Gæslumaður skallaður og spellvirki á harðahlaupum í Eyjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 09:47 Úr Dalnum í gærkvöldi. Daníel Ágúst og Jón Jónsson sjást hér syngja fyrir lýðinn. vísir/óskar p. friðriksson Þrátt fyrir að „góður andi væri í dalnum“ að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum gistu tveir fangageymslu í nótt. Annar gerðist uppvís að því að skalla gæslumann í Herjólfsdal en hinn var staðinn að eignaspjöllum. Lögreglumenn urðu vitni að því að þegar maðurinn spreyjaði á geymslutank á vegum vinnslustöðvar í bænum og tók spellvirkinn á rás þegar hann varð lögreglunnar var. Upphófst þá mikill eltingaleikur en að lokum höfðu lögreglumenn hendur í hári mannsins. Hann var látinn gista hjá lögreglunni í nótt og verður kærður fyrir eignaspjöll að sögn Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Eyjum. Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp það sem er af er þjóðhátíð. Í langflestum tilvikum er um hvít efni að ræða í neysluskömmtum – „þó svo að hér sé öll flóran“ samkvæmt Jóhannesi.Þessi mikli fjöldi mála er rakinn til aukinnar gæslu í Eyjum yfir hátíðina en sex lögregluþjónar sjá alfarið um fíkniefnamál yfir helgina. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Fyrstu gestir þjóðhátíðar fóru heim með Herjólfi klukkan fjögur í nótt en búist er við að það muni heldur fjölga í dalnum í kvöld þegar blysin verða tendruð og Vestmannaeyjar sameinast í brekkusöng. Þúsundir manna voru í Heimaey í nótt og mátti greina fjöldamörg bros á vörum þjóðhátíðargesta. Hér að ofan má sjá myndir sem Óskar P. Friðriksson tók á hátíðinni í gær og kennir þar ýmissa grasa. Má þar meðal annars sjá söngfuglinn Jón Jónsson leika fyrir dansi sem og Daníel Ágúst og félaga í Nýdanskri trylla lýðinn.Rífandi stemning í Herjólfsdal í gærvísir/óskar p. friðrikssonVísir/Óskar P. Friðriksson. Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þrátt fyrir að „góður andi væri í dalnum“ að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum gistu tveir fangageymslu í nótt. Annar gerðist uppvís að því að skalla gæslumann í Herjólfsdal en hinn var staðinn að eignaspjöllum. Lögreglumenn urðu vitni að því að þegar maðurinn spreyjaði á geymslutank á vegum vinnslustöðvar í bænum og tók spellvirkinn á rás þegar hann varð lögreglunnar var. Upphófst þá mikill eltingaleikur en að lokum höfðu lögreglumenn hendur í hári mannsins. Hann var látinn gista hjá lögreglunni í nótt og verður kærður fyrir eignaspjöll að sögn Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Eyjum. Á sjötta tug fíkniefnamála hefur komið upp það sem er af er þjóðhátíð. Í langflestum tilvikum er um hvít efni að ræða í neysluskömmtum – „þó svo að hér sé öll flóran“ samkvæmt Jóhannesi.Þessi mikli fjöldi mála er rakinn til aukinnar gæslu í Eyjum yfir hátíðina en sex lögregluþjónar sjá alfarið um fíkniefnamál yfir helgina. Þeir njóta liðsinnis þriggja fíkniefnahunda. Fyrstu gestir þjóðhátíðar fóru heim með Herjólfi klukkan fjögur í nótt en búist er við að það muni heldur fjölga í dalnum í kvöld þegar blysin verða tendruð og Vestmannaeyjar sameinast í brekkusöng. Þúsundir manna voru í Heimaey í nótt og mátti greina fjöldamörg bros á vörum þjóðhátíðargesta. Hér að ofan má sjá myndir sem Óskar P. Friðriksson tók á hátíðinni í gær og kennir þar ýmissa grasa. Má þar meðal annars sjá söngfuglinn Jón Jónsson leika fyrir dansi sem og Daníel Ágúst og félaga í Nýdanskri trylla lýðinn.Rífandi stemning í Herjólfsdal í gærvísir/óskar p. friðrikssonVísir/Óskar P. Friðriksson.
Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira