Freydís Halla Einarsdóttir varð í öðru sæti á FIS-móti í Sunday River í Maine-fylki í Bandaríkjunum í dag en hún hefur aldrei fengið jafngóða útkomu hvað varðar FIS-punkta.
Freydís Halla vann svigmót á sama stað í gær en fékk þá 36.23 FIS punkta sem var það besta sem hún hafði náð á ferlinum.
Þrátt fyrir að vera einu sæti neðar í dag þá fékk Freydís Halla færri FIS punkta en skíðafólkið reynir að fá sem fæsta punta.
Freydís Halla fékk 32.12 FIS punkta fyrir annað sætið í dag sem er nýtt persónulegt met hjá henni.
Freydís háði mikla baráttu við hina bandarísku Mardene Haskell sem náði á endanum að tryggja sér sigur.
Eftir fyrri ferðina var Freydís önnur einungis 14/100 á eftir Haskell, en í seinni ferðinni var hún með besta tímann en það dugði ekki til og endaði hún 13/100 á eftir Haskell.
Freydís mun taka stórt stökk á næsta heimslista en samkvæmt frétt á heimasíðu Skíðasambands Íslands þá reikna menn þar á bæ með því að hún fari úr 500. sæti niður í um 300.sæti.
Hún er því að fara að hækka sig um tvö hundruð sæti á næsta heimslista sem er ekkert smá stökk hjá þessari öflugu íslensku skíðakonu.
Freydís Halla gæti hækkað sig um 200 sæti á heimslistanum

Tengdar fréttir

Freydís Halla vann FIS-mót í Bandaríkjunum
Freydís Halla Einarsdóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, byrjaði nýtt tímabil frábærlega í dag þegar hún vann FIS-mót í svigi í Bandaríkjunum.

Freydís Halla aftur á verðlaunapalli í Bandaríkjunum | Gull í gær og silfur í dag
Landsliðskonan í alpagreinum Freydís Halla Einarsdóttir byrjar tímabilið vel en hún keppti á sínum fyrstu mótum í gær og í fyrradag. Freydís Halla komst á verðlaunpall á báðum mótunum.