Vonast til að ljúka viðgerð á tveimur sólarhringum Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2015 17:45 Engar teljandi truflanir urðu á línum á hæstu spennu og á hálendislínum. Mynd/Landsnet Landsnet vonast til að ljúka viðgerða á byggðalínuhringnum á næstu tveimur sólarhringum. Línur löskuðust í óveðrinu í gærkvöldi og í nótt, en ljóst er að viðgerð á línum á Vestfjörðum mun taka lengri tíma. Í tilkynningu frá Landsnet segir að þegar verst lét hafi straumleysi verið víðtækt og rekstur flutningskerfisins hafi verið tvísýnn og sé það enn. Talið er að tjónið fyrir Landsnet verði líklega yfir 100 milljónir króna. Á fjórða tug viðgerðarmanna eru nú að störfum um landið þar sem línur löskuðust eða á leið á vettvang.17 möstur eru brotin í Breiðdalslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst 17 möstur eru brotin í Breiðadalslínu 1, sem liggur milli Mjólkárvirkjunar og Breiðdals við Önundarfjörð. Níu manna flokkur er á leið þangað og ljóst er að viðgerð muni taka nokkra daga. Þrátt fyrir að aðstæður séu sæmilegar og bilunin er á láglendi en ekki upp á heiði. Þangað til línan verður komin í lag fá norðanverðir Vestfirðir rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík. Því verða skerðingar hjá kaupendum ótryggrar orku þar. Þrettán manna viðgerðarflokkur lauk fyrr í dag viðgerð á Eyvindarárlínu 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Egilsstaða. Hún var biluð rétt við Hryggstekk og er nú komin í gagnið á ný. Viðgerðaflokkurinn fyrir austan er nú að störfum við Teigarhornslínu 1, milli Hryggstekks og Teigarhorns í Berufirði. Nokkur möstur eru brotin í henni rétt suður af Hryggstekk og standa vonir til að viðgerð ljúki á næsta sólarhring.Minnst átta möstur eru brotin á Kópaskerslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst fjögur möstur eru brotin í Kópaskerslínu 1, sem liggur milli Laxárstöðvar út á Kópasker. Þá eru tvö möstur brotin við Valþjófsstaði og önnur tvö við Laxá. Í tilkynningunni segir að björgunarsveitarmenn kanni nú ástand línunnar og að dísilstöð sjái íbúum á Kópaskeri fyrir rafmagni. Sjö manna vinnuflokkur er á leið á svæðið til að framkvæma viðgerðir og vonast er til að þeim ljúki á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudag. Þá eru tvö möstur brotin í Rangárvallalínu 1, á milli Varmár og Akureyrar. Nánar tiltekið við bæinn Sólheima í Blönduhlíð. Viðgerðarmenn eru komnir á vettvang og er vonast til að viðgerðum ljúki í kvöld.Tvö möstur eru brotin í Rangárvallalínu 1.Mynd/LandsnetVerið er að meta heildartjónið enn, en aðaláhersla hefur verið lögð á að koma raforkuflutningum í lag á nýjan leik. „Straumleysi í flutningskerfi Landsnets var óvenju víðtækt þegar verst lét í óveðrinu síðastliðna nótt og var rekstur kerfisins tvísýnn þegar straumlaust varð samtímis á Vestfjörðum, hluta Norðurlands og á Austurlandi. Rekstur flutningskerfisins er enn áhættusamur þar sem byggðalínuhringurinn er rofinn og kerfið rekið í aðskildum rekstrareiningum, svokölluðum eyjarekstri.“ Í tilkynningunni segir að truflanir og tjón varð einkum á eldri línum Landsnets þar sem vindur og ísing spilaði stóran þátt. Engar teljandi truflanir urðu hins vegar á línum á hæstu spennu og á hálendislínum. Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Landsnet vonast til að ljúka viðgerða á byggðalínuhringnum á næstu tveimur sólarhringum. Línur löskuðust í óveðrinu í gærkvöldi og í nótt, en ljóst er að viðgerð á línum á Vestfjörðum mun taka lengri tíma. Í tilkynningu frá Landsnet segir að þegar verst lét hafi straumleysi verið víðtækt og rekstur flutningskerfisins hafi verið tvísýnn og sé það enn. Talið er að tjónið fyrir Landsnet verði líklega yfir 100 milljónir króna. Á fjórða tug viðgerðarmanna eru nú að störfum um landið þar sem línur löskuðust eða á leið á vettvang.17 möstur eru brotin í Breiðdalslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst 17 möstur eru brotin í Breiðadalslínu 1, sem liggur milli Mjólkárvirkjunar og Breiðdals við Önundarfjörð. Níu manna flokkur er á leið þangað og ljóst er að viðgerð muni taka nokkra daga. Þrátt fyrir að aðstæður séu sæmilegar og bilunin er á láglendi en ekki upp á heiði. Þangað til línan verður komin í lag fá norðanverðir Vestfirðir rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík. Því verða skerðingar hjá kaupendum ótryggrar orku þar. Þrettán manna viðgerðarflokkur lauk fyrr í dag viðgerð á Eyvindarárlínu 1, milli Hryggstekks í Skriðdal og Egilsstaða. Hún var biluð rétt við Hryggstekk og er nú komin í gagnið á ný. Viðgerðaflokkurinn fyrir austan er nú að störfum við Teigarhornslínu 1, milli Hryggstekks og Teigarhorns í Berufirði. Nokkur möstur eru brotin í henni rétt suður af Hryggstekk og standa vonir til að viðgerð ljúki á næsta sólarhring.Minnst átta möstur eru brotin á Kópaskerslínu 1.Mynd/LandsnetMinnst fjögur möstur eru brotin í Kópaskerslínu 1, sem liggur milli Laxárstöðvar út á Kópasker. Þá eru tvö möstur brotin við Valþjófsstaði og önnur tvö við Laxá. Í tilkynningunni segir að björgunarsveitarmenn kanni nú ástand línunnar og að dísilstöð sjái íbúum á Kópaskeri fyrir rafmagni. Sjö manna vinnuflokkur er á leið á svæðið til að framkvæma viðgerðir og vonast er til að þeim ljúki á morgun eða í síðasta lagi á fimmtudag. Þá eru tvö möstur brotin í Rangárvallalínu 1, á milli Varmár og Akureyrar. Nánar tiltekið við bæinn Sólheima í Blönduhlíð. Viðgerðarmenn eru komnir á vettvang og er vonast til að viðgerðum ljúki í kvöld.Tvö möstur eru brotin í Rangárvallalínu 1.Mynd/LandsnetVerið er að meta heildartjónið enn, en aðaláhersla hefur verið lögð á að koma raforkuflutningum í lag á nýjan leik. „Straumleysi í flutningskerfi Landsnets var óvenju víðtækt þegar verst lét í óveðrinu síðastliðna nótt og var rekstur kerfisins tvísýnn þegar straumlaust varð samtímis á Vestfjörðum, hluta Norðurlands og á Austurlandi. Rekstur flutningskerfisins er enn áhættusamur þar sem byggðalínuhringurinn er rofinn og kerfið rekið í aðskildum rekstrareiningum, svokölluðum eyjarekstri.“ Í tilkynningunni segir að truflanir og tjón varð einkum á eldri línum Landsnets þar sem vindur og ísing spilaði stóran þátt. Engar teljandi truflanir urðu hins vegar á línum á hæstu spennu og á hálendislínum.
Veður Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira