Lífið

Svamla í bjórglasi á Secret Solstice

Gestum tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice mun bjóðast að svamla í fjögurra metra háu bjórglasi meðan á hátíðinni stendur. Um er að ræða heitan pott sem verður í formi Víking bjórs þar sem froðan í pottinum mun minna á froðu í bjórglasi, er fram kemur í tilkynningu.

Vífilfell stendur fyrir smíðinni og gefst gestum fær á að bóka heita pottinn en hann hefur útsýni yfir aðalsviðið.

Í samtali við fréttastofu segir Ósk Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi hátíðarinnar, að mikil hugmyndavinna hafi farið í vinnslu glassins og telur hún ólíklegt að tónlistarunnendum hafi áður boðist að svamla í heitum potti á miðri tónlistarhátíð.

„Þeir sem gætu hugsað sér slíkan munað þurfa þó að hafa hraðar hendur þar sem búist er við því að uppselt verði á hátíðina fyrir helgina,” segir Ósk vígreif.

Myndir af smíðinni má nálgast hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×