Lífið

Tólf verðlaun Vonarstrætis er nýtt Eddumet

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þorsteinn Bachmann, Hera Hilmarsdóttir og Baldvin Z.
Þorsteinn Bachmann, Hera Hilmarsdóttir og Baldvin Z. vísir/andri marinó
Vonarstræti, kvikmynd Baldins Z, var ótvíræður sigurvegari Edduverðlaunahátíðarinnar sem fór fram á laugardaginn. Myndin hlaut alls tólf verðlaun sem er það mesta sem nokkur kvikmynd hefur hlotið á einni hátíð.

Áður hafði Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, átt metið yfir flest verðlaun á einni hátíð en hún hlaut ellefu verðlaun árið 2013. Næst á eftir þeim koma Málmhausinn hans Ragnars Bragasonar og Hafið, eftir Baltasar Kormák, en báðar myndir fengu alls átta Eddur. Myndin var valin besta myndin, Baldvin hlaut verðlaun fyrir leikstjórn og deildi verðlaunum fyrir handrit með Birgi Erni Steinarssyni.

Þorsteinn Bachmann og Hera Hilmarsdóttir fengu verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverkum og verðlaun fyrir gervi, leikmynd, hljóð, búninga, klippingu og kvikmyndatöku féllu einnig í skaut Vonarstrætis.

Af öðrum verðlaunum kvöldsins má nefna að Helgi Björnsson var valinn leikari ársins í aukahlutverki og Nína Dögg Filippusdóttir leikkona ársins í sama flokki. Brynja Þorgeirsdóttir var sjónvarpsmaður ársins og Orðbragð skemmtiþáttur ársins. Hæpið var verðlaunað í flokknum lífsstílsþáttur ársins.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.