Stefnir ríkinu: Treystir engum, getur ekki eignast vini og helst ekki í vinnu Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Árni Pálsson skrifa 10. febrúar 2015 13:02 Byrgið var áður rekið í þessu húsi en í dag er þar rekið hótel. Vísir/Róbert Reynisson Kona á þrítugsaldri fer fram á að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni og hún fyrir vikið orðið út undan. Konan er ein þeirra sem Guðmundur Jónsson, forstöðumaður í vímuefnameðferðar- og endurhæfingarheimilinu Byrginu var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn árið 2008. Guðmundur var dæmdur í 2,5 árs fangelsi í Hæstarétti þar sem miskabætur konunnar voru lækkaðar úr einni milljón króna í átta hundruð þúsund. Ekki er þó farið fram á neinar bætur á þessu stig málsmeðferðarinnar. Aðalmeðferð málsins fór fram í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem konan bar vitni. Rifjaði hún upp á hve slæmum stað hún var á táningsaldri. Móðir hennar hafi leitað út um allt að úrræðum en ekkert gert fyrr en birt var blaðagrein í fjölmiðlum. „Ég hafði farið í afvötnun á Vogi og Stuðla áður,“ sagði konan í dómssal í morgun. Í kjölfar þess að viðtal birtist við móður hennar hafi þeim verið bent á möguleika á að fá bót meina sinna í meðferð í Byrginu. „Þá var ég í mikilli neyslu, bjó á götunni og mjög illa haldin.“ Hún rifjar upp vist sína á afvötnunardeild fyrstu mánuðina en hún hafi strax fengið á tilfinninguna að aðstæður væru óvenjulegar. „Ég var stundum frekar hrædd og var meðal annars með dæmdum morðingja á deild. Þetta var skrítinn staður. Þú máttir reykja inni og vera með hund.“Sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 um Byrgismálið hér að neðanBrotin fleiri en þrjúÍ dómi Hæstaréttar frá því í desember 2008 kemur fram að konan var vistmaður í Byrginu frá því í október 2003 til febrúar 2005. Var Guðmundur dæmdur fyrir að hafa tvívegis á þessu tímabili haft við hana kynferðismök og þar með brotið 197. grein Almennra hegningarlaga er snúa að ábyrgð umsjónarmanna eða starfsmanna stofnana. Þá var tiltekið þriðja kynferðisbrot sem Guðmundur var sýknaður af þar sem konan var ekki vistmaður í Byrginu þegar samræðið átti sér stað. Konan er ósátt við að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Guðmundur hafi brotið á henni í þrígang. Tilfellið sé að brotin hafi verið mun fleiri. „Ég veit ekki hvernig þeir fengu þá tölu út, ég var beðin um að nefna nokkur dæmi og nefndi þau atvik en þetta átti sér stað linnulaust í eitt og hálft ár. Ég var misnotuð í Byrginu, heima hjá Guðmundi, í bílnum hans og til dæmis í vinnunni hjá mér,“ sagði konan sem starfaði á hóteli. Aðstoðaði Guðmundur hana við að fá starf á hótelinu. Að sögn konunnar hefur hún alls ekki náð sér af því sem á undan er gengið. Fyrir vistun hafi hún verið greind með geðhvarfasýki og þunglyndi. Í dag sé hún með búlemíu, geðhvarfasýki, áfallastreituröskun og ofsakvíða. „Ég er einnig fíkill en hef verið edrú í sjö og hálft ár.