Gísli Marteinn spáir nýjum stjórnmálaflokkum góðu fylgi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 22:23 Gísli segist taka fullan þátt í pólitík þrátt fyrir að vera ekki í framboði. Gísli Marteinn Baldursson telur að Píratar muni fá gott fylgi í næstu Alþingiskosningum og einnig þrír nýjir flokkar sem hann segir að muni skjóta upp kollinum á næstunni. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann telur að komið sé upp ákveðið tómarúm í stjórnmálum á Íslandi, fólk sé komið með leið á hefðbundnu og gömlu stjórnmálaflokkunum og það skýri aukið fylgi Pírata. „Fólk vill miklu frekar tala um málefni, það vill fókusera á einstaklinga og stjórnmálaflokkarnir heima hafa einhvern veginn engan veginn áttað sig á þessu.“Íslenskir stjórnmálaflokkar gamaldagsGísli, sem er nýútskrifaður frá Harvard, telur það undarlegt að stjórnmálaflokkar hér á landi hafi ekki áttað sig á því að breyta þurfi um aðferðir. „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ segir Gísli í viðtalinu. Hann vísar í landsfund Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ályktanir sem sendar eru fjölmiðlum eftir slíka fundi. Slík vinnubrögð séu ekki til að ná eyrum almennings. „Ég held að Píratar muni fá ágætis fylgi í næstu kosningum. En ég held líka að hinir flokkarnir, eigum við að segja þrír, eigi eftir að fá mikið fylgi.“Fylgi Pírata viðvörun en enginn hlustar Nokkur umræða hefur skapast á Twitter um möguleika þess að fá nýja stjórnmálaflokka fram á sjónarsviðið. Gísli Marteinn heldur að fólk sé í leit. „Ég held að það sé líka mikilvægt að missa ekki trúnna á lýðræðið. Ég held að það sé besta leiðin sem við höfum ennþá.“ Besti flokkurinn vann eins og kunnugt er sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010. „Það var nú aldeilis ákveðin viðvörun til hefðbundnu stjórnmálaflokkanna en þeir hlustuðu ekkert á hana. Svo kemur núna önnur viðvörun sem er þetta fylgi Píratana. Mér sýnist að þeir ætli líka bara að reyna að bíða það af sér og humma fram af sér.“ Gísli segist hins vegar sjálfur ekki ætla í framboð þegar hann kemur heim. „Ég ætla að vera virkur í umræðunni en ég ætla ekki í neitt framboð. Pólitík er bara svo miklu meira en það að vera í framboði einhvers staðar,“ bendir hann á og vísar til að mynda í pistla sína um hjólreiðar.Djörf spá: Ef @gislimarteinn myndi stofna frjálslyndan og nútímalegan hægriflokk myndi sá flokkur hiklaust fá 6+ sæti á þingi.— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) May 11, 2015 Er það rétt sem maður heyrir að ungt, háskólamenntað fólk ætli að bjóða fram undir nafninu Reykjavíkurflokkurinn í næstu alþingis kosningum— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 24, 2015 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Sjá meira
Gísli Marteinn Baldursson telur að Píratar muni fá gott fylgi í næstu Alþingiskosningum og einnig þrír nýjir flokkar sem hann segir að muni skjóta upp kollinum á næstunni. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis í dag. Hann telur að komið sé upp ákveðið tómarúm í stjórnmálum á Íslandi, fólk sé komið með leið á hefðbundnu og gömlu stjórnmálaflokkunum og það skýri aukið fylgi Pírata. „Fólk vill miklu frekar tala um málefni, það vill fókusera á einstaklinga og stjórnmálaflokkarnir heima hafa einhvern veginn engan veginn áttað sig á þessu.“Íslenskir stjórnmálaflokkar gamaldagsGísli, sem er nýútskrifaður frá Harvard, telur það undarlegt að stjórnmálaflokkar hér á landi hafi ekki áttað sig á því að breyta þurfi um aðferðir. „Fólk er komið með upp í kok af hefðbundnum stjórnmálaflokkum og þeim leiðum sem þeir nota,“ segir Gísli í viðtalinu. Hann vísar í landsfund Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og ályktanir sem sendar eru fjölmiðlum eftir slíka fundi. Slík vinnubrögð séu ekki til að ná eyrum almennings. „Ég held að Píratar muni fá ágætis fylgi í næstu kosningum. En ég held líka að hinir flokkarnir, eigum við að segja þrír, eigi eftir að fá mikið fylgi.“Fylgi Pírata viðvörun en enginn hlustar Nokkur umræða hefur skapast á Twitter um möguleika þess að fá nýja stjórnmálaflokka fram á sjónarsviðið. Gísli Marteinn heldur að fólk sé í leit. „Ég held að það sé líka mikilvægt að missa ekki trúnna á lýðræðið. Ég held að það sé besta leiðin sem við höfum ennþá.“ Besti flokkurinn vann eins og kunnugt er sigur í borgarstjórnarkosningunum árið 2010. „Það var nú aldeilis ákveðin viðvörun til hefðbundnu stjórnmálaflokkanna en þeir hlustuðu ekkert á hana. Svo kemur núna önnur viðvörun sem er þetta fylgi Píratana. Mér sýnist að þeir ætli líka bara að reyna að bíða það af sér og humma fram af sér.“ Gísli segist hins vegar sjálfur ekki ætla í framboð þegar hann kemur heim. „Ég ætla að vera virkur í umræðunni en ég ætla ekki í neitt framboð. Pólitík er bara svo miklu meira en það að vera í framboði einhvers staðar,“ bendir hann á og vísar til að mynda í pistla sína um hjólreiðar.Djörf spá: Ef @gislimarteinn myndi stofna frjálslyndan og nútímalegan hægriflokk myndi sá flokkur hiklaust fá 6+ sæti á þingi.— Árni Grétar Finnsson (@ArniGretar) May 11, 2015 Er það rétt sem maður heyrir að ungt, háskólamenntað fólk ætli að bjóða fram undir nafninu Reykjavíkurflokkurinn í næstu alþingis kosningum— Halldór Halldórsson (@DNADORI) May 24, 2015
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Sjá meira