Starfstengt lúxusvandamál að ferðast um jarðkringluna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. mars 2015 08:30 Ben Frost er fullur tilhlökkunar að fá að spila á Íslandi eftir langan túr um heiminn. mynd/börkur Sigþórsson „Ég hlakka rosalega til að spila heima,“ segir tónlistarmaðurinn Ben Frost en hann leikur á tónleikum á Húrra í kvöld. Hann lék síðast á tónleikum hérlendis á All Tomorrow‘s Parties hátíðinni í fyrra. Ben fæddist í Ástralíu og er frá Melbourne. Hann fluttist hingað til lands fyrir rúmum áratug og hefur búið hér síðan. Nú er hann íslenskur ríkisborgari. Í maí í fyrra gaf Ben út plötuna A U R O R A sem fékk frábæra dóma. Til að fylgja plötunni eftir fór hann í tónleikaferðalag um heiminn. Það stóð í fjóra mánuði og á þeim tíma spilaði hann alls sjötíu sinnum. „Ég hlusta ekki á gagnrýnisraddir, hvorki góðar né slæmar,“ segir Ben. „Fólk í kringum mig hafði talað um þetta en ég læt þetta alveg fara fram hjá mér. Ég einbeiti mér bara að því að gera tónlist sem mér finnst góð.“ A U R O R A kom út í fyrra og var tekið vel um heim allan. Tónlistarfréttamiðlarnir Pitchfork, Spin!, Sputnikmusik og Clash settu plötuna til að mynda öll á lista sína yfir bestur plötur ársins. „Þetta er búið að vera mikið flakk. Í einni vikunni byrjaði ég á að spila í Tókýó og þaðan fór ég til Lisabon. Frá Lisabon fór ég til Mexíkóborgar og endaði vikuna í London,“ segir Ben. „Það er nánast hætt að skipta máli hve langt þú flýgur, kostnaðurinn er alltaf svipaður. Túrinn var því ekki skipulagður með landfræðilega legu í huga.“Ben á Mona Foma í Ástralíu í fyrra.mynd/jesse hunnifordLíkt og áður segir fara tónleikarnir í kvöld fram á Húrra og hefjast þeir klukkan níu. Stemningin þar er oftar en ekki rafmögnuð. Ben ætlar sér að bæta örlitlu við hljóðkerfið svo tónlist hans skili sér sem best til áhorfenda. „Ég verð einn á sviðinu. Oft hef ég verið með hljómsveit með mér en ég ákvað að vera einn á þessum tónleikum,“ segir hann. „Þegar ég er einn hef ég meira frelsi og get leikið mér örlítið. Ég held að það muni skila sér vel í salnum og geri tónleikana aðeins sérstakari. Það gerist ekki svo oft að ég spili hér heima þannig ég ætla að hafa þetta eins sérstakt og ég get.“ Auk þess að semja sína eigin tónlist hefur hann einnig samið fyrir kvikmyndir og þætti. Þar má nefna bresku þættina Fortitude og kvikmyndirnar Djúpið og Sleeping Beauty eftir Juliu Leigh. Sökum starfs síns ferðast Ben mikið um heiminn og dvelur sjaldnast löngum stundum á hverjum stað fyrir sig. „Ef það væri hægt myndi ég ferðast miklu minna en raun ber vitni. Ég myndi vilja vinna mun meira hér heima líka. Þetta er ákveðið lúxusvandamál að hafa of mikið að gera,“ segir hann. „Mér liggur ekki á að byrja á nýrri plötu. Ég vil ekki setja eitthvað nýtt inn í kerfið strax. Þegar ég hef búið til eitthvað sem mér finnst nógu gott þá gef ég það út.“ Tónlist Tengdar fréttir Ben Frost með nýja smáskífu Eftir vel heppnaða útgáfu plötu Bens Frost, Aurora, á heimsvísu fyrr á árinu kom í gær út ný smáskífa hans sem kallast Variant. 9. desember 2014 11:00 Frost semur tónlistina í Frost "Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. 