Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 21:01 Síðan var sú stærsta sinnar tegundar. Ross Ulbricht, höfuðpaurinn á bakvið Silk Road eða Silkiveginn sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti eða Deep Web. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Sjá einnig: Íslendingar notuðu E-bay fíkniefnaheimsins Ulbricht óskaði eftir því fyrir dómi að honum yrði sýnd vægð en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var í febrúar dæmdur fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti.Bað dómarann um að skilja eftir ljóstýru „Ég skapaði Silk Road af því að ég trúði því á þeim tíma að fólk ætti rétt á því að selja og kaupa það sem það vildi svo lengi sem það særði ekki annað fólk,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmri beiðni til dómarans. „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það. Silk Road reyndist vera barnaleg hugmynd og dýrkeypt sem ég sé mikið eftir. Ég hef fengið æsku mína, ég veit að þú verður að taka af mér miðaldra árin mín en gerðu það, leyfðu mér að lifa sem gamall maður. Vertu svo vinsamleg að skilja eftir litla ljóstýru við enda ganganna, afsökun til þess að halda í heilsuna mína, afsökun til þess að leyfa mér að dreyma um betri daga í framtíðinni og tækifæri til þess að hljóta uppreisn æru sem frjáls maður áður en ég hitti skapara minn.“ Sjá einnig: Íslensk yfirvöld aðstoðuðu FBIUlbricht ákærður fyrir að ráða leigumorðingja Silk Road var ekki fyrsta síða sinnar tegundar en sökum þess að kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum varð hún sú vinsælasta. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill og óháð mynt. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. En fíkniefna-markaðssvæðið, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Saksóknari í máli Ulbricht sendi dómaranum í málinu, Katherine Forrest, langt bréf fyrir dómsuppkvaðningu þar sem krafist var að Ulbricht yrði dæmdur til lengri refsingar en lágmarksrefsingarinnar. Vildu þau með því senda skýr skilaboð. Ulbricht bíður enn dómsuppkvaðningar í Maryland en hann hefur verið ákærður fyrir að ráða leigumorðingja. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Ross Ulbricht, höfuðpaurinn á bakvið Silk Road eða Silkiveginn sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti eða Deep Web. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Sjá einnig: Íslendingar notuðu E-bay fíkniefnaheimsins Ulbricht óskaði eftir því fyrir dómi að honum yrði sýnd vægð en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var í febrúar dæmdur fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti.Bað dómarann um að skilja eftir ljóstýru „Ég skapaði Silk Road af því að ég trúði því á þeim tíma að fólk ætti rétt á því að selja og kaupa það sem það vildi svo lengi sem það særði ekki annað fólk,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmri beiðni til dómarans. „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það. Silk Road reyndist vera barnaleg hugmynd og dýrkeypt sem ég sé mikið eftir. Ég hef fengið æsku mína, ég veit að þú verður að taka af mér miðaldra árin mín en gerðu það, leyfðu mér að lifa sem gamall maður. Vertu svo vinsamleg að skilja eftir litla ljóstýru við enda ganganna, afsökun til þess að halda í heilsuna mína, afsökun til þess að leyfa mér að dreyma um betri daga í framtíðinni og tækifæri til þess að hljóta uppreisn æru sem frjáls maður áður en ég hitti skapara minn.“ Sjá einnig: Íslensk yfirvöld aðstoðuðu FBIUlbricht ákærður fyrir að ráða leigumorðingja Silk Road var ekki fyrsta síða sinnar tegundar en sökum þess að kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum varð hún sú vinsælasta. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill og óháð mynt. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. En fíkniefna-markaðssvæðið, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Saksóknari í máli Ulbricht sendi dómaranum í málinu, Katherine Forrest, langt bréf fyrir dómsuppkvaðningu þar sem krafist var að Ulbricht yrði dæmdur til lengri refsingar en lágmarksrefsingarinnar. Vildu þau með því senda skýr skilaboð. Ulbricht bíður enn dómsuppkvaðningar í Maryland en hann hefur verið ákærður fyrir að ráða leigumorðingja.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent