Þetta er fyrsta lagið sem kemur út frá henni síðan 2012 þegar lagið Skyfall kom út, en það var titillag James Bond-myndarinnar Skyfall.
Platan 25 er þriðja breiðskífa Adele og kemur hún út 20. nóvember. Aðdáendur hennar hafa beðið í ofvæni eftir plötunni og þegar lagið kom út í morgun fór Twitter á hliðina. Adele er einn allra vinsælasti tónlistamaðurinn í heiminum í dag.
Myndbandið við lagið er mjög tilfinningaþrungið en kanadíski leikstjórinn Xavier Dolan leikstýrði því.
Hér að neðan má horfa og hlusta á nýja lagið frá Adele. Einnig má fylgjast með umræðunni á Twitter.