Heilsa

Svefn, bætir og kætir

sigga dögg skrifar
Góður lúr getur gert gæfumuninn
Góður lúr getur gert gæfumuninn Vísir/Getty
Svefn er merkilegt fyrirbæri því án hans þrífumst við ekki.

Rétt eins og hvað annað hefur svefn verið töluvert rannsakaður og hér verður greint frá nokkrum áhugaverðum niðurstöðum um svefn.

- Þitt huglæga mat á gæði svefnsins getur stýrt því hvernig þér líður næsta dag. Þannig að ef þú vaknar og segist hafa sofið vel og sért úthvíldur, þá gæti hugurinn fylgt eftir og dagurinn verður betri.

- Á meðan við sofum þá skrásetur og flokkar hugurinn minningar, sérstaklega þær sem eru mjög tilfinningamiklar.

- Ef þú svafst yfir þig þá gæti það verið vegna þess að það er fullt tungl. Sumir sofa verr þegar það er fullt tungl. Í einni rannsókn þá var fólk lengur að sofna, virkni heilans í djúpsvefni var 30% minni en venjulega og fólk svaf 20 mínútum lengur.

Vísir/Getty
- Ef þú sefur illa eða ekki nægilega mikið þá getur verið erfitt að halda sjálfstjórn og standast freistingar.

Þú getur lært á meðan þú sefur! Sérstaklega ef þetta er efni sem þú þekkir og hefur lært áður þá getur það styrkt minnið að hlusta á það á meðan þú færð þér lúr.

- Allir vinnustaðir ættu að hvetja til lúrs. Þú getur bætt frammistöðu þína með stuttum sex mínútna lúr.

- Unglingar þurfa að sofa frá einni til tveimur klukkustundum meira en fullorðnir. Það hefur verið notað sem rök fyrir því að seinka því hvenær skólinn byrjar.

- Það að sofa illa getur haft áhrif á sambandið þitt, þó ekki sé nema ein nótt af slæmum svefni.


Tengdar fréttir

Börn og svefn

Svefn barna er eitt algengasta umræðuefni foreldra enda mikilvægur hluti hvers dags.








×