Ásakanir um frændhygli: „Rakalaus þvættingur“ Höskuldur Kári Schram skrifar 10. febrúar 2015 18:26 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er tilbúinn að veita embætti skattrannsóknarstjóra aukafjárheimild svo hægt sé að festa kaup á gögnum um skattaundanskot. Gögnin kosta um 150 milljónir en Bjarni vísar á bug ásökunum um viljaleysi og frændhygli varðandi kaupin og segist hafa verið full óþolinmóður í gagnrýni sinni á skattrannsóknarstjóra. Íslenskum stjórnvöldum var boðið að kaupa gögnin í aprílmánuði í fyrra en um að ræða lista með nöfnum rúmlega fjögur hundruð Íslendinga og eignir þeirra í erlendum skattaskjólum. Málið hefur verið til skoðunar rúma níu mánuði og hefur Bjarni gagnrýnt skattrannsóknarstjóra fyrir seinagang. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur ekki gefið færi á viðtali síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu. Í morgun sendi hún hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafnar fullyrðingum fjármálaráðherra um að embættið hafi verið að draga lappirnar í málinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að skattrannsóknarstjóri hafi tvisvar greint fjármálaráðuneytinu frá stöðu málsins. Fyrst með óformlegum tölvupósti í lok desembermánaðar og svo aftur með formlegu bréfi þann 27. janúar. Eins og fram hefur komið hefur ráðuneytið verið tilbúið að skilyrða greiðslur til seljanda við hlutfall af innheimtu en seljandinn hefur hins vegar hafnað þessu tilboði. Skattrannsóknarstjóri óskar í bréfi sínu eftir afstöðu ráðuneytisins til þessa og hvort það sé tilbúið að breyta upprunalegum skilyrðum. Gögnin kosta um 150 milljónir en í yfirlýsingu sem fjármálaráðherra sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að hann sé tilbúinn að greiða fyrir málinu. Bjarni segist ennfremur tilbúinn að úthluta sérstökum fjármunum til kaupanna. Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna til kaupa á skattaskjölum„Það þarf enginn að efast um það að þessi ríkisstjórn sem situr núna hún mun ekki veita þeim sem ekki ætla að axla ábyrgð með öðrum og standa skil á sínu hún mun ekki veita þeim neitt skjól,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segist hafa verið full óþolinmóður þegar hann gagnrýndi skattrannsóknarstjóra. „Það getur vel verið að ég sé of óþolinmóður en mér finnst bara þetta mál sem á rætur sínar að rekja til aprílmánaðar á síðasta ári hafa þegar allt er samantekið tekið of langan tíma.“ Hann vísar hins vegar á bug ásökunum um frændhygli. „Þetta er lítið sýnishorn af því hversu lágt menn eru tilbúnir að leggjast til þess að vinna skammtíma sigra í orrahríð stjórnmálanna. Þetta er auðvitað rakalaus þvættingur og ekkert annað,“ segir Bjarni. Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23 „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er tilbúinn að veita embætti skattrannsóknarstjóra aukafjárheimild svo hægt sé að festa kaup á gögnum um skattaundanskot. Gögnin kosta um 150 milljónir en Bjarni vísar á bug ásökunum um viljaleysi og frændhygli varðandi kaupin og segist hafa verið full óþolinmóður í gagnrýni sinni á skattrannsóknarstjóra. Íslenskum stjórnvöldum var boðið að kaupa gögnin í aprílmánuði í fyrra en um að ræða lista með nöfnum rúmlega fjögur hundruð Íslendinga og eignir þeirra í erlendum skattaskjólum. Málið hefur verið til skoðunar rúma níu mánuði og hefur Bjarni gagnrýnt skattrannsóknarstjóra fyrir seinagang. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri hefur ekki gefið færi á viðtali síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar óskir fréttastofu. Í morgun sendi hún hins vegar frá sér yfirlýsingu þar sem hún hafnar fullyrðingum fjármálaráðherra um að embættið hafi verið að draga lappirnar í málinu. Í yfirlýsingunni kemur fram að skattrannsóknarstjóri hafi tvisvar greint fjármálaráðuneytinu frá stöðu málsins. Fyrst með óformlegum tölvupósti í lok desembermánaðar og svo aftur með formlegu bréfi þann 27. janúar. Eins og fram hefur komið hefur ráðuneytið verið tilbúið að skilyrða greiðslur til seljanda við hlutfall af innheimtu en seljandinn hefur hins vegar hafnað þessu tilboði. Skattrannsóknarstjóri óskar í bréfi sínu eftir afstöðu ráðuneytisins til þessa og hvort það sé tilbúið að breyta upprunalegum skilyrðum. Gögnin kosta um 150 milljónir en í yfirlýsingu sem fjármálaráðherra sendi frá sér nú síðdegis kemur fram að hann sé tilbúinn að greiða fyrir málinu. Bjarni segist ennfremur tilbúinn að úthluta sérstökum fjármunum til kaupanna. Sjá einnig: Efast um vilja Bjarna til kaupa á skattaskjölum„Það þarf enginn að efast um það að þessi ríkisstjórn sem situr núna hún mun ekki veita þeim sem ekki ætla að axla ábyrgð með öðrum og standa skil á sínu hún mun ekki veita þeim neitt skjól,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Bjarni segist hafa verið full óþolinmóður þegar hann gagnrýndi skattrannsóknarstjóra. „Það getur vel verið að ég sé of óþolinmóður en mér finnst bara þetta mál sem á rætur sínar að rekja til aprílmánaðar á síðasta ári hafa þegar allt er samantekið tekið of langan tíma.“ Hann vísar hins vegar á bug ásökunum um frændhygli. „Þetta er lítið sýnishorn af því hversu lágt menn eru tilbúnir að leggjast til þess að vinna skammtíma sigra í orrahríð stjórnmálanna. Þetta er auðvitað rakalaus þvættingur og ekkert annað,“ segir Bjarni.
Tengdar fréttir Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00 Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00 Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16 Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23 „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Huldumaður skattrannsóknarstjóra: Vill á annað hundrað milljónir fyrir gögnin Ráðuneyti Bjarna Benediktssonar sendir frá sér yfirlýsingu og áréttar afstöðu sína. 10. febrúar 2015 16:00
Efast um vilja Bjarna Ben til kaupa á skattaskjölum "Svo virðist sem íslenska frændhyglin sé að þvælast fyrir fjármálaráðherra,“ segir Birgitta Jónsdóttir. 9. febrúar 2015 07:00
Segist ekki geta keypt skattagögn miðað við skilyrði ráðherra Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri segist ekki geta keypt gögn um eigur Íslendinga í skattaskjólum miðað við þau skilyrði sem fjármálaráðherra hefur sett við kaup á gögnunum. 10. febrúar 2015 10:16
Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Ósammála um mikilvægi þess að vita hvaðan upplýsingarnar koma. 9. febrúar 2015 18:23
„Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Gunnar Smári Egilsson leggur til að sjóður verði stofnaður um kaup á gögnum um eigur Íslendinga í skattaskjólum. Sjóðurinn selji gögnin svo til skattrannsóknarstjóra gegn árangurstengdum greiðslum. 9. febrúar 2015 14:57