Innlent

Litlar skemmdir á Lambafelli

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mikill viðbúnaður var í gærkvöldi þegar talið var að maður væri í sjálfheldu á hótelinu.
Mikill viðbúnaður var í gærkvöldi þegar talið var að maður væri í sjálfheldu á hótelinu. Vísir/Vilhelm
„Þetta er miklu minna en við héldum. Það voru þrjár, fjórar plötur sem höfðu fokið af,“ segir Aðalsteinn Gíslason, eigandi hótelsins að Lambafelli. Talsverður viðbúnaður var í gærkvöldi vegna þess að talið var að maður væri í sjálfheldu á hótelinu og að þaki hefði fokið af.

Búið var að senda brynvarðan björgunarsveitarbíl af stað frá Öræfum og lögreglan var í stöðugu sambandi við bændur á svæðinu upp á að koma manninum til aðstoðar. Fljótlega eftir að bíllinn var sendur af stað fengust hins vegar upplýsingar um að ekkert amaði að manninum.

Aðalsteinn fór að Lambafelli í dag eftir að óveðrið var yfirstaðið. „Þetta er ekki neitt, neitt. Tvær þrjár plötur fokið af húsinu. Ekki eins og það taki að tala um það,“ segir hann. Aðalsteinn er þó ánægður að ekki fór jafn illa og í fyrstu var talið. 


Tengdar fréttir

Engin þörf á brynvörðum bíl

Ekkert amar að pari í nærri Lambafelli. Misskilingur vegna sambandsleysis olli því að talin var þörf á að koma parinu til bjargar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×