Lífið

Óskarinn 2015: Heiðrum þá bestu og hvítustu

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Neil Patrick Harris
Neil Patrick Harris Vísir/getty
„Í kvöld heiðrum við þá bestu og hvítustu í Hollywood,“ sagði Neil Patrick Harris meðal annars í upphafi opnunaratriðis Óskarsverðlaunanna 2015. Með þessum orðum gagnrýndi þar með akademíuna sem ætlaði víst að sniðganga myndina Selma sem fjallar um ævi Martin Luther King.

Út frá þessu varð til kassamerkingin #Oscarssowhite á twitter.

Opnunaratriðið var samsett úr tilvitnunum og myndum úr ýmsum frægum kvikmyndum og var í söngleikjastíl. Með honum í atriðinu voru þau Anna Kendrick í hlutverki Öskubusku og Jack Black.

Neil Patrick Harris og Anna KendrickVísir/getty
Harris hjálpaði Kendrick að finna gullskóinn sinn, sem var frá Jimmy Choo.

Sviðið var glæsilegtVísir/getty

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.