Ríkisstjórnin samþykkir aukin framlög vegna Holuhrauns Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2015 14:42 Eldgosinu lauk 27.febrúar síðastliðinn. Vísir/Valli Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þeim stofnunum sem unnið hafa að vöktun, viðbúnaði og mælingum vegna Holuhrauns og eldsumbrotanna norðan Vatnajökuls aukin fjárframlög að upphæð 448,7 milljónir króna árið 2015. Er það gert á grundvelli tillögu samráðshóps ráðuneytisstjóra. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ríkisstjórnin hafi einnig heimilað nýtingu á ónýttum fjárheimildum frá árinu 2014 að fjárhæð 100,8 milljónir króna. „Samantekið að meðtaldri þessari ákvörðun hefur ríkisstjórnin samþykkt viðbótar fjárframlög til stofnana sem nemur 1.136 m.kr. frá því eldsumbrot hófust á síðasta ári fram til septemberloka á þessu ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segor það starf sem eftirlits- og viðbragðsaðilar hafi unnið til þessa hafi verið sérlega farsælt.„Þó að mesta hættan virðist liðin hjá er nauðsynlegt að standa vaktina áfram og tryggja fyllsta öryggi á svæðinu sérstaklega yfir ferðamannatímann. Einnig er mikilvægt að efla það vísindastarf sem náttúruhamfarir sem þessar kalla á.“ „Á ríkisstjórnarfundi þann 10. september 2014 samþykkti ríkisstjórnin að skipa samráðshóp ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruvá, undir forystu forsætisráðuneytisins, og var honum falið að yfirfara fjárþörf og kostnað vegna hamfaranna og hafa yfirsýn yfir viðbrögð, aðgerðir og samhæfingu. Hópurinn hefur fundað reglulega og lagt mat á viðbótarfjárheimildir til stofnana sem koma helst að málum. Byggt á tillögum hópsins samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum þann 4. nóvember 2014 að veita samtals 687 m. kr. af óráðstöfuðum fjárheimildum til þessara verkefna vegna áætlaðs kostnaðar stofnana umfram fjárheimildir þeirra út árið 2014. Þó að eldgosinu í Holuhrauni sé nú lokið telur hópurinn þörf á að halda hluta af sértækum aðgerðum vegna umbrotanna áfram og vöktun og eftirliti umfram það sem telst hluti af daglegum rekstri og verkefnum stofnana. Þá er mikilvægt að mælingum verðisinnt áfram og að frekari hreyfingar á svæðinu verði vaktaðarmeð tilliti til hugsanlegra frekari hamfara. Vegna óvissu um framvindu telja vísindamenn og viðbragðsaðilar nauðsynlegt að halda úti slíkri vöktun og auknu eftirliti t.d. vegna ferðamanna á svæðinu, auk öflun upplýsinga og gerð rannókna á náttúrufar, vatnasvæði, lífríki og heilsufar þannig að hægt verði að grípa til aðgerða til að draga úr áhrifum,“ segir í tilkynningunni. Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita þeim stofnunum sem unnið hafa að vöktun, viðbúnaði og mælingum vegna Holuhrauns og eldsumbrotanna norðan Vatnajökuls aukin fjárframlög að upphæð 448,7 milljónir króna árið 2015. Er það gert á grundvelli tillögu samráðshóps ráðuneytisstjóra. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ríkisstjórnin hafi einnig heimilað nýtingu á ónýttum fjárheimildum frá árinu 2014 að fjárhæð 100,8 milljónir króna. „Samantekið að meðtaldri þessari ákvörðun hefur ríkisstjórnin samþykkt viðbótar fjárframlög til stofnana sem nemur 1.136 m.kr. frá því eldsumbrot hófust á síðasta ári fram til septemberloka á þessu ári.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segor það starf sem eftirlits- og viðbragðsaðilar hafi unnið til þessa hafi verið sérlega farsælt.„Þó að mesta hættan virðist liðin hjá er nauðsynlegt að standa vaktina áfram og tryggja fyllsta öryggi á svæðinu sérstaklega yfir ferðamannatímann. Einnig er mikilvægt að efla það vísindastarf sem náttúruhamfarir sem þessar kalla á.“ „Á ríkisstjórnarfundi þann 10. september 2014 samþykkti ríkisstjórnin að skipa samráðshóp ráðuneytisstjóra um viðbrögð við náttúruvá, undir forystu forsætisráðuneytisins, og var honum falið að yfirfara fjárþörf og kostnað vegna hamfaranna og hafa yfirsýn yfir viðbrögð, aðgerðir og samhæfingu. Hópurinn hefur fundað reglulega og lagt mat á viðbótarfjárheimildir til stofnana sem koma helst að málum. Byggt á tillögum hópsins samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum þann 4. nóvember 2014 að veita samtals 687 m. kr. af óráðstöfuðum fjárheimildum til þessara verkefna vegna áætlaðs kostnaðar stofnana umfram fjárheimildir þeirra út árið 2014. Þó að eldgosinu í Holuhrauni sé nú lokið telur hópurinn þörf á að halda hluta af sértækum aðgerðum vegna umbrotanna áfram og vöktun og eftirliti umfram það sem telst hluti af daglegum rekstri og verkefnum stofnana. Þá er mikilvægt að mælingum verðisinnt áfram og að frekari hreyfingar á svæðinu verði vaktaðarmeð tilliti til hugsanlegra frekari hamfara. Vegna óvissu um framvindu telja vísindamenn og viðbragðsaðilar nauðsynlegt að halda úti slíkri vöktun og auknu eftirliti t.d. vegna ferðamanna á svæðinu, auk öflun upplýsinga og gerð rannókna á náttúrufar, vatnasvæði, lífríki og heilsufar þannig að hægt verði að grípa til aðgerða til að draga úr áhrifum,“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Innlent Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Innlent Fleiri fréttir „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Sjá meira