“Guðmundur Jónsson, forstöðumaður í Byrginu.Vísir/GVATaldi Guðmund geta læknað sig með aðstoð guðs Konan segir að afar algengt hafi verið að vistmenn í Byrginu hafi misnotað lyf sem læknir skrifaði upp á fyrir vistmenn. „Ég leit upp til Guðmundar og hann var mjög sannfærandi. Ég kom inn algjörlega brotinn og hann sagði við mig að hann væri með einu lausnina,“ sagði konan. Hann hafi virst vera með öll svör á reiðum höndum. „Eftir nokkra mánuði gat ég ekki farið í viðtal til hans án þess að hann talaði um kynlíf. Hann sagði að það væri eina lausnin út úr vandanum og að BDSM-lífsstíllinn væri lækningamáttur við þunglyndi og fíkn. Ég taldi í raun að Guðmundur væri læknir og treysti honum fullkomlega,“ sagði konan í morgun. Hún hafi kannski ekki talið Guðmund læknismenntaðan en geta læknað sig með aðstoð guðs. „Það sem liggur mér þyngst á hjarta og ástæðan fyrir því að ég er komin hingað er að þetta var ósanngjarnt. Ég er komin hingað til þess að fá viðurkenningu á brotinu. Ég vil að þetta mál hafi fordæmi og það verði til þess að ungu fólki verði hjálpað sem verið er að misnota,“ sagði konan við skýrslutöku í morgun. Enginn hafi verið til staðar til að vernda hana og hún beri þess enn bætur í dag. „Ég treysti engum, ég get ekki eignast vini og ég helst ekki í vinnu. Ég neita að vera öryrki alla mína ævi. Ég vil stunda nám en það er gríðarlega erfitt. Það er ótrúlega erfitt að breyta þeim spilum sem ég fékk útdeilt. Hann misnotaði ellefu stúlkur á tíu árum og hann er ennþá úti í samfélaginu og fullfær um að gera þetta aftur.“ Tengdar fréttir Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14 Byrgisstrákur segir Guðmund hafa sýnt sér dýflissuna Ungur piltur sem dvaldi í Byrginu í eitt ár segir Guðmund Jónsson hafa sýnst sér dýflissuna sem hann var með í kjallaranum á heimili sínu í Hafnarfirði. Hann segist einnig hafa tekið þátt í kynlfísleikjum ásamt Guðmundi og annarri stúlku. Hann er fyrst núna hættur að verja gjörðir Guðmundar sem hann segist hata af öllu sínu hjarta. Guðmundur reyndi að samræma vitnisburð piltsins við söguna sína. 14. maí 2008 15:43 Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33 Móðir Byrgisstúlku gat ekki lesið dóminn vegna hryllings Oddrún Einarsdóttir móðir stúlku sem varð fórnarlamb Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa þurft að hætta að lesa dóminn sem féll í svokölluðu Byrgismáli í dag þar sem lýsingarnar voru svo hræðilegar. Mæður stúlknanna þriggja voru í viðtali í Íslandi í dag fyrir stundu. Þær eru ekki smeykar um að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti. 9. maí 2008 19:13 Eiginkona Guðmundar í Byrginu vinnur áfangasigur í héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja einstaklinga sem Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur höfðað meiðyrðamál gegn var vísað frá af Héraðsdómi Reyjkavíkur í dag. 14. júlí 2008 16:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Kona á þrítugsaldri fer fram á að íslenska ríkið viðurkenni að það hafi brugðist henni og hún fyrir vikið orðið út undan. Konan er ein þeirra sem Guðmundur Jónsson, forstöðumaður í vímuefnameðferðar- og endurhæfingarheimilinu Byrginu var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn árið 2008. Guðmundur var dæmdur í 2,5 árs fangelsi í Hæstarétti þar sem miskabætur konunnar voru lækkaðar úr einni milljón króna í átta hundruð þúsund. Ekki er þó farið fram á neinar bætur á þessu stig málsmeðferðarinnar. Aðalmeðferð málsins fór fram í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem konan bar vitni. Rifjaði hún upp á hve slæmum stað hún var á táningsaldri. Móðir hennar hafi leitað út um allt að úrræðum en ekkert gert fyrr en birt var blaðagrein í fjölmiðlum. „Ég hafði farið í afvötnun á Vogi og Stuðla áður,“ sagði konan í dómssal í morgun. Í kjölfar þess að viðtal birtist við móður hennar hafi þeim verið bent á möguleika á að fá bót meina sinna í meðferð í Byrginu. „Þá var ég í mikilli neyslu, bjó á götunni og mjög illa haldin.