Fótbolti

Eftirmaður Viðars hjá Vålerenga kemur frá Jamaíka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Deshorn Brown.
Deshorn Brown. Vísir/Getty
Jamaíkamaðurinn Deshorn Brown fær verðugt verkefni hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Vålerenga í sumar. Hann þarf að fara í skóna hans Viðars Arnar Kjartanssonar, markakóngs norsku deildarinnar í fyrra.

Kínverska félagið Jiangsu keypti Viðar Örn fyrir tuttugu milljónir norskra króna í janúar en Viðar skoraði 25 mörk fyrir Vålerenga tímabilið 2014. Vålerenga keypti í gær Deshorn Brown frá badanríska félaginu Colorado Rapids     

Deshorn Brown er 24 ára gamall framherji sem fæddur í Manchester á Jamaíka. Hann hefur spilað í MLS-deildinni frá 2013 ár sem hann skoraði 20 mörk í 62 leikjum fyrir Rapids.

„Hann á eftir að vera langfljótasti leikmaðurinn í norsku deildinni," sagði Kjetil Rekdal, þjálfari Vålerenga, við Dagbladet.

„Hann skoraði 10 mörk í 30 leikjum fyrir botnliðið og án hjálpar. Hann hefur hæfileika fyrir framan markið en þarf vissulega tíma til að kynnast, nýju liði, nýrri deild og nýjum samspilurum," sagði Kjetil Rekdal.

Deshorn Brown er landsliðsmaður Jamaíku og hefur skorað 2 mörk í 7 A-landsleikjum en þau komu bæði í mars 2014.

Vålerenga er enn að leita að norskum framherja sem á að hjálpa Deshorn Brown í að fylla í skarðið hans Viðars en Rekdal viðurkennir að það gæti orðið erfiðara og dýrara en að fá Brown.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×