22. ágúst 2012 19:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég hlakka rosalega til að spila heima,“ segir tónlistarmaðurinn Ben Frost en hann leikur á tónleikum á Húrra í kvöld. Hann lék síðast á tónleikum hérlendis á All Tomorrow‘s Parties hátíðinni í fyrra. Ben fæddist í Ástralíu og er frá Melbourne. Hann fluttist hingað til lands fyrir rúmum áratug og hefur búið hér síðan. Nú er hann íslenskur ríkisborgari. Í maí í fyrra gaf Ben út plötuna A U R O R A sem fékk frábæra dóma. Til að fylgja plötunni eftir fór hann í tónleikaferðalag um heiminn. Það stóð í fjóra mánuði og á þeim tíma spilaði hann alls sjötíu sinnum. „Ég hlusta ekki á gagnrýnisraddir, hvorki góðar né slæmar,“ segir Ben. „Fólk í kringum mig hafði talað um þetta en ég læt þetta alveg fara fram hjá mér. Ég einbeiti mér bara að því að gera tónlist sem mér finnst góð.“ A U R O R A kom út í fyrra og var tekið vel um heim allan. Tónlistarfréttamiðlarnir Pitchfork, Spin!, Sputnikmusik og Clash settu plötuna til að mynda öll á lista sína yfir bestur plötur ársins. „Þetta er búið að vera mikið flakk. Í einni vikunni byrjaði ég á að spila í Tókýó og þaðan fór ég til Lisabon. Frá Lisabon fór ég til Mexíkóborgar og endaði vikuna í London,“ segir Ben. „Það er nánast hætt að skipta máli hve langt þú flýgur, kostnaðurinn er alltaf svipaður. Túrinn var því ekki skipulagður með landfræðilega legu í huga.“Ben á Mona Foma í Ástralíu í fyrra.mynd/jesse hunnifordLíkt og áður segir fara tónleikarnir í kvöld fram á Húrra og hefjast þeir klukkan níu. Stemningin þar er oftar en ekki rafmögnuð. Ben ætlar sér að bæta örlitlu við hljóðkerfið svo tónlist hans skili sér sem best til áhorfenda. „Ég verð einn á sviðinu. Oft hef ég verið með hljómsveit með mér en ég ákvað að vera einn á þessum tónleikum,“ segir hann. „Þegar ég er einn hef ég meira frelsi og get leikið mér örlítið. Ég held að það muni skila sér vel í salnum og geri tónleikana aðeins sérstakari. Það gerist ekki svo oft að ég spili hér heima þannig ég ætla að hafa þetta eins sérstakt og ég get.“ Auk þess að semja sína eigin tónlist hefur hann einnig samið fyrir kvikmyndir og þætti. Þar má nefna bresku þættina Fortitude og kvikmyndirnar Djúpið og Sleeping Beauty eftir Juliu Leigh. Sökum starfs síns ferðast Ben mikið um heiminn og dvelur sjaldnast löngum stundum á hverjum stað fyrir sig. „Ef það væri hægt myndi ég ferðast miklu minna en raun ber vitni. Ég myndi vilja vinna mun meira hér heima líka. Þetta er ákveðið lúxusvandamál að hafa of mikið að gera,“ segir hann. „Mér liggur ekki á að byrja á nýrri plötu. Ég vil ekki setja eitthvað nýtt inn í kerfið strax. Þegar ég hef búið til eitthvað sem mér finnst nógu gott þá gef ég það út.“
Tónlist Tengdar fréttir Ben Frost með nýja smáskífu Eftir vel heppnaða útgáfu plötu Bens Frost, Aurora, á heimsvísu fyrr á árinu kom í gær út ný smáskífa hans sem kallast Variant. 9. desember 2014 11:00 Frost semur tónlistina í Frost "Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. 22. ágúst 2012 19:00 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Ben Frost með nýja smáskífu Eftir vel heppnaða útgáfu plötu Bens Frost, Aurora, á heimsvísu fyrr á árinu kom í gær út ný smáskífa hans sem kallast Variant. 9. desember 2014 11:00
Frost semur tónlistina í Frost "Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. 22. ágúst 2012 19:00