Skárra að vera fastur í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Róbert Gunnarsson er í ákveðinni klemmu í Frakklandi þar sem hann fær ekkert að spila og mun líklega ekki fá að spila neitt næstu mánuðina. Vísir/Getty Línumaðurinn Róbert Gunnarsson á ekki upp á pallborðið hjá þjálfaranum sínum hjá PSG, Noka Serdarusic. Sá hefur ekkert notað Róbert síðustu vikur og tjáði svo fjölmiðlum um helgina að Róbert færi frá félaginu næsta sumar. „Ég spilaði síðast handbolta með landsliðinu,“ segir Róbert þar sem hann sat í mestu makindum á kaffihúsi í París og naut lífsins. „Þetta er reynsla sem ég verð að glíma við. Maður verður að geta tekist á við lægðirnar eins og maður gleðst yfir hæðunum. Þetta er mitt hlutverk núna.“Þjálfarinn talaði ekki við migÞótt búið sé að taka ákvörðun um framtíð Róberts hjá félaginu þá var félagið ekki að hafa fyrir því að ræða málið við línumanninn sterka. „Hann talaði ekkert við mig. Ég sá þetta bara á netinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Allt sem hann sagði var ekkert nýtt svo sem. Það er hans val að nota tvo aðra leikmenn frekar en mig. Ég verð bara að virða það þó svo ég sé eðlilega ekki sammála þessu vali hans,“ segir Róbert yfirvegaður. Hann er lítið farinn að spá í framhaldið. Hvort hann reyni að fá sig lausan sem fyrst eða hvort hann klári tímabilið á tréverkinu í París. „Ef það kemur eitthvað upp á borðið þá myndi ég auðvitað skoða það. Ég býst samt fastlega við því að ég verði hérna út tímabilið. Ég er með alla fjölskylduna hér og þar eru allir í sínu. Svo er líka dásamlegt að vera hérna. Það er skárra að vera fastur í svona stöðu í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi,“ segir línumaðurinn jákvæður. Eðlilega er Róbert aðeins farinn að íhuga hvar hann vilji helst spila handbolta næstu árin en hann hefur spilað í Danmörku, Þýskalandi og svo Frakklandi. „Maður er kannski ekki opinn fyrir öllu en ég skoða það sem kemur upp á borð hjá mér. Það kemur til greina að vera áfram í Frakklandi en ég er minna spenntur fyrir Þýskalandi. Okkur leið svo mjög vel í Danmörku.“Nýt tímans með landsliðinu Þar sem línumaðurinn fær nánast ekkert að spila þá er kannski meiri tilhlökkun í Róberti en öðrum að komast á EM í Póllandi þar sem hann mun fá að spila handbolta loksins. „Það er um að gera að njóta þess áfram að vera í landsliðinu því maður veit aldrei hversu langur landsliðsferillinn verður. Eins og staðan er í dag er skrokkurinn fínn. Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum í janúar og bíð gríðarlega spenntur eftir því að koma til móts við liðið. Er maður eldist fer maður að njóta þess meira og átta sig á þeim forréttindum sem það er að spila með landsliðinu.“ Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur lífið aðeins breyst hjá Róberti og umgjörðin í kringum liðið. „Það var góð öryggisgæsla í kringum liðið fyrir og hún er orðin enn meiri núna. Það er reynt að láta okkur finna sem minnst fyrir þessu.“ EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira
Línumaðurinn Róbert Gunnarsson á ekki upp á pallborðið hjá þjálfaranum sínum hjá PSG, Noka Serdarusic. Sá hefur ekkert notað Róbert síðustu vikur og tjáði svo fjölmiðlum um helgina að Róbert færi frá félaginu næsta sumar. „Ég spilaði síðast handbolta með landsliðinu,“ segir Róbert þar sem hann sat í mestu makindum á kaffihúsi í París og naut lífsins. „Þetta er reynsla sem ég verð að glíma við. Maður verður að geta tekist á við lægðirnar eins og maður gleðst yfir hæðunum. Þetta er mitt hlutverk núna.“Þjálfarinn talaði ekki við migÞótt búið sé að taka ákvörðun um framtíð Róberts hjá félaginu þá var félagið ekki að hafa fyrir því að ræða málið við línumanninn sterka. „Hann talaði ekkert við mig. Ég sá þetta bara á netinu. Þetta kom mér svo sem ekkert á óvart. Allt sem hann sagði var ekkert nýtt svo sem. Það er hans val að nota tvo aðra leikmenn frekar en mig. Ég verð bara að virða það þó svo ég sé eðlilega ekki sammála þessu vali hans,“ segir Róbert yfirvegaður. Hann er lítið farinn að spá í framhaldið. Hvort hann reyni að fá sig lausan sem fyrst eða hvort hann klári tímabilið á tréverkinu í París. „Ef það kemur eitthvað upp á borðið þá myndi ég auðvitað skoða það. Ég býst samt fastlega við því að ég verði hérna út tímabilið. Ég er með alla fjölskylduna hér og þar eru allir í sínu. Svo er líka dásamlegt að vera hérna. Það er skárra að vera fastur í svona stöðu í París en í einhverju krummaskuði í Þýskalandi,“ segir línumaðurinn jákvæður. Eðlilega er Róbert aðeins farinn að íhuga hvar hann vilji helst spila handbolta næstu árin en hann hefur spilað í Danmörku, Þýskalandi og svo Frakklandi. „Maður er kannski ekki opinn fyrir öllu en ég skoða það sem kemur upp á borð hjá mér. Það kemur til greina að vera áfram í Frakklandi en ég er minna spenntur fyrir Þýskalandi. Okkur leið svo mjög vel í Danmörku.“Nýt tímans með landsliðinu Þar sem línumaðurinn fær nánast ekkert að spila þá er kannski meiri tilhlökkun í Róberti en öðrum að komast á EM í Póllandi þar sem hann mun fá að spila handbolta loksins. „Það er um að gera að njóta þess áfram að vera í landsliðinu því maður veit aldrei hversu langur landsliðsferillinn verður. Eins og staðan er í dag er skrokkurinn fínn. Ég ætla að njóta þess að vera með strákunum í janúar og bíð gríðarlega spenntur eftir því að koma til móts við liðið. Er maður eldist fer maður að njóta þess meira og átta sig á þeim forréttindum sem það er að spila með landsliðinu.“ Eftir hryðjuverkaárásirnar í París hefur lífið aðeins breyst hjá Róberti og umgjörðin í kringum liðið. „Það var góð öryggisgæsla í kringum liðið fyrir og hún er orðin enn meiri núna. Það er reynt að láta okkur finna sem minnst fyrir þessu.“
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira