Komnir með samning hjá svartmetal-risa Guðrún Ansnes skrifar 9. nóvember 2015 09:00 Sveitin ætlar sér ekkert minna en heimsfrægð og er sannarlega skrefinu nær með slíkan bakhjarl sem franski útgefandinn er. Mynd/Hafsteinn Viðar Ársælsson Þetta er náttúrulega alveg klikkað, ég held reyndar að þetta sé ekki orðið yfirþyrmandi enn þá, en það gæti verið vegna þess að sennilega hef ég ekki áttað mig almennilega á hve stórt tækifæri þetta er,“ útskýrir Þorbjörn Steingrímsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar Zhrine sem landaði samningi við franska plöturisann Season of Mist. Auk Þorbjörns skipa þetta kolsvarta metalband þeir Nökkvi Gylfason, Ævar Örn Sigurðsson og Stefán Ari Stefánsson, sem spilað hafa saman síðan þeir voru sextán og sautján ára gamlir. „Við höfum spilað saman síðan árið 2007 og gengum þá undir nafninu Gone Postal, en skiptum um nafn í kjölfar breytingar á stefnu sveitarinnar og þar kemur Zhrine inn í jöfnuna,“ segir Þorbjörn. Aðspurður um hvernig samstarf Zhrine og franska útgáfufyrirtækisins hafi komið til segir hann að upphafið megi rekja til Eistnaflugshátíðarinnar árið 2012. „Við höfum æði oft spilað á Eistnaflugi og eigum okkur ágætis aðdáendahóp í þeirri senu. Það gerðum við enn einu sinni árið 2012 og unnum sérlega keppni sem þar var haldin. Úr varð að við fórum sem sigurvegarar til Þýskalands sama ár þar sem við tókum þátt í Wacken Metal Battle og lentum í þriðja sæti ef ég man þetta rétt,“ segir Þorbjörn. Í öllu þessu brasi kemur útsendari Season of Mist auga á drengina, sem þá voru flestir rétt að skríða í tvítugt, og úr varð að nú eru þeir komnir á samning. Zhrine er þó ekki fyrsta íslenska sveitin sem plötuútgáfan heillast af því stórsveitin Sólstafir er á mála þar líka en sveitin skrifaði undir samning við fyrirtækið árið 2011 og hefur gefið út tvær breiðskífur síðan. Af öðrum sveitum má nefna Deathspell Omega, sem Þorbjörn segir eina þá stærstu í þessari senu í heiminum í dag, svo heiðurinn sé augljóslega mikill. Auk þess að hafa stigið oft á svið Eistnaflugs hefur sveitin einnig spilað fyrir gesti Icelandic Airwaves, en gerðu þó ekki í ár. „Við höfum ekki verið mjög sýnilegir upp á síðkastið, en það er búið að vera mikið að gera hjá okkur,“ segir Þorbjörn sem viðurkennir að sannarlega verði breyting þar á. „Næsta skref okkar er að gefa út plötu í byrjun næsta árs og svo held ég að það þýði lítið annað en að stefna beinustu leið á heimsfrægð,“ útskýrir Þorbjörn og skellir upp úr. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira
Þetta er náttúrulega alveg klikkað, ég held reyndar að þetta sé ekki orðið yfirþyrmandi enn þá, en það gæti verið vegna þess að sennilega hef ég ekki áttað mig almennilega á hve stórt tækifæri þetta er,“ útskýrir Þorbjörn Steingrímsson, söngvari og gítarleikari sveitarinnar Zhrine sem landaði samningi við franska plöturisann Season of Mist. Auk Þorbjörns skipa þetta kolsvarta metalband þeir Nökkvi Gylfason, Ævar Örn Sigurðsson og Stefán Ari Stefánsson, sem spilað hafa saman síðan þeir voru sextán og sautján ára gamlir. „Við höfum spilað saman síðan árið 2007 og gengum þá undir nafninu Gone Postal, en skiptum um nafn í kjölfar breytingar á stefnu sveitarinnar og þar kemur Zhrine inn í jöfnuna,“ segir Þorbjörn. Aðspurður um hvernig samstarf Zhrine og franska útgáfufyrirtækisins hafi komið til segir hann að upphafið megi rekja til Eistnaflugshátíðarinnar árið 2012. „Við höfum æði oft spilað á Eistnaflugi og eigum okkur ágætis aðdáendahóp í þeirri senu. Það gerðum við enn einu sinni árið 2012 og unnum sérlega keppni sem þar var haldin. Úr varð að við fórum sem sigurvegarar til Þýskalands sama ár þar sem við tókum þátt í Wacken Metal Battle og lentum í þriðja sæti ef ég man þetta rétt,“ segir Þorbjörn. Í öllu þessu brasi kemur útsendari Season of Mist auga á drengina, sem þá voru flestir rétt að skríða í tvítugt, og úr varð að nú eru þeir komnir á samning. Zhrine er þó ekki fyrsta íslenska sveitin sem plötuútgáfan heillast af því stórsveitin Sólstafir er á mála þar líka en sveitin skrifaði undir samning við fyrirtækið árið 2011 og hefur gefið út tvær breiðskífur síðan. Af öðrum sveitum má nefna Deathspell Omega, sem Þorbjörn segir eina þá stærstu í þessari senu í heiminum í dag, svo heiðurinn sé augljóslega mikill. Auk þess að hafa stigið oft á svið Eistnaflugs hefur sveitin einnig spilað fyrir gesti Icelandic Airwaves, en gerðu þó ekki í ár. „Við höfum ekki verið mjög sýnilegir upp á síðkastið, en það er búið að vera mikið að gera hjá okkur,“ segir Þorbjörn sem viðurkennir að sannarlega verði breyting þar á. „Næsta skref okkar er að gefa út plötu í byrjun næsta árs og svo held ég að það þýði lítið annað en að stefna beinustu leið á heimsfrægð,“ útskýrir Þorbjörn og skellir upp úr.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Sjá meira