“ Hún rifjar upp vist sína á afvötnunardeild fyrstu mánuðina en hún hafi strax fengið á tilfinninguna að aðstæður væru óvenjulegar. „Ég var stundum frekar hrædd og var meðal annars með dæmdum morðingja á deild. Þetta var skrítinn staður. Þú máttir reykja inni og vera með hund.“Sjá umfjöllun fréttastofu Stöðvar 2 um Byrgismálið hér að neðanBrotin fleiri en þrjúÍ dómi Hæstaréttar frá því í desember 2008 kemur fram að konan var vistmaður í Byrginu frá því í október 2003 til febrúar 2005. Var Guðmundur dæmdur fyrir að hafa tvívegis á þessu tímabili haft við hana kynferðismök og þar með brotið 197. grein Almennra hegningarlaga er snúa að ábyrgð umsjónarmanna eða starfsmanna stofnana. Þá var tiltekið þriðja kynferðisbrot sem Guðmundur var sýknaður af þar sem konan var ekki vistmaður í Byrginu þegar samræðið átti sér stað. Konan er ósátt við að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Guðmundur hafi brotið á henni í þrígang. Tilfellið sé að brotin hafi verið mun fleiri. „Ég veit ekki hvernig þeir fengu þá tölu út, ég var beðin um að nefna nokkur dæmi og nefndi þau atvik en þetta átti sér stað linnulaust í eitt og hálft ár. Ég var misnotuð í Byrginu, heima hjá Guðmundi, í bílnum hans og til dæmis í vinnunni hjá mér,“ sagði konan sem starfaði á hóteli. Aðstoðaði Guðmundur hana við að fá starf á hótelinu. Að sögn konunnar hefur hún alls ekki náð sér af því sem á undan er gengið. Fyrir vistun hafi hún verið greind með geðhvarfasýki og þunglyndi. Í dag sé hún með búlemíu, geðhvarfasýki, áfallastreituröskun og ofsakvíða. „Ég er einnig fíkill en hef verið edrú í sjö og hálft ár.“Guðmundur Jónsson, forstöðumaður í Byrginu.Vísir/GVATaldi Guðmund geta læknað sig með aðstoð guðs Konan segir að afar algengt hafi verið að vistmenn í Byrginu hafi misnotað lyf sem læknir skrifaði upp á fyrir vistmenn. „Ég leit upp til Guðmundar og hann var mjög sannfærandi. Ég kom inn algjörlega brotinn og hann sagði við mig að hann væri með einu lausnina,“ sagði konan. Hann hafi virst vera með öll svör á reiðum höndum. „Eftir nokkra mánuði gat ég ekki farið í viðtal til hans án þess að hann talaði um kynlíf. Hann sagði að það væri eina lausnin út úr vandanum og að BDSM-lífsstíllinn væri lækningamáttur við þunglyndi og fíkn. Ég taldi í raun að Guðmundur væri læknir og treysti honum fullkomlega,“ sagði konan í morgun. Hún hafi kannski ekki talið Guðmund læknismenntaðan en geta læknað sig með aðstoð guðs. „Það sem liggur mér þyngst á hjarta og ástæðan fyrir því að ég er komin hingað er að þetta var ósanngjarnt. Ég er komin hingað til þess að fá viðurkenningu á brotinu. Ég vil að þetta mál hafi fordæmi og það verði til þess að ungu fólki verði hjálpað sem verið er að misnota,“ sagði konan við skýrslutöku í morgun. Enginn hafi verið til staðar til að vernda hana og hún beri þess enn bætur í dag. „Ég treysti engum, ég get ekki eignast vini og ég helst ekki í vinnu. Ég neita að vera öryrki alla mína ævi. Ég vil stunda nám en það er gríðarlega erfitt. Það er ótrúlega erfitt að breyta þeim spilum sem ég fékk útdeilt. Hann misnotaði ellefu stúlkur á tíu árum og hann er ennþá úti í samfélaginu og fullfær um að gera þetta aftur.“
