Vegna þess hve margir eru spenntir að fá að sjá STAR WARS: THE FORCE AWAKENS sem allra fyrst hafa forsvarsmenn Sambíóanna ákveðið að sýna hana allan sólarhringinn í Sambíóinum Álfabakka og Akureyri.
Sýningatímar verða eftirfarandi: 17. desember klukkan 00:01, 03:00, 04:00, 06:00, 07:00, 09:00, 10:00, 12:00, 13:00, 17:00, 20:00, 20:30, 22:55: 23:20.
„Einnig ætlum við að bjóða uppá „Mömmu/Pabba morgun ætluð foreldrum með ungabörn“ klukkan 11:00 í Álfabakka. Mömmu/pabba morgnar eru frábrugðnir hefðbundnum sýningum að því leiti að hljóðstyrkur verður ekki eins og gengur og gerist í bíó auk þess sem það verður ljóstýra í salnum foreldrum til halds og trausts,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.
Þar kemur einnig fram að yfir tíu þúsund miðar hafi nú selst í forsölu á myndina.
