Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 21:01 Síðan var sú stærsta sinnar tegundar. Ross Ulbricht, höfuðpaurinn á bakvið Silk Road eða Silkiveginn sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti eða Deep Web. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Sjá einnig: Íslendingar notuðu E-bay fíkniefnaheimsins Ulbricht óskaði eftir því fyrir dómi að honum yrði sýnd vægð en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var í febrúar dæmdur fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti.Bað dómarann um að skilja eftir ljóstýru „Ég skapaði Silk Road af því að ég trúði því á þeim tíma að fólk ætti rétt á því að selja og kaupa það sem það vildi svo lengi sem það særði ekki annað fólk,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmri beiðni til dómarans. „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það. Silk Road reyndist vera barnaleg hugmynd og dýrkeypt sem ég sé mikið eftir. Ég hef fengið æsku mína, ég veit að þú verður að taka af mér miðaldra árin mín en gerðu það, leyfðu mér að lifa sem gamall maður. Vertu svo vinsamleg að skilja eftir litla ljóstýru við enda ganganna, afsökun til þess að halda í heilsuna mína, afsökun til þess að leyfa mér að dreyma um betri daga í framtíðinni og tækifæri til þess að hljóta uppreisn æru sem frjáls maður áður en ég hitti skapara minn.“ Sjá einnig: Íslensk yfirvöld aðstoðuðu FBIUlbricht ákærður fyrir að ráða leigumorðingja Silk Road var ekki fyrsta síða sinnar tegundar en sökum þess að kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum varð hún sú vinsælasta. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill og óháð mynt. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. En fíkniefna-markaðssvæðið, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Saksóknari í máli Ulbricht sendi dómaranum í málinu, Katherine Forrest, langt bréf fyrir dómsuppkvaðningu þar sem krafist var að Ulbricht yrði dæmdur til lengri refsingar en lágmarksrefsingarinnar. Vildu þau með því senda skýr skilaboð. Ulbricht bíður enn dómsuppkvaðningar í Maryland en hann hefur verið ákærður fyrir að ráða leigumorðingja. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Ross Ulbricht, höfuðpaurinn á bakvið Silk Road eða Silkiveginn sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti eða Deep Web. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Sjá einnig: Íslendingar notuðu E-bay fíkniefnaheimsins Ulbricht óskaði eftir því fyrir dómi að honum yrði sýnd vægð en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var í febrúar dæmdur fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti.Bað dómarann um að skilja eftir ljóstýru „Ég skapaði Silk Road af því að ég trúði því á þeim tíma að fólk ætti rétt á því að selja og kaupa það sem það vildi svo lengi sem það særði ekki annað fólk,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmri beiðni til dómarans. „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það. Silk Road reyndist vera barnaleg hugmynd og dýrkeypt sem ég sé mikið eftir. Ég hef fengið æsku mína, ég veit að þú verður að taka af mér miðaldra árin mín en gerðu það, leyfðu mér að lifa sem gamall maður. Vertu svo vinsamleg að skilja eftir litla ljóstýru við enda ganganna, afsökun til þess að halda í heilsuna mína, afsökun til þess að leyfa mér að dreyma um betri daga í framtíðinni og tækifæri til þess að hljóta uppreisn æru sem frjáls maður áður en ég hitti skapara minn.“ Sjá einnig: Íslensk yfirvöld aðstoðuðu FBIUlbricht ákærður fyrir að ráða leigumorðingja Silk Road var ekki fyrsta síða sinnar tegundar en sökum þess að kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum varð hún sú vinsælasta. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill og óháð mynt. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. En fíkniefna-markaðssvæðið, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Saksóknari í máli Ulbricht sendi dómaranum í málinu, Katherine Forrest, langt bréf fyrir dómsuppkvaðningu þar sem krafist var að Ulbricht yrði dæmdur til lengri refsingar en lágmarksrefsingarinnar. Vildu þau með því senda skýr skilaboð. Ulbricht bíður enn dómsuppkvaðningar í Maryland en hann hefur verið ákærður fyrir að ráða leigumorðingja.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira