Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir ofsaakstur undir áhrifum áfengis Birgir Olgeirsson. skrifar 10. febrúar 2015 14:21 Draupnir Gestsson, til vinstri, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Draupni Gestsson, 35 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Draupnir varð valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Héraðsdómur taldi sannað að Draupnir hefði ekið bifreiðinni, sem ekki var í ökuhæfu ástandi, undir áhrifum áfengis og á ofsahraða eftir Reykjanesbraut, sem er með fjölförnustu vegum landsins.Neitaði sök Við aðalmeðferð málsins hafnaði Draupnir því að hafa verið undir áhrifum áfengis og kannaðist ekki við að hafa ekið bifreiðinni á ofsahraða. Verjandi hans vildi meina að líkur væru á að blóðsýni hefðu víxlast við rannsókn en dómurinn taldi sannað að svo var ekki. Þá var rannsókn á vettvangi talin sanna að hann hefði aldrei verið undir 150 kílómetra hraða þegar slysið átti sér stað. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. Draupnir bar við að orsök slyssins hefði verið hálka á veginum en héraðsdómur segir gögn málsins, þar með talinn framburður vitna, ekki styðja þessa skýringu hans og var henni því hafnað.Refsingin þyngd Á árinu 2006 var Draupni þrívegis sektaður og sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Hann var sektaður 25. mars 2014 og sviptur ökurétti í tólf mánuði frá þeim degi fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur. Ákvað héraðsdómur því að þyngja refsingu Draupnis og vísar til þess að Draupnir hefði sest ölvaður undir stýri og ekið á þeim á ofsahraða. Afleiðingar af akstri hans voru að tveir farþeganna stórslösuðust og er annar þeirra bundinn við hjólastól. Hinir farþegarnir slösuðust einnig þótt ekki eins mikið. Var refsing Draupnis því ákveðin 18 mánaða fangelsi og voru ekki talin skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Þá var hann sviptur ökurétti í þrjú ár frá 25. mars árið 2015. Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Draupni Gestsson, 35 ára, í átján mánaða fangelsi fyrir hegningar- og umferðarlagabrot. Draupnir varð valdur að alvarlegu bílslysi við Reykjanesbraut í Hafnarfirði í mars 2012 og stefndi lífi fjögurra farþega í hættu. Héraðsdómur taldi sannað að Draupnir hefði ekið bifreiðinni, sem ekki var í ökuhæfu ástandi, undir áhrifum áfengis og á ofsahraða eftir Reykjanesbraut, sem er með fjölförnustu vegum landsins.Neitaði sök Við aðalmeðferð málsins hafnaði Draupnir því að hafa verið undir áhrifum áfengis og kannaðist ekki við að hafa ekið bifreiðinni á ofsahraða. Verjandi hans vildi meina að líkur væru á að blóðsýni hefðu víxlast við rannsókn en dómurinn taldi sannað að svo var ekki. Þá var rannsókn á vettvangi talin sanna að hann hefði aldrei verið undir 150 kílómetra hraða þegar slysið átti sér stað. Var talið að lágmarkshraði hefði verið 168, líklegur hraði 178 og hámarkshraði 188 kílómetrar á klukkustund. Draupnir bar við að orsök slyssins hefði verið hálka á veginum en héraðsdómur segir gögn málsins, þar með talinn framburður vitna, ekki styðja þessa skýringu hans og var henni því hafnað.Refsingin þyngd Á árinu 2006 var Draupni þrívegis sektaður og sviptur ökurétti fyrir ölvunarakstur og önnur umferðarlagabrot. Hann var sektaður 25. mars 2014 og sviptur ökurétti í tólf mánuði frá þeim degi fyrir ölvunar og fíkniefnaakstur. Ákvað héraðsdómur því að þyngja refsingu Draupnis og vísar til þess að Draupnir hefði sest ölvaður undir stýri og ekið á þeim á ofsahraða. Afleiðingar af akstri hans voru að tveir farþeganna stórslösuðust og er annar þeirra bundinn við hjólastól. Hinir farþegarnir slösuðust einnig þótt ekki eins mikið. Var refsing Draupnis því ákveðin 18 mánaða fangelsi og voru ekki talin skilyrði til að skilorðsbinda refsinguna. Þá var hann sviptur ökurétti í þrjú ár frá 25. mars árið 2015.
Tengdar fréttir „Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48 Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Ég tel mig ekki hafa verið á ofsahraða“ Sakaður um að hafa ekið ölvaður á 178 kílómetra hraða. Fjórir farþegar voru í bílnum og er einn þeirrra í dag varanlega lamaður. 15. janúar 2015 10:48
Bíllinn kastaðist rúma 30 metra Matsmaður taldi útilokað að bílnum hefði verið ekið undir 150 kílómetra hraða á klukkustund 15. janúar 2015 14:21