Tengdar fréttir Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14 Byrgisstrákur segir Guðmund hafa sýnt sér dýflissuna Ungur piltur sem dvaldi í Byrginu í eitt ár segir Guðmund Jónsson hafa sýnst sér dýflissuna sem hann var með í kjallaranum á heimili sínu í Hafnarfirði. Hann segist einnig hafa tekið þátt í kynlfísleikjum ásamt Guðmundi og annarri stúlku. Hann er fyrst núna hættur að verja gjörðir Guðmundar sem hann segist hata af öllu sínu hjarta. Guðmundur reyndi að samræma vitnisburð piltsins við söguna sína. 14. maí 2008 15:43 Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33 Móðir Byrgisstúlku gat ekki lesið dóminn vegna hryllings Oddrún Einarsdóttir móðir stúlku sem varð fórnarlamb Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa þurft að hætta að lesa dóminn sem féll í svokölluðu Byrgismáli í dag þar sem lýsingarnar voru svo hræðilegar. Mæður stúlknanna þriggja voru í viðtali í Íslandi í dag fyrir stundu. Þær eru ekki smeykar um að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti. 9. maí 2008 19:13 Eiginkona Guðmundar í Byrginu vinnur áfangasigur í héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja einstaklinga sem Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur höfðað meiðyrðamál gegn var vísað frá af Héraðsdómi Reyjkavíkur í dag. 14. júlí 2008 16:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Guðmundur virtist hafa valið sér fórnarlömb Dómarar í Byrgismálinu fara hörðum orðum um Guðmund Jónsson í dómnum sem kveðinn var upp í morgun. Guðmundur hafi unnið markvisst að því að fá kærendur til fylgilags við sig og hann virðist hafa valið sér fórnarlömb sem áttu mjög erfiða kynlífsreynslu að baki. 9. maí 2008 11:14
Byrgisstrákur segir Guðmund hafa sýnt sér dýflissuna Ungur piltur sem dvaldi í Byrginu í eitt ár segir Guðmund Jónsson hafa sýnst sér dýflissuna sem hann var með í kjallaranum á heimili sínu í Hafnarfirði. Hann segist einnig hafa tekið þátt í kynlfísleikjum ásamt Guðmundi og annarri stúlku. Hann er fyrst núna hættur að verja gjörðir Guðmundar sem hann segist hata af öllu sínu hjarta. Guðmundur reyndi að samræma vitnisburð piltsins við söguna sína. 14. maí 2008 15:43
Hafði kynmök við fórnarlamb eftir að Kompásþáttur var sýndur Eitt fórnarlamba Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa átt í kynferðissambandi tvisvar sinnum eftir að Kompásþáttur Stöðvar 2 um Byrgið var sýndur rétt fyrir jólin árið 2006. 9. maí 2008 14:33
Móðir Byrgisstúlku gat ekki lesið dóminn vegna hryllings Oddrún Einarsdóttir móðir stúlku sem varð fórnarlamb Guðmundar Jónssonar í Byrginu segist hafa þurft að hætta að lesa dóminn sem féll í svokölluðu Byrgismáli í dag þar sem lýsingarnar voru svo hræðilegar. Mæður stúlknanna þriggja voru í viðtali í Íslandi í dag fyrir stundu. Þær eru ekki smeykar um að Guðmundur verði sýknaður í Hæstarétti. 9. maí 2008 19:13
Eiginkona Guðmundar í Byrginu vinnur áfangasigur í héraðsdómi Frávísunarkröfu þriggja einstaklinga sem Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, hefur höfðað meiðyrðamál gegn var vísað frá af Héraðsdómi Reyjkavíkur í dag. 14. júlí 2008 16:33