Snjókarl úr blóði Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. maí 2015 12:00 Bækur Blóð í snjónum Höfundur: Jo Nesbø Þýðing: Bjarni Gunnarsson JPV Útgáfa 2015 192 blaðsíður Ólafur er afgreiðslumaður. Hann afgreiðir fólk. Það segir hann móður sinni en sleppir því reyndar að segja henni að það geri hann fyrir fullt og allt. Nýjasta skáldsaga Jo Nesbø, Blóð í snjónum, er sögð frá sjónarhorni Ólafs. Leigumorðingja með gott hjartalag. Svona miðað við aðstæður. Ólafur fær samúð lesandans, hann er söguhetjan, tekur málstað lítilmagnans og er lítilmagni sjálfur. Jo Nesbø vísar í Vesalingana eftir Victor Hugo, uppáhaldsbók Ólafs, og leyfir vonlausri rómantík að smita frásögnina allt til enda og tekst vel upp. Hann vísar líka í norræna konunga, drottnara sem taka sér vald til að drepa og jafnvel saklausa snjókarla úr vinsælli teiknimynd fyrir börn. Bókin er fimlega skrifuð frá upphafi til enda og lituð sterkum lýsingum á umhverfi og minningabrotum úr lífi Ólafs sem fléttast við söguframvinduna með snjöllum hætti. Lýsingar á blóði og leikur að andstæðum frosts og líkamshita, tómhyggju og ástarþrá eru eftirminnilegar og sér í lagi sterk myndgerving rithöfundar á bælingu Ólafs, snjókarl úr blóði. Stundum læðist að grunur um að sagan um Ólaf hafi fæðst í undirbúningi annarrar skáldsögu, í tilraun höfundar til að setja sig í spor illmennisins. En það er ekki verra. Einbeitingin er áþreifanleg. Skáldsagan er líka leikur að stíl og Nesbø nýtur þess að tefla fram myndrænum lýsingum í anda noir-kvikmynda. Þar má helst tefla fram tálkvendinu sem fellir hann. Eftirminnileg bomba sem undirstrikar frostið og kuldann með hvítu litarafti. Aðrar konur í lífi Ólafs, móðirin sem getur ekki veitt honum ást og fatlaða konan sem hann fer á mis við eru áhrifamiklir drifkraftar í lífi hans þrátt fyrir að megna ekki að bjarga honum eða elska enda er þrá lítilmagnans eftir frelsi og ást blekking ein og ekkert Disney-ævintýri.Niðurstaða: Fimlega skrifuð bók, lituð sterkum lýsingum sem fléttast við söguframvinduna með snjöllum hætti. Ein eftirminnilegasta skáldsaga Jo Nesbø. Gagnrýni Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Blóð í snjónum Höfundur: Jo Nesbø Þýðing: Bjarni Gunnarsson JPV Útgáfa 2015 192 blaðsíður Ólafur er afgreiðslumaður. Hann afgreiðir fólk. Það segir hann móður sinni en sleppir því reyndar að segja henni að það geri hann fyrir fullt og allt. Nýjasta skáldsaga Jo Nesbø, Blóð í snjónum, er sögð frá sjónarhorni Ólafs. Leigumorðingja með gott hjartalag. Svona miðað við aðstæður. Ólafur fær samúð lesandans, hann er söguhetjan, tekur málstað lítilmagnans og er lítilmagni sjálfur. Jo Nesbø vísar í Vesalingana eftir Victor Hugo, uppáhaldsbók Ólafs, og leyfir vonlausri rómantík að smita frásögnina allt til enda og tekst vel upp. Hann vísar líka í norræna konunga, drottnara sem taka sér vald til að drepa og jafnvel saklausa snjókarla úr vinsælli teiknimynd fyrir börn. Bókin er fimlega skrifuð frá upphafi til enda og lituð sterkum lýsingum á umhverfi og minningabrotum úr lífi Ólafs sem fléttast við söguframvinduna með snjöllum hætti. Lýsingar á blóði og leikur að andstæðum frosts og líkamshita, tómhyggju og ástarþrá eru eftirminnilegar og sér í lagi sterk myndgerving rithöfundar á bælingu Ólafs, snjókarl úr blóði. Stundum læðist að grunur um að sagan um Ólaf hafi fæðst í undirbúningi annarrar skáldsögu, í tilraun höfundar til að setja sig í spor illmennisins. En það er ekki verra. Einbeitingin er áþreifanleg. Skáldsagan er líka leikur að stíl og Nesbø nýtur þess að tefla fram myndrænum lýsingum í anda noir-kvikmynda. Þar má helst tefla fram tálkvendinu sem fellir hann. Eftirminnileg bomba sem undirstrikar frostið og kuldann með hvítu litarafti. Aðrar konur í lífi Ólafs, móðirin sem getur ekki veitt honum ást og fatlaða konan sem hann fer á mis við eru áhrifamiklir drifkraftar í lífi hans þrátt fyrir að megna ekki að bjarga honum eða elska enda er þrá lítilmagnans eftir frelsi og ást blekking ein og ekkert Disney-ævintýri.Niðurstaða: Fimlega skrifuð bók, lituð sterkum lýsingum sem fléttast við söguframvinduna með snjöllum hætti. Ein eftirminnilegasta skáldsaga Jo Nesbø.
Gagnrýni Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira