn á smygli á 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu.Gea vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Hann hefur setið í einangrun á Litla-Hrauni frá 29. september, sem hefur verið gagnrýnt mjög þar sem hann er greindarskertur og skilur ekki aðstæður að sögn móður hans. Hún býr í bænum Wageningen í Hollandi, og vissi vikum saman ekki hvar sonurinn var niðurkominn, hvað þá að hún næði tali af honum. Símtal var loks leyft í síðustu viku, undir eftirliti lögreglu.Grét og sagðist hafa gengið í gildru „Ég fékk að tala við hann 4. nóvember eftir að við fórum fram á það sjálf,“ segir Gea Uijleman, móðir Angelos. „Okkur fannst ekki eðlilegt að móðir fengi ekki fregnir af syni sínum í 5-6 vikur. Þetta er algert hneyksli, ég gat ekki ímyndað mér að svona gæti átt sér stað.“ Samtalið varði aðeins í örfáar mínútur.Var símtalið mjög tilfinningaþrungið?„Það var svo þrungið tilfinningu að ég hugsaði: „Hvað er að gerast?““ segir Gea. „Hann var við það að bugast. Hann grét bara og grét og sagði: „Af hverju er ég innilokaður hér, ég hef gengið í gildru. Ég er hér í algerri einangrun.““Fíkniefnin komu hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn.Veit ekki hver næstu skref verða Fjölskyldan vill ekki firra manninn ábyrgð, en móðir hans segir þó að honum sé ekki fullkomlega ljóst fyrir hvað hann sé ákærður. Hún segir Angelo afar trúgjarnan og fullyrðir að hann hafi haldið að hann væri að sendast með pakka fyrir vinnuveitanda sinn, en Angelo starfaði við sendlastörf í Hollandi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum og meintum samverkamönnum rennur út á morgun en Gea veit ekki hvað bíður hans í framhaldinu. „Ég veit ekki hver næstu skref eru,“ segir hún. „Ég bíð bara dag eftir dag því ég veit ekki hvað koma skal. Ég veit það í alvöru ekki.“ Hún vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni sínum lið, með stuðningi eða öðrum gjörðum. „Ég get auðvitað ekki náð tali af þessu fólki og ég veit ekki heldur um allt sem hefur gerst, en ég vil þó þakka öllum fyrir að hjálpa syni mínum.“ Tengdar fréttir Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Taldi að verjendurnir hefðu brotið gegn fjölmiðlabanni. 12. október 2015 14:01 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fékk að ræða við móður sína Greindarskertur hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu. 9. nóvember 2015 08:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Hollensk móðir segir meðferð á greindarskertum syni sínum í íslensku fangelsi hneyksli. Hann hafi lítið annað gert en grátið þegar hún fékk að tala við hann í nokkrar mínútur símleiðis. Telma Tómasson ræddi við hana fyrir kvöldfréttir Stöðvar tvö. Hollenski maðurinn, Angelo Uijleman, var handtekinn ásamt tveimur Íslendingum og öðrum Hollendingi í tengslum við rannsókn á smygli á 23 kílóum af sterkum fíkniefnum til landsins með Norrænu.Gea vissi vikum saman ekki hvar sonur hennar var niðurkominn. Lýst var eftir manninum á vefnum reddit.com.Hann hefur setið í einangrun á Litla-Hrauni frá 29. september, sem hefur verið gagnrýnt mjög þar sem hann er greindarskertur og skilur ekki aðstæður að sögn móður hans. Hún býr í bænum Wageningen í Hollandi, og vissi vikum saman ekki hvar sonurinn var niðurkominn, hvað þá að hún næði tali af honum. Símtal var loks leyft í síðustu viku, undir eftirliti lögreglu.Grét og sagðist hafa gengið í gildru „Ég fékk að tala við hann 4. nóvember eftir að við fórum fram á það sjálf,“ segir Gea Uijleman, móðir Angelos. „Okkur fannst ekki eðlilegt að móðir fengi ekki fregnir af syni sínum í 5-6 vikur. Þetta er algert hneyksli, ég gat ekki ímyndað mér að svona gæti átt sér stað.“ Samtalið varði aðeins í örfáar mínútur.Var símtalið mjög tilfinningaþrungið?„Það var svo þrungið tilfinningu að ég hugsaði: „Hvað er að gerast?““ segir Gea. „Hann var við það að bugast. Hann grét bara og grét og sagði: „Af hverju er ég innilokaður hér, ég hef gengið í gildru. Ég er hér í algerri einangrun.““Fíkniefnin komu hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn.Veit ekki hver næstu skref verða Fjölskyldan vill ekki firra manninn ábyrgð, en móðir hans segir þó að honum sé ekki fullkomlega ljóst fyrir hvað hann sé ákærður. Hún segir Angelo afar trúgjarnan og fullyrðir að hann hafi haldið að hann væri að sendast með pakka fyrir vinnuveitanda sinn, en Angelo starfaði við sendlastörf í Hollandi. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum og meintum samverkamönnum rennur út á morgun en Gea veit ekki hvað bíður hans í framhaldinu. „Ég veit ekki hver næstu skref eru,“ segir hún. „Ég bíð bara dag eftir dag því ég veit ekki hvað koma skal. Ég veit það í alvöru ekki.“ Hún vill þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt hafa lagt syni sínum lið, með stuðningi eða öðrum gjörðum. „Ég get auðvitað ekki náð tali af þessu fólki og ég veit ekki heldur um allt sem hefur gerst, en ég vil þó þakka öllum fyrir að hjálpa syni mínum.“
Tengdar fréttir Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Taldi að verjendurnir hefðu brotið gegn fjölmiðlabanni. 12. október 2015 14:01 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31 Fékk að ræða við móður sína Greindarskertur hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu. 9. nóvember 2015 08:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Taldi að verjendurnir hefðu brotið gegn fjölmiðlabanni. 12. október 2015 14:01
Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00
Fíkniefnin í Norrænu: Verjandanum neitað um lögreglugögn í málinu Hæstiréttur áleit það sem svo að afhending gagnanna gæti skaðað rannsóknarhagsmuni erlendra yfirvalda. 27. október 2015 10:31
Fékk að ræða við móður sína Greindarskertur hollenskur maður sem hefur verið í einangrun á Litla-Hrauni síðan 29. september hefur fengið að hafa samband við móður sína undir eftirliti lögreglu. 9. nóvember 2015 08:00