Ásakanir um frændhygli: „Rakalaus þvættingur“ Höskuldur Kári Schram skrifar 10. febrúar 2015 18:26 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er tilbúinn að veita embætti skattrannsóknarstjóra aukafjárheimild svo hægt sé að festa kaup á gögnum um skattaundanskot. Gögnin kosta um 150 milljónir en Bjarni vísar á bug ásökunum um viljaleysi og frændhygli varðandi kaupin og segist hafa verið full óþolinmóður í gagnrýni sinni á skattrannsóknarstjóra. Íslenskum stjórnvöldum var boðið að kaupa gögnin í aprílmánuði í fyrra en um að ræða lista með nöfnum rúmlega fjögur hundruð Íslendinga og eignir þeirra í erlendum skattaskjólum. Málið hefur verið til skoðunar rúma níu mánuði og hefur Bjarni gagnrýnt skattrannsóknarstjóra fyrir seinagang. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur ekki gefið færi á viðtali síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu. Í morgun sendi hún hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafnar fullyrðingum fjármálaráðherra um að embættið hafi verið að draga lappirnar í málinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að skattrannsóknarstjóri hafi tvisvar greint fjármálaráðuneytinu frá stöðu málsins. Fyrst með óformlegum tölvupósti í lok desembermánaðar og svo aftur með formlegu bréfi þann 27. janúar. Eins og fram hefur komið hefur ráðuneytið verið tilbúið að skilyrða greiðslur til seljanda við hlutfall af innheimtu en seljandinn hefur hins vegar hafnað þessu tilboði. Skattrannsóknarstjóri óskar í bréfi sínu eftir afstöðu ráðuneytisins til þessa og hvort það sé tilbúið að breyta upprunalegum skilyrðum. Gögnin kosta um 150 milljónir en í yfirlýsingu sem fjármálaráðherra sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að hann sé tilbúinn að greiða fyrir málinu. Bjarni segist ennfremur tilbúinn að úthluta sérstökum fjármunum til kaupanna. Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna til kaupa á skattaskjölum„Það þarf enginn að efast um það að þessi ríkisstjórn sem situr núna hún mun ekki veita þeim sem ekki ætla að axla ábyrgð með öðrum og standa skil á sínu hún mun ekki veita þeim neitt skjól,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segist hafa verið full óþolinmóður þegar hann gagnrýndi skattrannsóknarstjóra. „Það getur vel verið að ég sé of óþolinmóður en mér finnst bara þetta mál sem á rætur sínar að rekja til aprílmánaðar á síðasta ári hafa þegar allt er samantekið tekið of langan tíma.“ Hann vísar hins vegar á bug ásökunum um frændhygli. „Þetta er lítið sýnishorn af því hversu lágt menn eru tilbúnir að leggjast til þess að vinna skammtíma sigra í orrahríð stjórnmálanna. Þetta er auðvitað rakalaus þvættingur og ekkert annað,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23 „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er tilbúinn að veita embætti skattrannsóknarstjóra aukafjárheimild svo hægt sé að festa kaup á gögnum um skattaundanskot. Gögnin kosta um 150 milljónir en Bjarni vísar á bug ásökunum um viljaleysi og frændhygli varðandi kaupin og segist hafa verið full óþolinmóður í gagnrýni sinni á skattrannsóknarstjóra. Íslenskum stjórnvöldum var boðið að kaupa gögnin í aprílmánuði í fyrra en um að ræða lista með nöfnum rúmlega fjögur hundruð Íslendinga og eignir þeirra í erlendum skattaskjólum. Málið hefur verið til skoðunar rúma níu mánuði og hefur Bjarni gagnrýnt skattrannsóknarstjóra fyrir seinagang. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur ekki gefið færi á viðtali síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu. Í morgun sendi hún hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafnar fullyrðingum fjármálaráðherra um að embættið hafi verið að draga lappirnar í málinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að skattrannsóknarstjóri hafi tvisvar greint fjármálaráðuneytinu frá stöðu málsins. Fyrst með óformlegum tölvupósti í lok desembermánaðar og svo aftur með formlegu bréfi þann 27. janúar. Eins og fram hefur komið hefur ráðuneytið verið tilbúið að skilyrða greiðslur til seljanda við hlutfall af innheimtu en seljandinn hefur hins vegar hafnað þessu tilboði. Skattrannsóknarstjóri óskar í bréfi sínu eftir afstöðu ráðuneytisins til þessa og hvort það sé tilbúið að breyta upprunalegum skilyrðum. Gögnin kosta um 150 milljónir en í yfirlýsingu sem fjármálaráðherra sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að hann sé tilbúinn að greiða fyrir málinu. Bjarni segist ennfremur tilbúinn að úthluta sérstökum fjármunum til kaupanna. Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna til kaupa á skattaskjölum„Það þarf enginn að efast um það að þessi ríkisstjórn sem situr núna hún mun ekki veita þeim sem ekki ætla að axla ábyrgð með öðrum og standa skil á sínu hún mun ekki veita þeim neitt skjól,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segist hafa verið full óþolinmóður þegar hann gagnrýndi skattrannsóknarstjóra. „Það getur vel verið að ég sé of óþolinmóður en mér finnst bara þetta mál sem á rætur sínar að rekja til aprílmánaðar á síðasta ári hafa þegar allt er samantekið tekið of langan tíma.“ Hann vísar hins vegar á bug ásökunum um frændhygli. „Þetta er lítið sýnishorn af því hversu lágt menn eru tilbúnir að leggjast til þess að vinna skammtíma sigra í orrahríð stjórnmálanna. Þetta er auðvitað rakalaus þvættingur og ekkert annað,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23 „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00
Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00
Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16
Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23
„Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57