„Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga“ Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2015 20:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn alls ekki síður styðja við jöfnuð í samfélaginu en aðrir flokkar. Hann boðaði að þjóðin, þegar fram líða stundir, eignast hlut í bönkunum og þakkaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir hennar störf í flokknum. Heimir Már Pétursson fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll og ræddi við Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um ræðu Bjarna Benediktssonar og var hún spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn væri að færast yfir á vinstri vænginn með ummælum um stuðning við jöfnuð. „Bjarni Benediktsson er að benda á hið augljósa, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga, jafnt karla sem kvenna, drengja sem stúlkna, og veita þeim jöfn tækifæri og það er það sem er verið að leggja áherslu á. Við segjum enn að fólk eigi að hafa slík tækifæri, við erum tilbúin ekki að grípa inn í með einhverri ríkisforsjá, þar sem allir eiga kannski að hafa sömu útkomu. Við treystum fólki til að vinna úr sínum tækifærum, allir hafa sömu tækifærin,“ sagði Ragnheiður en landsfundurinn í ár er einmitt tileinkaður sérstaklega konum. „Það er ánægjulegt líka fyrir okkur konur að núna eru fjórar konur á móti hverjum sex körlum og aldursbilið er líka að minnka,“ sagði Ragnheiður. Bjarni Benediktsson benti á góðan árangur Íslendinga án þess að vera í Evrópusambandinu og sagði Ragnheiður að sá árangur væri fyrir hendi. „Honum verður ekkert á móti mælt. Þeir sem eru innan Sjálfstæðisflokksins og vildu ljúka viðræðum við Evrópusambandið, þeir mæla ekki gegn því að þessi árangur hefur náðst, þrátt fyrir að það hafi ekki komið að. Við erum mjög stolt af árangri okkar, ekki bara Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, heldur á fyrri ríkisstjórn hluta í því ferli sem nú er að skila okkur Íslendingum þeim árangri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sjá má innslag Heimis Más í kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir flokkinn alls ekki síður styðja við jöfnuð í samfélaginu en aðrir flokkar. Hann boðaði að þjóðin, þegar fram líða stundir, eignast hlut í bönkunum og þakkaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrir hennar störf í flokknum. Heimir Már Pétursson fór á landsfund Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll og ræddi við Ragnheiði Ríkharðsdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um ræðu Bjarna Benediktssonar og var hún spurð hvort að Sjálfstæðisflokkurinn væri að færast yfir á vinstri vænginn með ummælum um stuðning við jöfnuð. „Bjarni Benediktsson er að benda á hið augljósa, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð staðið fyrir jöfnum tækifærum einstaklinga, jafnt karla sem kvenna, drengja sem stúlkna, og veita þeim jöfn tækifæri og það er það sem er verið að leggja áherslu á. Við segjum enn að fólk eigi að hafa slík tækifæri, við erum tilbúin ekki að grípa inn í með einhverri ríkisforsjá, þar sem allir eiga kannski að hafa sömu útkomu. Við treystum fólki til að vinna úr sínum tækifærum, allir hafa sömu tækifærin,“ sagði Ragnheiður en landsfundurinn í ár er einmitt tileinkaður sérstaklega konum. „Það er ánægjulegt líka fyrir okkur konur að núna eru fjórar konur á móti hverjum sex körlum og aldursbilið er líka að minnka,“ sagði Ragnheiður. Bjarni Benediktsson benti á góðan árangur Íslendinga án þess að vera í Evrópusambandinu og sagði Ragnheiður að sá árangur væri fyrir hendi. „Honum verður ekkert á móti mælt. Þeir sem eru innan Sjálfstæðisflokksins og vildu ljúka viðræðum við Evrópusambandið, þeir mæla ekki gegn því að þessi árangur hefur náðst, þrátt fyrir að það hafi ekki komið að. Við erum mjög stolt af árangri okkar, ekki bara Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, heldur á fyrri ríkisstjórn hluta í því ferli sem nú er að skila okkur Íslendingum þeim árangri sem við stöndum frammi fyrir.“ Sjá má innslag Heimis Más í kvöldfréttunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00
Bjarni skoðar af alvöru hugmynd um að afhenda þjóðinni hlut í bönkunum Í ræðunni minnti Bjarni landsfundargesti á að bankastarfsemi sé ekki áhættulaus rekstur. 23. október 2015 17:30