Handbolti

Hundrað marka mennirnir mætast á Ásvöllum í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Janus og Einar hafa skorað samtals 204 mörk í Olís-deildinni í vetur.
Janus og Einar hafa skorað samtals 204 mörk í Olís-deildinni í vetur. vísir/vilhelm/stefán
Haukar taka á móti FH í Hafnarfjarðarslag í Olís-deild karla í handbolta í kvöld.

Liðin hafa átt misjöfnu gengi að fagna í vetur en Haukar sitja á toppi deildarinnar með 26 stig. Íslandsmeistararnir hafa unnið sjö leiki í röð og eru til alls líklegir.

Nágrannar þeirra eru hins vegar á hinum enda töflunnar, í 8. sæti með 12 stig, aðeins stigi frá fallsæti. FH-ingar unnu þó mikilvægan sigur á ÍBV í síðustu umferð, 24-23, sem var fyrsti sigur liðsins í fjórum leikjum.

Í Schenker-höllinni í kvöld mætast markahæstu leikmenn deildarinnar; Janus Daði Smárason og Einar Rafn Eiðsson en þeir rufu báðir 100 marka múrinn í síðustu umferð.

Einar Rafn, sem sneri aftur til FH í sumar eftir árs dvöl í Noregi, er markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar með 104 mörk í 15 leikjum, eða 6,9 mörk að meðaltali í leik.

Janus Daði kemur næstur með 100 mörk, einnig í 15 leikjum, sem gera 6,7 mörk að meðaltali í leik.

 

Markahæstu leikmenn Olís-deildar karla:

1. Einar Rafn Eiðsson (FH) - 104 mörk

2. Janus Daði Smárason (Haukar) - 100 mörk

3. Sturla Ásgeirsson (ÍR) - 98 mörk

4. Theodór Sigurbjörnsson (ÍBV) - 81 mörk

5. Arnar Birkir Hálfdánsson (ÍR) - 81 mörk

6. Finnur Ingi Stefánsson (Grótta) - 80 mörk

7. Guðmundur Hólmar Helgason (Valur) - 76 mörk

8. Sveinn Aron Sveinsson (Valur) - 67 mörk

9. Þorgrímur Smári Ólafsson (Fram) - 66 mörk

10. Viggó Kristjánsson (Grótta) - 66 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×