NBA: Popovich hraunaði yfir Spurs-liðið eftir tap fyrir New York | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2015 07:30 Tim Duncan sækir á Lou Amundson í nótt. Vísir/Getty Óvænt úrslit urðu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New York Knicks vann meistara San Antonio Spurs og Gregg Popovich, þjálfari Spurs, lét sína menn heyra það í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn.Nýliðinn Langston Galloway var með 22 sitg og Rússinn Alexey Shved skoraði 21 stig þegar New York Knicks vann 104-100 sigur á San Antonio Spurs í framlengingu. Spurs-liðið skoraði bara eina körfu í framlengingunni. Lou Amundson var með 12 stig og 17 fráköst á móti Tim Duncan. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir San Antonio og þar á meðal einu körfu liðsins í framlengingunni. Tim Duncan var með 17 stig og 8 fráköst og Kawhi Leonard skoraði 13 stig. „Þeir spiluðu betri liðsbolta en við. Við bárum ekki virðingu fyrir leiknum. Við bárum ekki virðingu fyrir fyrir mótherjanum. Þetta var sorgleg frammistaða. Ég vona að allir leikmenn í mínu liði skammi sín ekki af því að þeir töpuðu leiknum heldur vegna þess hvernig þeir spiluðu," sagði Gregg Popovich eftir leikinn.J.J. Redick skoraði 23 stig og Chris Paul var með 20 stig og 8 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 99-92 sigur á Charlotte Hornets. Clippers-liðið var næstum því búið að missa niður 22 stiga forystu í lokin. Blake Griffin skoraði 19 stig og tók 11 fráköst fyrir Clippers-liðið sem hafði tapað tveimur leikjum í röð á móti Dallas og Houston.Anthony Davis var með 20 stig og 12 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 85-84 heimasigur á Milwaukee Bucks.Davis kom Pelíkönunum í 85-82 þegar 1:07 mínúta var eftir af leiknum og sú forysta dugði liðinu. Quincy Pondexter skoraði 18 stig fyrir New Orleans og Omer Asik var með 16 stig og 11 fráköst.Donatas Motiejunas skorðai 23 stig fyrir Houston Rockets í 107-94 heimasigri á Orlando Magic en Houston skoraði þrettán stig í röð í fjórða leikhlutanum. Jason Harden hitti úr aðeins 4 af 14 skotum sínum en endaði með 17 stig. Victor Oladipo var með 29 stig fyrir Orlando-liðið.Reggie Jackson var með frábæra tröllatvennu, 23 stig og 20 stoðsendingar, þegar Detroit Pistons endaði tíu leikja taphrinu með 105-95 endurkomusigri á Memphis Grizzlies. Grizzlies-liðið var fimmtán stigum yfir í hálfleik en Jackson var með 11 stig og 13 stoðsendingar í seinni hálfleiknum sem Detroit vann með 25 stigum. Jeff Green skoraði mest fyrir Memphis eða 21 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 105-95 NY Knicks - San Antonio Spurs 104-100 (framlenging) Houston Rockets - Orlando Magic 107-94 New Orleans Pelicans - Milwaukee Bucks 85-84 LA Clippers - Charlotte Hornets 99-92Staðan í NBA-deildinni NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Óvænt úrslit urðu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar New York Knicks vann meistara San Antonio Spurs og Gregg Popovich, þjálfari Spurs, lét sína menn heyra það í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn.Nýliðinn Langston Galloway var með 22 sitg og Rússinn Alexey Shved skoraði 21 stig þegar New York Knicks vann 104-100 sigur á San Antonio Spurs í framlengingu. Spurs-liðið skoraði bara eina körfu í framlengingunni. Lou Amundson var með 12 stig og 17 fráköst á móti Tim Duncan. Tony Parker skoraði 21 stig fyrir San Antonio og þar á meðal einu körfu liðsins í framlengingunni. Tim Duncan var með 17 stig og 8 fráköst og Kawhi Leonard skoraði 13 stig. „Þeir spiluðu betri liðsbolta en við. Við bárum ekki virðingu fyrir leiknum. Við bárum ekki virðingu fyrir fyrir mótherjanum. Þetta var sorgleg frammistaða. Ég vona að allir leikmenn í mínu liði skammi sín ekki af því að þeir töpuðu leiknum heldur vegna þess hvernig þeir spiluðu," sagði Gregg Popovich eftir leikinn.J.J. Redick skoraði 23 stig og Chris Paul var með 20 stig og 8 stoðsendingar þegar Los Angeles Clippers vann 99-92 sigur á Charlotte Hornets. Clippers-liðið var næstum því búið að missa niður 22 stiga forystu í lokin. Blake Griffin skoraði 19 stig og tók 11 fráköst fyrir Clippers-liðið sem hafði tapað tveimur leikjum í röð á móti Dallas og Houston.Anthony Davis var með 20 stig og 12 fráköst þegar New Orleans Pelicans vann 85-84 heimasigur á Milwaukee Bucks.Davis kom Pelíkönunum í 85-82 þegar 1:07 mínúta var eftir af leiknum og sú forysta dugði liðinu. Quincy Pondexter skoraði 18 stig fyrir New Orleans og Omer Asik var með 16 stig og 11 fráköst.Donatas Motiejunas skorðai 23 stig fyrir Houston Rockets í 107-94 heimasigri á Orlando Magic en Houston skoraði þrettán stig í röð í fjórða leikhlutanum. Jason Harden hitti úr aðeins 4 af 14 skotum sínum en endaði með 17 stig. Victor Oladipo var með 29 stig fyrir Orlando-liðið.Reggie Jackson var með frábæra tröllatvennu, 23 stig og 20 stoðsendingar, þegar Detroit Pistons endaði tíu leikja taphrinu með 105-95 endurkomusigri á Memphis Grizzlies. Grizzlies-liðið var fimmtán stigum yfir í hálfleik en Jackson var með 11 stig og 13 stoðsendingar í seinni hálfleiknum sem Detroit vann með 25 stigum. Jeff Green skoraði mest fyrir Memphis eða 21 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Detroit Pistons - Memphis Grizzlies 105-95 NY Knicks - San Antonio Spurs 104-100 (framlenging) Houston Rockets - Orlando Magic 107-94 New Orleans Pelicans - Milwaukee Bucks 85-84 LA Clippers - Charlotte Hornets 99-92Staðan í NBA-deildinni
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira