Konur stoppuðu ekki bara í sokka Jónas Sen skrifar 18. mars 2015 11:30 Tónlistarhópurinn Nordic Affect er gersemi í íslensku tónlistarlífi. Nordic Affect flutti tónlist frá fyrri hluta 18. aldar í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 15. mars. Ef ég hef ekki minnst á það áður þá segi ég það núna: Tónlistarhópurinn Nordic Affect er gersemi í íslensku tónlistarlífi. Tónleikar hópsins eru meira en bara tónleikar. Nordic Affect samanstendur af þeim Höllu Steinunni Stefánsdóttur fiðluleikara, Georgiu Browne flautuleikara, Hönnu Loftsdóttur sellóleikara, Guðrúnu Hrund Harðardóttur víóluleikara og Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara. Stundum bætast gestir við, eins og á tónleikunum í Salnum í Kópavogi á sunnudag. Þar lék Tuomo Suni á fiðlu með hópnum. Nordic Affect flytur yfirleitt barokktónlist. Það í sjálfu sér er ekkert merkilegt; það sem gerir tónleika hópsins svona safaríka er hve óvanalega mikil rannsóknarvinna liggur að baki efnisskránni hverju sinni. Tónleikarnir núna voru helgaðir því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Hópurinn fór því í rannsóknarleiðangur og ákvað að leita fanga í British Museum. Þar er gríðarlega mikið tónlistarefni að finna. Að þessu sinni voru könnuð skjöl frá fyrri hluta 18. aldar þar sem konur komu við sögu. Oft hefur verið látið að því liggja að konur hafi yfirleitt ekki samið tónlist fyrr en á öldinni sem leið, nema í undantekningartilvikum. Og í leiðinni að þær hafi ekki gert neitt nema að sinna börnum og stoppa í sokka. En konur voru ekki alltaf fórnarlömb, þær voru býsna atkvæðamiklar á tónlistarsviðinu. Á tónleikunum voru leikin verk eftir tvær konur, Elisabeth Jacquet de la Guerre og Önnu Amaliu, prinsessu af Prússlandi. Hinar tónsmíðarnar á efnisskránni voru reyndar eftir karla. En þær voru samt gefnar út af forlögum sem konur ýmist áttu eða þá að þær unnu við að prenta nóturnar. Öll tónlistin var falleg. Salurinn í Kópavogi hentar þó ekkert sérstaklega vel fyrir strengjatónlist, til þess er endurómunin of þurr. Best færi á að svona dagskrá, sem byggist á rannsóknarvinnu, væri flutt í bergmálandi listasafni. Það myndi auka á nostalgísku stemninguna. Flutningurinn var allur í fremstu röð. Samspilið var hárnákvæmt, einstaka raddir fagurlega mótaðar. Talsvert mæddi á flautuleikaranum Georgiu Browne, sem skilaði sínu hlutverki af nákvæmni og sannfærandi tilfinningakrafti. Fiðluleikur Höllu Steinunnar og Tuomo Suni var líka áferðarfagur. Hinir hljóðfæraleikararnir voru sömuleiðis með allt sitt á hreinu. Þetta voru skemmtilegir tónleikar og einstaklega upplýsandi. En þeir hefðu getað verið enn þá skemmtilegri ef Halla Steinunn hefði sagt frá verkunum eins og hún hefur oft gert áður. Hún segir svo vel frá. Í staðinn varð maður að fá fróðleikinn með því að rýna í tónleikaskrána. Það var ekki líkt því eins mikið fjör. Niðurstaða: Stórgóðir tónleikar þar sem varpað var ljósi á þátt kvenna í tónlist á fyrri hluta 18. aldar. Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Nordic Affect flutti tónlist frá fyrri hluta 18. aldar í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 15. mars. Ef ég hef ekki minnst á það áður þá segi ég það núna: Tónlistarhópurinn Nordic Affect er gersemi í íslensku tónlistarlífi. Tónleikar hópsins eru meira en bara tónleikar. Nordic Affect samanstendur af þeim Höllu Steinunni Stefánsdóttur fiðluleikara, Georgiu Browne flautuleikara, Hönnu Loftsdóttur sellóleikara, Guðrúnu Hrund Harðardóttur víóluleikara og Guðrúnu Óskarsdóttur semballeikara. Stundum bætast gestir við, eins og á tónleikunum í Salnum í Kópavogi á sunnudag. Þar lék Tuomo Suni á fiðlu með hópnum. Nordic Affect flytur yfirleitt barokktónlist. Það í sjálfu sér er ekkert merkilegt; það sem gerir tónleika hópsins svona safaríka er hve óvanalega mikil rannsóknarvinna liggur að baki efnisskránni hverju sinni. Tónleikarnir núna voru helgaðir því að 100 ár eru liðin frá því að konur á Íslandi fengu kosningarétt. Hópurinn fór því í rannsóknarleiðangur og ákvað að leita fanga í British Museum. Þar er gríðarlega mikið tónlistarefni að finna. Að þessu sinni voru könnuð skjöl frá fyrri hluta 18. aldar þar sem konur komu við sögu. Oft hefur verið látið að því liggja að konur hafi yfirleitt ekki samið tónlist fyrr en á öldinni sem leið, nema í undantekningartilvikum. Og í leiðinni að þær hafi ekki gert neitt nema að sinna börnum og stoppa í sokka. En konur voru ekki alltaf fórnarlömb, þær voru býsna atkvæðamiklar á tónlistarsviðinu. Á tónleikunum voru leikin verk eftir tvær konur, Elisabeth Jacquet de la Guerre og Önnu Amaliu, prinsessu af Prússlandi. Hinar tónsmíðarnar á efnisskránni voru reyndar eftir karla. En þær voru samt gefnar út af forlögum sem konur ýmist áttu eða þá að þær unnu við að prenta nóturnar. Öll tónlistin var falleg. Salurinn í Kópavogi hentar þó ekkert sérstaklega vel fyrir strengjatónlist, til þess er endurómunin of þurr. Best færi á að svona dagskrá, sem byggist á rannsóknarvinnu, væri flutt í bergmálandi listasafni. Það myndi auka á nostalgísku stemninguna. Flutningurinn var allur í fremstu röð. Samspilið var hárnákvæmt, einstaka raddir fagurlega mótaðar. Talsvert mæddi á flautuleikaranum Georgiu Browne, sem skilaði sínu hlutverki af nákvæmni og sannfærandi tilfinningakrafti. Fiðluleikur Höllu Steinunnar og Tuomo Suni var líka áferðarfagur. Hinir hljóðfæraleikararnir voru sömuleiðis með allt sitt á hreinu. Þetta voru skemmtilegir tónleikar og einstaklega upplýsandi. En þeir hefðu getað verið enn þá skemmtilegri ef Halla Steinunn hefði sagt frá verkunum eins og hún hefur oft gert áður. Hún segir svo vel frá. Í staðinn varð maður að fá fróðleikinn með því að rýna í tónleikaskrána. Það var ekki líkt því eins mikið fjör. Niðurstaða: Stórgóðir tónleikar þar sem varpað var ljósi á þátt kvenna í tónlist á fyrri hluta 18. aldar.
Gagnrýni Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira