Tjá sig um mögulegan lækningamátt kannabisolíu: „Einfaldlega ekki byggt á neinum rökum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2015 12:12 „Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini,“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði í viðtali á Bylgjunni í morgun en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. „Það er mjög einfalt að meta þetta, ef maður skoðar þær rannsóknir sem hafa verið birtar um áhrifamátt olíunnar. Þetta er einfaldlega ekki byggt á neinum rökum og það er geysilega alvarlegt þegar menn koma fram með svona stórar yfirlýsingar,“ segir Magnús Karl. Þar vitnar hann í orð Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku. Þar talaði hann fyrir lækningamætti kannabisolíunnar og þá sérstaklega gegn krabbameini. Þá sagði hann að olía, sem hann framleiðir, hefði læknað þúsundir manna af krabbameini, liðagigt, flogaveiki, og margt annað.Gríðarlega alvarlegt „Þetta er í raun gríðarlega alvarlegt þegar maður kemur fram og segir að olía sem hann framleiðir lækni ekki bara öll krabbamein heldur einnig bara fjölmarga sjúkdóma, það er svo yfirgengilegt að maður á í raun ekki orð. Við getum bara afgreitt þennan mann sem mann sem getur ekki staðið við neitt sem hann segir.“ Magnús segir að vísindin viti það sem búið er að rannsaka. „Við getum ekki vitað neitt annað. Þetta er ekkert voðalega flókið, út á það ganga svona hlutir. Við vitum hvaða hlutir virka, því það er búið að sýna fram á það. Það eru ekki til ein einustu gögn sem sýna fram á það að kannabisolía hafi nokkur áhrif á framgang krabbameina í sjúklingum.“Þurfum gagnrýna hugsun Rick nefndi að hann hefði læknað þúsundir manna af allskyns sjúkdómum. Heimir Karlson, þáttastjórnandi, spurði því þá félaga hvort möguleiki sé á því að þetta virki fyrst svona margir telja sig hafa læknast. Þá svaraði Magnús: „Finnst þér líklegt, Heimir, að ef þúsundir manna hefðu læknast af krabbameini og fjölmiðlar í Kanada, þar sem hann býr, hefðu ekki greint frá því? Ef við beitum bara örlítið gagnrýna hugsun þá blasir það bara við að þegar þúsundir manna læknast af krabbameini, þá er það stórfrétt.“ Magnús segir að ef einn sjúklingur læknast af krabbameini með nýju efni er ritað um það í læknatímariti. Ef tíu læknast af krabbameini með nýju efni er það stórfrétt og hvað þá þúsundir. „Ég leyfi mér bara að spyrja, hvernig í ósköpunum á svona maður erindi í fjölmiðla?“ „Við erum að biðla til ykkur fjölmiðlamanna að hjálpa okkur að upplýsa fólk,“ segir Gunnar Bjarni.Getur verið skaðlegur málflutningur „Svona málflutningur getur verið skaðlegur og getur leitt til þess að fólk tekur inn lyf sem eru skaðleg, þessi lyf sem menn eru að taka framhjá kerfinu geta verið skaðleg. Þetta getur líka orðið til þess að fólk afþakkar hefðbundnar aðferðir, og deyr kannski fyrr en ella. Það eru alveg dæmi um það hér á landi og erlendis.“ Á síðasta ári fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabisolíu skapaðist töluverð umræða í kjölfarið af því.Sjá einnig: Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku. Tengdar fréttir Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54 Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45 Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27 Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10 Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30 Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini,“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði í viðtali á Bylgjunni í morgun en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. „Það er mjög einfalt að meta þetta, ef maður skoðar þær rannsóknir sem hafa verið birtar um áhrifamátt olíunnar. Þetta er einfaldlega ekki byggt á neinum rökum og það er geysilega alvarlegt þegar menn koma fram með svona stórar yfirlýsingar,“ segir Magnús Karl. Þar vitnar hann í orð Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku. Þar talaði hann fyrir lækningamætti kannabisolíunnar og þá sérstaklega gegn krabbameini. Þá sagði hann að olía, sem hann framleiðir, hefði læknað þúsundir manna af krabbameini, liðagigt, flogaveiki, og margt annað.Gríðarlega alvarlegt „Þetta er í raun gríðarlega alvarlegt þegar maður kemur fram og segir að olía sem hann framleiðir lækni ekki bara öll krabbamein heldur einnig bara fjölmarga sjúkdóma, það er svo yfirgengilegt að maður á í raun ekki orð. Við getum bara afgreitt þennan mann sem mann sem getur ekki staðið við neitt sem hann segir.“ Magnús segir að vísindin viti það sem búið er að rannsaka. „Við getum ekki vitað neitt annað. Þetta er ekkert voðalega flókið, út á það ganga svona hlutir. Við vitum hvaða hlutir virka, því það er búið að sýna fram á það. Það eru ekki til ein einustu gögn sem sýna fram á það að kannabisolía hafi nokkur áhrif á framgang krabbameina í sjúklingum.“Þurfum gagnrýna hugsun Rick nefndi að hann hefði læknað þúsundir manna af allskyns sjúkdómum. Heimir Karlson, þáttastjórnandi, spurði því þá félaga hvort möguleiki sé á því að þetta virki fyrst svona margir telja sig hafa læknast. Þá svaraði Magnús: „Finnst þér líklegt, Heimir, að ef þúsundir manna hefðu læknast af krabbameini og fjölmiðlar í Kanada, þar sem hann býr, hefðu ekki greint frá því? Ef við beitum bara örlítið gagnrýna hugsun þá blasir það bara við að þegar þúsundir manna læknast af krabbameini, þá er það stórfrétt.“ Magnús segir að ef einn sjúklingur læknast af krabbameini með nýju efni er ritað um það í læknatímariti. Ef tíu læknast af krabbameini með nýju efni er það stórfrétt og hvað þá þúsundir. „Ég leyfi mér bara að spyrja, hvernig í ósköpunum á svona maður erindi í fjölmiðla?“ „Við erum að biðla til ykkur fjölmiðlamanna að hjálpa okkur að upplýsa fólk,“ segir Gunnar Bjarni.Getur verið skaðlegur málflutningur „Svona málflutningur getur verið skaðlegur og getur leitt til þess að fólk tekur inn lyf sem eru skaðleg, þessi lyf sem menn eru að taka framhjá kerfinu geta verið skaðleg. Þetta getur líka orðið til þess að fólk afþakkar hefðbundnar aðferðir, og deyr kannski fyrr en ella. Það eru alveg dæmi um það hér á landi og erlendis.“ Á síðasta ári fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabisolíu skapaðist töluverð umræða í kjölfarið af því.Sjá einnig: Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Rick Simpson sem var gestur í þættinum Í bítið í síðustu viku.
Tengdar fréttir Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54 Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45 Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27 Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10 Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30 Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fíkniefnalögreglan ekkert haft samband við mæðginin Mikið hefur verið rætt um mögulegan lækningamátt kannabis eftir að fréttaskýringaþátturinn Brestir fjallaði um málið í síðustu viku. 17. nóvember 2014 10:54
Búa til ólöglega kannabisolíu í lækningaskyni Í næsta þætti Bresta kynnumst við ungum manni sem hefur á síðustu árum aðstoðað um 20 sjúklinga við að búa til olíu úr kannabisplöntunni. 7. nóvember 2014 12:45
Heilaskurðlæknir um áhrif kannabisolíu: „Það er sama hvaðan gott kemur“ Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Brestir um mögulegan lækningamátt kannabis við krabbameini. 11. nóvember 2014 13:27
Sannfærður um að kannabis hafi lækningamátt Ásgeir Daði Rúnarsson bjó sér til lyf úr kannabisplöntunni í kjölfar þess að hann greindist með krabbamein í hálsi. 10. nóvember 2014 21:10
Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30
Brýtur lög til að hjálpa syni sínum Kafað verður ofan í deiluna um kannabis í lækningaskyni í fjórða þætti Bresta sem sýndur verður á mánudagskvöld. 9. nóvember 2014 13:46