Ungur maður fluttur með sjúkraflugi af þjóðhátíð vegna heilablæðingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 12:35 Úr Herjólfsdal í gærkvöldi. Vísir/Óskar P. Friðriksson Ungur maður var fluttur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur seint í gærkvöldi vegna áverka sem hann hafði hlotið á höfði. Grunur leikur á að honum hafi hlotnast áverkarnir í slagsmálum. Maðurinn, sem er aðkomumaður, hafði leitað á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum með mar á höfði og við rannsókn kviknaði grunur að blætt hafði inn á heila mannsins. Var honum því flogið á gjörgæsludeild í Fossvogi þar sem sá grunur var staðfestur og var hann drifinn í aðgerð vegna þessa. Að sögn vakthafandi lækna tókst aðgerðin vel og sá slasaði allur að koma til.Sjá einnig: Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í EyjumAð sögn Jóhannesar Ólafssonar vaktstjóra í Vestmannaeyjum er mál mannsins til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvernig honum hlotnuðust áverkarnir. Ekki sé hægt að staðfesta að þeir séu tilkomnir vegna höfuðhöggs sem einhver hafi veitt honum enda hafi engin vitni orðið að því. Það sé allt eins líklegt að hann hafi fallið með fyrrgreindum afleiðingum. Jóhannes segist ekki geta útilokað það en samferðafólk mannsins hafi tjáð lögreglu að það hafi ekki séð neina árásarmenn. Jóhannes segir að málið sé litið alvarlegum augum og að lögreglan vinni nú í því að kanna myndabandsupptökur af svæðinu. Eins og staðan er sé „allt mjög óljóst.“Uppfært klukkan 15:58Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að læknir á bráðamóttöku hefði talið að einhver hefði veitt manninum höfuðhögg. Ekki var rétt eftir lækninum haft og er beðist afsökunar á því. Tengdar fréttir Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum það sem af er hátíðinni. Lang mest er um hvít efni að ræða. 2. ágúst 2015 09:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Ungur maður var fluttur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur seint í gærkvöldi vegna áverka sem hann hafði hlotið á höfði. Grunur leikur á að honum hafi hlotnast áverkarnir í slagsmálum. Maðurinn, sem er aðkomumaður, hafði leitað á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum með mar á höfði og við rannsókn kviknaði grunur að blætt hafði inn á heila mannsins. Var honum því flogið á gjörgæsludeild í Fossvogi þar sem sá grunur var staðfestur og var hann drifinn í aðgerð vegna þessa. Að sögn vakthafandi lækna tókst aðgerðin vel og sá slasaði allur að koma til.Sjá einnig: Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í EyjumAð sögn Jóhannesar Ólafssonar vaktstjóra í Vestmannaeyjum er mál mannsins til rannsóknar en ekki liggur fyrir hvernig honum hlotnuðust áverkarnir. Ekki sé hægt að staðfesta að þeir séu tilkomnir vegna höfuðhöggs sem einhver hafi veitt honum enda hafi engin vitni orðið að því. Það sé allt eins líklegt að hann hafi fallið með fyrrgreindum afleiðingum. Jóhannes segist ekki geta útilokað það en samferðafólk mannsins hafi tjáð lögreglu að það hafi ekki séð neina árásarmenn. Jóhannes segir að málið sé litið alvarlegum augum og að lögreglan vinni nú í því að kanna myndabandsupptökur af svæðinu. Eins og staðan er sé „allt mjög óljóst.“Uppfært klukkan 15:58Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að læknir á bráðamóttöku hefði talið að einhver hefði veitt manninum höfuðhögg. Ekki var rétt eftir lækninum haft og er beðist afsökunar á því.
Tengdar fréttir Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum það sem af er hátíðinni. Lang mest er um hvít efni að ræða. 2. ágúst 2015 09:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum það sem af er hátíðinni. Lang mest er um hvít efni að ræða. 2. ágúst 2015 09:47