Þörf á sjö blindrahundum Linda Blöndal skrifar 17. apríl 2015 19:39 Þörf er á um sjö hundum til viðbótar og eru sex blindir eða sjónskertra einstaklingar á biðlista, sem sumir hafa beðið í áravís. Rauða fjöður Lionsmanna verður um helgina seld til að safna í sjóð til kaupa á fleiri leiðsöguhundum. Sérstakir Hver hundur getur kostað allt að tíu milljónir króna og unnið í allt að tíu ár svo þeim eldri þarf að skipta út fyrir yngri með reglulega árabili. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við tveggja og hálf árs aldur en þeir eru langoftast keypti frá Norðurlöndunum og fara í gegnum mikla þjálfun. Hunda þarf fyrir unga sem eldriBergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins sagði í fréttum stöðvar tvö í kvöld að árið 2007 hafi fimm hundar komið til landsins og nú eiga þeir svo sem ekki mikið eftir því að líftími svona hunda er átta til tíu ár. „Þannig að það er brýn þörf á að fá nýja hunda til landsins, bæði fyrir nýja notendur og ekki síður þá sem hafa haft leiðsöguhunda síðustu árin", sagir Bergvin. Samhæfa hund og mannBlindrafélagið keypti tvo nýja hunda í lok síðasta árs. „Þeir eru bara nýkomnir úr einangrun og eru nú að fara í samþjálfun með hundaþjálfara til að samhæfa hund og mann", segir Bergvin. Eru enn að kynnastHalldór Sævar Guðbergsson eigandi leiðsöguhunds segir hann hafa forðað sér frá slysum og vera mikinn félaga. Halldór Sævar hefur haft hundinn Bono frá því í byrjun árs. Halldór er alveg blindur og skynjar ekki ljós. Hann og Bono er góðir mátar en eru enn að læra hvor á annan. „Bono hefur breytt ansi miklu fyrir mig. Hann eykur sjálfstæði mitt og lífsgæði. Hann er mikill félagi, mikill karakteur og hjálpar mér auðvitað að komast um í daglega lífinu", sagði Halldór í kvöld og ennfremur að hann finni til öryggis að hafa hann. Ákveðnar reglur eiga við í umgengni við leiðsöguhund og vinnuskyldan alveg skýr. „Þegar hann er með beislið aftan á sér þá er það vinnubeislið hans og það má segja að hann sé allt öðruvísi hundur þegar hann er ekki í beisli. Þá er hann meira eins og heimilishundur sem vill leika sér og slappa af", segir Halldór. Bono bjargarBono hefur bjargað Halldór frá stórum óhöppum og jafnvel slysum. „Til dæmis þegar ég var að labba í vinnuna um daginn að þá var búið að grafa skurð á leiðinni á gangstétt. Hann stoppaði við það og þá fann ég með stafnum hvað var framundan svo við beygðum framhjá. Mörg svona dæmi eru að koma upp hjá mér núna". Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir keypti fyrstu fjöðrina í dag en Lionsmenn verða líkt og undanfarna fjóra áratugi víða um land um helgina að selja fjöðrina, með söfnunarbauka en einnig verður símsöfnun og eru númerin birt á heimasíðunni www.lions.is Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þörf er á um sjö hundum til viðbótar og eru sex blindir eða sjónskertra einstaklingar á biðlista, sem sumir hafa beðið í áravís. Rauða fjöður Lionsmanna verður um helgina seld til að safna í sjóð til kaupa á fleiri leiðsöguhundum. Sérstakir Hver hundur getur kostað allt að tíu milljónir króna og unnið í allt að tíu ár svo þeim eldri þarf að skipta út fyrir yngri með reglulega árabili. Hundarnir eru sérvaldir með hliðsjón af eiginleikum þeirra og eru tilbúnir til starfa við tveggja og hálf árs aldur en þeir eru langoftast keypti frá Norðurlöndunum og fara í gegnum mikla þjálfun. Hunda þarf fyrir unga sem eldriBergvin Oddsson, formaður Blindrafélagsins sagði í fréttum stöðvar tvö í kvöld að árið 2007 hafi fimm hundar komið til landsins og nú eiga þeir svo sem ekki mikið eftir því að líftími svona hunda er átta til tíu ár. „Þannig að það er brýn þörf á að fá nýja hunda til landsins, bæði fyrir nýja notendur og ekki síður þá sem hafa haft leiðsöguhunda síðustu árin", sagir Bergvin. Samhæfa hund og mannBlindrafélagið keypti tvo nýja hunda í lok síðasta árs. „Þeir eru bara nýkomnir úr einangrun og eru nú að fara í samþjálfun með hundaþjálfara til að samhæfa hund og mann", segir Bergvin. Eru enn að kynnastHalldór Sævar Guðbergsson eigandi leiðsöguhunds segir hann hafa forðað sér frá slysum og vera mikinn félaga. Halldór Sævar hefur haft hundinn Bono frá því í byrjun árs. Halldór er alveg blindur og skynjar ekki ljós. Hann og Bono er góðir mátar en eru enn að læra hvor á annan. „Bono hefur breytt ansi miklu fyrir mig. Hann eykur sjálfstæði mitt og lífsgæði. Hann er mikill félagi, mikill karakteur og hjálpar mér auðvitað að komast um í daglega lífinu", sagði Halldór í kvöld og ennfremur að hann finni til öryggis að hafa hann. Ákveðnar reglur eiga við í umgengni við leiðsöguhund og vinnuskyldan alveg skýr. „Þegar hann er með beislið aftan á sér þá er það vinnubeislið hans og það má segja að hann sé allt öðruvísi hundur þegar hann er ekki í beisli. Þá er hann meira eins og heimilishundur sem vill leika sér og slappa af", segir Halldór. Bono bjargarBono hefur bjargað Halldór frá stórum óhöppum og jafnvel slysum. „Til dæmis þegar ég var að labba í vinnuna um daginn að þá var búið að grafa skurð á leiðinni á gangstétt. Hann stoppaði við það og þá fann ég með stafnum hvað var framundan svo við beygðum framhjá. Mörg svona dæmi eru að koma upp hjá mér núna". Velferðarráðherra Eygló Harðardóttir keypti fyrstu fjöðrina í dag en Lionsmenn verða líkt og undanfarna fjóra áratugi víða um land um helgina að selja fjöðrina, með söfnunarbauka en einnig verður símsöfnun og eru númerin birt á heimasíðunni www.lions.is
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira